Fréttablaðið - 03.04.2013, Page 23
5MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
September 2011
Íbúðalánasjóður fær
heimild til að bjóða
óverðtryggð lán.
Útfærsla og fjármögn-
un liggur ekki fyrir.
Starfshópur á vegum velferðar-
ráðuneytisins um framtíðar horfur
og framtíðarhlutverk Íbúða-
lánasjóðs skilar áfangaskýrslu 12.
þessa mánaðar. „Við ákváðum að
setja bara dagsetningu á þetta,“
segir Gunnar Tryggvason, for-
maður starfshópsins, en til stóð
að skila skýrslunni fyrir lok mars-
mánaðar.
Með áfangaskýrslunni ætti að
skýrast hvaða breytingar verða
gerðar á rekstri Íbúðalánasjóðs
til þess að renna stoðum undir
rekstur hans.
L e n g i h e f u r
verið vitað að
í óefni stefndi
í rekstri sjóðs-
ins sem situr
uppi með fjölda
eigna á sama
tíma og lántak-
endur leita á
önnur mið eftir
íbúðalánum.
Þannig eru það bæði greiðslu-
erfiðleikar fólks og samkeppni
við aðrar lánastofnanir sem valda
slæmri stöðu Íbúðalánasjóðs.
Vandi sjóðsins er að vera sjálfur
bundinn af verðtryggðum lána-
skilmálum skuldabréfa á sama
tíma og fólk greiðir í stórum stíl
upp lán hjá sjóðnum. Sjóðurinn
þarf því bæði að „koma í vinnu“
peningum vegna uppgreiðslna og
fá arð af íbúðum sem færst hafa
í hans eigu.
Til marks um stöðuna er að
ríkið hefur í tvígang þurft að
hlaupa undir bagga með sjóðnum
síðustu ár, síðast fyrir áramót með
því að samþykkt var að ríkis sjóður
styrkti sjóðinn um allt að 13 millj-
arða. Þar áður hafði sjóðurinn
fengið 33 milljarða króna styrk
árið 2010.
Engu að síður færði alþjóðlega
m a t s f y r i r t æ k i ð M o o d y ‘ s
lánshæfis einkunn Íbúðalána-
sjóðs í ruslflokk fyrr á þessu ári.
Moody‘s sagði eignasafn sjóðsins
veikara en úttekt sem gerð var í
fyrrahaust hefði gefið til kynna.
Segja má að grunnurinn að
óhamingju sjóðsins hafi verið
lagður með breytingum árið 2004
sem opnuðu fyrir uppgreiðslur
fólks á fasteignalánum þótt sjóður-
inn væri sjálfur bundinn af lána-
samningum til áratuga. Þá hófst
líka innreið banka og sparisjóða
á markað fasteignalána. Þegar
fólk færði lán sín í stórum stíl
urðu uppgreiðslur lána hjá sjóðn-
um margfalt meiri en gert hafði
verið ráð fyrir.
Þegar bankarnir tóku síðla árs
2011 að bjóða óverðtryggð lán,
sem í það minnsta tímabundið
voru með hagstæða vexti miðað
við verðbólguna í landinu, jók
það enn á vanda Íbúðalánasjóðs.
Íbúðakaupendur virðast í stórum
stíl, að minnsta kosti í bili, hafa
hafnað verðtryggðum lánum.
Sjóður inn hefur lagaheimild til að
bjóða óverðtryggð lán en hefur til
þessa ekki nýtt sér hana.
Á fundi með efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis 25. febrúar
sagði Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri viðskiptalíkan Íbúða-
lánasjóðs ekki ganga upp í nú-
verandi umhverfi. Undir þetta
hafa stjórn og stjórnendur Íbúða-
lánasjóðs tekið.
Svartnættið er þó ekki algjört
hjá sjóðnum. Síðustu tölur sýna að
vanskil einstaklinga minnkuðu í
febrúar, áttunda mánuðinn í röð.
(Og þá voru „ekki nema“ tæpir
4,7 milljarðar króna í vanskilum
vegna þeirra, eða 13,2 prósent út-
lána sjóðsins.) Þá hefur sjóðurinn
sett leigumál í farveg með því að
stofna sérstakt félag um útleigu
eigna. Leigufélagið Klettur fékk
undir sinn hatt 524 eignir af þeim
rúmlega 2.200 sem komnar voru í
eigu sjóðsins.
Sigurður Erlingsson, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, segir ástæður
þess að sjóðurinn setti ekki allar
eignir sem voru í útleigu í leigu-
félagið vera nokkrar.
„Í fyrsta lagi hefur sú stefna
verið mörkuð í leigustarfsemi
Íbúða lánasjóðs að fara ekki í mikl-
ar viðhaldsfjárfestingar á íbúðar-
húsnæði í eigu hans og því fóru að-
eins eignir sem ekki þurftu mikið
viðhald í Leigufélagið Klett ehf.
Í annan stað var horft til þess að
eignir leigufélagsins hentuðu vel í
leigustarfsemi til dæmis er varð-
ar staðsetningu, staðbundna eftir-
spurn og stærð,“ segir Sigurður.
Í þriðja lagi segir hann val á
fasteignum hafa snúið að því að
ná ákveðinni hagkvæmni í rekstri,
svo sem með því að eiga ekki stak-
ar eignir á mjög strjálbýlum svæð-
um heldur eiga alltaf ákveðinn
lágmarksfjölda á tilteknum stað.
„Síðast en ekki síst er leigu-
félaginu ætlað að vera fjárhags-
lega sjálfbært og leigutekjur ein-
stakra eigna félagsins verða að
standa undir rekstri og hóflegri
skuldsetningu,“ segir hann.
Ekki er því loku fyrir það skot-
ið að sjóðurinn nái vopnum sínum
en árangurinn ræðst af þeim til-
lögum að framtíðarskipulagi sem
í megindráttum liggja fyrir hjá
sjóðnum. Stjórnendur hans bíða þó
með að kynna tillögurnar þar til
helstu eftirlits- og umsagnaraðilar
hafa fjallað um þær, þar á meðal
starfshópurinn sem skilar áfanga-
skýrslu í mánuðinum. Ætla má að
tillögurnar feli líka í sér drög að
breyttu útlánafyrirkomulagi hjá
sjóðnum, svo sem varðandi óverð-
tryggð lán.
Rót vandræðanna rakin til 2004
Íbúðalánasjóður er fastur í gildru verðtryggðrar skuldabréfaútgáfu á meðan þeim sem tekið hafa lán hjá sjóðnum er frjálst að greiða þau
upp og færa sig annað. Tölur sýna að vanskil minnka enn hjá sjóðnum. Reynt er að leigja út eða selja húsnæði sem sjóðurinn hefur eignast.
MIÐBÆR REYKJAVÍKUR Í þessum mánuði á starfshópur að skila áfangaskýrslu um „framtíðarhorfur og hlutverk Íbúðalánasjóðs“ og í maí
er þess að vænta að rannsóknarnefnd þingsins um málefni Íbúðalánasjóðs skili skýrslu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SIGURÐUR
ERLINGSSON
Landshluti Í leigu Alls
Höfuðborgarsvæðið 284 500
Suðurnes 263 748
Vesturland 84 267
Vestfirðir 14 69
Norðurland vestra 7 16
Norðurland eystra 77 130
Austurland 75 229
Suðurland 119 302
Samtals 923* 2.261
*524 hafa verið færðar í Leigufélagið Klett.
Heimild: Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs 15. febrúar 2013
ÍBÚÐIR ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Í JANÚARLOK 2013
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Línan lýsir meðalfermetraverði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu*
Janúar 1990
Húsbréf
útgefin og
afhent í
skiptum fyrir
veðskulda-
bréf útgefið
af íbúða-
kaupanda,
-byggjanda
eða -eiganda.
Ársbyrjun 1996
Íbúðalánasjóður býður húsbréfa-
lán til lengri tíma en áður, lengstu
lán fara úr 25 árum í 40.
Maí 2003
Ríkisstjórn Íslands samþykkir breytingar á
stefnumótun Íbúðalánasjóðs þannig að
íbúðalán verði í áföngum hækkuð í allt
að 90 prósent af brunabótamati.
Ágúst 2004
Bankar og sparisjóðir hefja sókn á markaði íbúðalána.
KB banki ríður á vaðið með 4,4 prósenta lánsvexti.
Vextir fara svo hríðlækkandi næstu vikurnar. Lánað
fyrir 80 til 100 prósentum af markaðsvirði eigna.
Nóvember 2004
Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða
allir lán til allt að 40 ára sem
numið geta allt að 100 prósentum
af markaðsvirði húsnæðis. Íbúða-
vextir bankanna ná lágmarki í 4,15
prósentum. Vextir haldast svo lágir
fram í mars 2006.
Maí 2004
Gildi taka breytingar sem Árni
Magnús son félagsmálaráðherra mælti
fyrir á lögum um húsnæðismál. Í
stað húsbréfa komu íbúðabréf. Lán-
takendur geta við breytinguna greitt
upp lán en Íbúðalánasjóði er óheimilt
að greiða upp íbúðabréf sín. Kerfi
íbúðabréfa tók alveg yfir í júlímánuði.
Desember 2004
Íbúðalánasjóður
fær heimild til
að veita almenn
lán til allt að
90 prósenta af
verðmæti íbúða,
en þó ekki hærra
en sem nemur
brunabótamati
þeirra.
Ársbyrjun 2005
Íbúðalánasjóður á í vanda vegna mikilla uppgreiðslna lána sem
hófust á haustdögum 2004 og stóðu fram á mitt ár 2005. Fram
kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar að uppgreiðslur frá september
2004 til júlíloka 2005 hafi numið tæpum 157,6 milljörðum króna.
Mars 2007
Gildi tekur breyting félagsmálaráðuneytis á reglugerð
þannig að lánshlutfall húsnæðislána Íbúðalánasjóðs
hækkar aftur í 90 prósent og hámarksfjárhæð almennra
lána hækkar úr 17 milljónum króna í 18 milljónir.
Nóvember 2012
Ríkisstjórnin ákveður að afla heim-
ilda í fjárlögum næsta árs til að auka
stofnfé Íbúðalánasjóðs um allt að 13
milljarða króna.
Janúar 2013
524 fasteignir Íbúðalánasjóðs sem
eru í leigu eru færðar yfir í Leigu-
félagið Klett ehf. Af þeim 1.700
eignum sem eftir eru í eigu sjóðsins
eru 400 í útleigu.
Mars 2013
Starfshópur sem greina á „framtíðar-
horfur og framtíðarhlutverk Íbúða-
lánasjóðs“ á að skila áfangaskýrslu
fyrir lok mánaðarins.
Apríllok 2013
Kosningar til Alþingis.
Maí 2013
Birta á skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis sem komið var á fót í árslok
2010 um málefni Íbúðalánasjóðs.
Áætlun um skil sumarið 2012 stóðst
ekki.
Ársbyrjun 2006
Bankar draga úr
framboði lána og
lækka lánshlutföll.
Mitt ár 2006
Íbúðalánasjóður lækkar
lánshlutfall í 80 prósent.
Júní 2008
Jóhanna Sigurðar-
dóttir félags-
málaráðherra
setur reglugerðir
þar sem hámark
húsnæðislána
Íbúðalánasjóðs
var hækkað úr 18
milljónum í 20,
brunabótamat
var afnumið
sem viðmið fyrir
lánveitingum og
þess í stað miðað
við allt að 80
prósent af kaup-
verði eigna.
Apríl 2009
Bankarnir kynna til
sögunnar óverðtryggð
íbúðalán með vaxta-
greiðsluþaki. Óverð-
tryggðir vextir standa í 17
prósentum en áttu eftir
að lækka hratt. Boðið er
upp á 7,0 prósenta vaxta-
greiðslu, en mismuninum
(10 prósentunum) bætt
við höfuðstól lánsins.
Haust 2010
Alþingi samþykkir
33 milljarða króna
fjárveitingu til
Íbúðalánasjóðs.
Desember 2010
Með ályktun Alþingis er
komið á fót rannsóknar-
nefnd til að rannsaka
málefni Íbúðalánasjóðs.
Október 2011
Stóru viðskipta-
bankarnir taka að
bjóða óverðtryggð
húsnæðislán á
föstum vöxtum til
þriggja eða fimm
ára. Vaxtakjörin eru
hagstæð miðað við
verðbólgu.
150.000 kr
200.000 kr
250.000 kr
300.000 kr
350.000 kr
AFDRIFARÍKAR ÁKVARÐANIR OG VIÐBURÐIR
*Uppreiknað miðað við vísitölu ársins 2012.
Heimild: Þjóðskrá Íslands
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR
Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is