Fréttablaðið - 03.04.2013, Page 28

Fréttablaðið - 03.04.2013, Page 28
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 16 BAKÞANKAR Svavars Hávarðssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. berjast, 6. pot, 8. vefnaðarvara, 9. húðsepi milli táa, 11. tveir eins, 12. erfiði, 14. dans, 16. skóli, 17. skjön, 18. tímabils, 20. tónlistarmaður, 21. færni. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. tveir eins, 4. asfalt, 5. for, 7. víbrator, 10. traust, 13. bókstafur, 15. sót, 16. tal, 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. etja, 6. ot, 8. tau, 9. fit, 11. rr, 12. streð, 14. rúmba, 16. ma, 17. mis, 18. árs, 20. kk, 21. list. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. tt, 4. jarðbik, 5. aur, 7. titrari, 10. trú, 13. emm, 15. aska, 16. mál, 19. ss. Já, Halvorsen! Við verðum að taka nokkrar prufur! Það er bara partur af rútínunni! Og við þurfum að bíða í nokkra daga eftir niðurstöðunum! En, svona almennt séð get ég sagt að... ... það er eitthvað mikið að hérna! Góður strákur, hráki. „Hráki“?? Hvers vegna myndi nokkur vilja eiga naggrís sem heitir „hráki“? Hvers vegna myndi nokkur vilja spyrja spurninga sem hann vill í rauninni ekki fá svar við? Nei, hann á ekki von á mér. FORSTJÓRI MÓTTAKA Ég held að Lóa sé eitthvað slöpp. Er það? Það er rétt, hún er með hita. Ég vissi það! Hvernig vissirðu? Reynsla. Alltaf þegar börnin okkar haga sér vel eru allar líkur á því að þau séu lasin. Frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Alþingiskosningar 27. apríl 2013 Framboðsfrestur til alþingiskosninga sem fram eiga að fara 27. apríl 2013, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 12. apríl nk. Framboð í Norðvesturkjördæmi skal til kynna skriflega til yfirkjör- stjórnar Norðvesturkjördæmis, sem veitir þeim viðtöku á Hótel Borgarnesi, Borgarnesi, föstudaginn 12. apríl 2013, kl. 09.00-12.00. Á framboðslistum skulu vera nöfn16 frambjóðenda eða tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal greinilega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á list- anum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðs- lista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Norðvesturkjör- dæmi um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælendaskal vera 240 hið fæsta og eigi fleiri en 320. Sami kjósandi má ekki mæla með fleiri en einum framboðs- lista. Komi það fyrir verður kjósandinn ekki talinn meðmælandi neins þeirra.Loks skal fylgja skrifleg til kynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Yfirkjörstjórn fer þess á leit að framboðslistar og meðmælendalistar verði, auk hinna skriflegu eintaka, afhentir í tölvutæku formi (excel- skjali á minnislykli). Fundur yfirkjörstjórna til að úrskurða um framboð, þar sem umboðs- mönnum framboðslista gefst kostur á að vera viðstaddir, verður haldinn á Hótel Borgarnesi, Borgarnesi, laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 15.00. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 27. apríl 2013, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á Hótel Borgarnesi, Borgarnesi, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22.00. Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis 29. apríl 2013 Ríkarður Másson Stefán Ólafsson Ingibjörg Hafstað Guðný Ársælsdóttir Karl Gunnarsson Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Ég stóð varla út úr hnefa þegar þetta var. Hjartað hamaðist í brjóstinu þar sem ég stóð með eyrað fast við berg- hamarinn og hlustaði á niðinn frá þýskum sprengjuflugvélum sem komu fljúgandi inn fjörðinn. Svo heyrðist ýlfrið í sprengj- unum þegar þær féllu – í átt að risavöxnu skipinu sem lá á firðinum. Hver á eftir annarri skullu sprengjurnar í sjóinn og köstuðu stáldrekanum til og frá þegar þær sprungu með ærandi hávaða. Geltið í byssunum heyrðist greinilega, og hróp og köll mannanna um borð þegar þeir reyndu í örvæntingu að verja sig. Skipið tók að sökkva og það söng í sundursnúnu stál- inu. Hljóðið í vígvélunum dó rólega út – og svo hurfu þær loks sjónum yfir fjallatopp- unum. ÞEGAR ég var gutti var hefðbundið sumarfrí fjöl- skyldunnar skottúr á Seyðisfjörð. Þar er pabbi fæddur og upp alinn. Fastur liður var fjall- ganga með kallinum þar sem hann sagði okkur sögur frá gamalli tíð, og stóð þar ein upp úr. Það var sagan af því þegar olíuskipinu El Grillo var sökkt inni á firðinum í febrúar 1944. Það var nefnilega svo að pabbi hafði trúað okkur bræðrunum fyrir því að fjallið fyrir ofan bæinn væri gætt þeirri náttúru að safna sögum; það geymdi niðinn frá liðinni tíð. Ekki átti þetta síst við um orrustugný frá dögum heimsstyrjaldarinnar; ekki þurfti annað en að leggja eyrað á steininn og þá mátti hlusta á fortíðina. Svo sagði hann söguna af upplifun sinni á meðan við fengum hana staðfesta með bergmálinu úr fjallinu. ÉG veit ekki hvenær ég áttaði mig á því að hljóðin úr hamrinum komu frá frysti- húsinu á staðnum; sennilega manni á lyftara að henda til fiskikörum á plani. Að hróp mannanna snerust ekki um líf eða dauða í brennandi olíueldi heldur frekar að það vantaði meiri fisk á eitt- hvert færibandið. Já, eða hvenær ég áttaði mig á mikilvægi þess að sá sem sagði mér söguna fæddist 1946 – tæplega tveimur árum eftir að téðir atburðir áttu sér stað. EN af hverju segi ég þessa sögu? Kannski vegna þess að ég fæ hlýtt í hjartað við að rifja þetta upp. Einnig vegna þess að við lifum á ólíkindatímum og eitt og annað er fullyrt um atburðarás liðinna ára – hvern- ig þetta var og hvernig best er að halda áfram. Ég vil líka hnykkja á mikilvægi þess að oft er lærdómsríkt að horfa í aðra átt en þangað sem sögumaður bendir. Þegar fj all segir sögu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.