Fréttablaðið - 03.04.2013, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 3. apríl 2013 W | MENNING | 17
Angelina Jolie hefur komið á fót
stúlknaskóla í grennd við Kabúl,
höfuðborg Afganistan. Hún mun
ekki láta þar staðar numið heldur
hyggst opna fleiri stúlknaskóla í
landinu í nánustu framtíð.
Jolie hefur verið sérstakur
sendiherra Sameinuðu þjóðanna
um árabil og lengi sinnt hvers
kyns mannúðarmálum. Hún fjár-
magnaði byggingu skólans með
sölu á skartgripalínunni Style of
Jolie sem hún hannar í samstarfi
við gullsmiðinn Robert Procop.
„Ég fann innblástur minn í vitn-
eskjunni um að vinnan mundi skila
sér til þeirra er helst þurfa á því að
halda,“ sagði Jolie um samstarfið
við Procop.
Byggir skóla
Grísalappalísa hefur gefið út
lagið Lóan er komin. Það er tekið
af fyrstu plötu hljómsveitarinnar,
Ali, sem er væntanleg á vegum 12
Tóna á næstunni.
Hljómsveitin er skipuð Gunn-
ari Ragnarssyni og Sigurði Möll-
er Sívertsen, fyrrverandi meðlim-
um Jakobínarínu, Bergi Thomas
Anderson, bassaleikara Oyama og
Sudden Weather Change, og þeim
Alberti Finnbogasyni og Tuma
Árnasyni úr The Heavy Experi-
ence. Næstu tónleikar sveitarinnar
verða á Kexi hosteli á fimmtudags-
kvöld klukkan 21 og verður leikið
efni af plötunni.
Gefa út lagið
Lóan er komin
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
Pub Quiz
20.00 Siddi stjórnar Pub Quizi á
Faktorý. Þemu eru tígrisdýr, 10,
trommarar og turnar.
Handverkskaffi
20.00 Bjargey Ingólfsdóttir kennir fólki
að búa til kóngulær úr vír og perlum á
handverkskaffi Gerðubergs. Hún deilir
jafnframt með gestum þeirri leið sem
hún notaði til að yfirstíga kóngulóa-
fóbíu sína.
Tónlist
20.00 Söngfjelagið Góðir grannar
heldur tónleika í Langholtskirkju undir
yfirskriftinni Raulað úr ræmum. Á
efnisskránni eru lög úr kvikmyndum,
t.d. Vesalingunum, Galdrakarlinum í
Oz og Breakfast at Tiffany’s. Sérlegur
vinakór Góðra granna, Raddbanda-
félag Reykjavíkur, kemur einnig fram.
Miðaverð er kr. 1.500.
21.00 Saxófónleikarinn Angelika
Nieschier heldur tónleika á Múlanum
í Hörpu, ásamt þeim Scott McLemore
trommuleikara og Hilmari Jenssyni
gítarleikara. Síðasti diskur Angeliku var
valinn diskur ársins 2011 af helsta jazz-
riti Þýskalands, Jazzthing.
Fyrirlestrar
12.00 Mr. Vivien Pertusot, forstöðu-
maður Ifri hugveitunnar (think tank) í
Brussel talar á fundaröð Alþjóðamála-
stofnunar Háskóla Íslands í fundarsal
Norræna hússins. Umræðuefni
fundarins er Evrópusambandið: Breyti-
legur samruni eða ein leið fyrir alla?
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru
allir velkomnir.
20.00 Dr. Hans Kr. Guðmundsson eðlis-
verkfræðingur heldur fyrirlestur um
doktorsmenntun og íslenska doktora í
félagsheimilinu að Hæðargarði 31. Fyrir-
lesturinn er á vegum U3A Reykjavík.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
BYGGIR SKÓLA Angelina Jolie hefur
fjármagnað stúlknaskóla í Kabúl. Hún
hyggst byggja fleiri skóla í landinu.
NORDICPHOTOS/GETTY
NÝTT LAG Hljómsveitin Grísalappalísa
hefur gefið út sitt fyrsta lag.
Verkið Sjóræningjaprinsessan,
sem frumsýnt verður í Gaflara-
leikhúsinu næsta laugardag,
fjallar á ærslafenginn hátt um
ævintýri barnanna Soffíu og Matta
sem alist hafa upp á friðsælli eyju
í Suðurhöfum. Ólíkt Matta, upp-
eldisbróður sínum, þráir Soffía
að lenda í ævintýrum og heldur
því statt og stöðugt fram að hún
sé sjóræningjaprinsessa, fóstur-
foreldrum sínum til armæðu. En
svo gerist það eitt óveðurskvöld að
tveir grunsamlegir náungar skjóta
upp kollinum og áður en Soffía veit
af er hún komin út á rúmsjó með
hættulegum og ótrúlega heimsk-
um sjóræningjum á leið til Millj-
ónmaðkaeyju þar sem mannætur
ráða ríkjum.
Leikritið er eftir Ármann Guð-
mundsson og hann semur einn-
ig tónlistina, ásamt Guðmundi
Svavarssyni. Leikstjóri er Lárus
Vilhjálmsson. Sýnt er í Gaflara-
leikhúsinu við Víkingastræti og
hægt að panta miða á midi.is.
Á leið til Milljónmaðkaeyju
Leikfélag Hafnarfj arðar frumsýnir fj ölskylduleikritið Sjóræningjaprinsessuna.
LEIKENDUR Það verður stuð þegar
sjóræningjaprinsessan heimsækir
Hafnar fjörð um næstu helgi.