Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2013, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 03.04.2013, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 3. apríl 2013 | MENNING | 19 Vantar unglinginn á heimilinu smá bíópening? Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum. Þjónusta í gegnum Appið: Hraðfærslur á þekkta viðtakendur Staða reikninga með einum smelli Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Upplýsingar um útibú og hraðbanka Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar á fleiri möguleika Kynntu þér nýja Appið betur á www.islandsbanki.is/farsiminn Veldu eða skráðu inn upphæð Millifærsla framkvæmd! Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka. tveir þrír!og. 29. MARS - 1. APRÍL BÆKUR ★★★★ ★ Í trúnaði Héléne Grémillon, þýðing: Kristín Jónsdóttir BJARTUR 2013 Neon-klúbbur Bjarts er stór- merkilegt fyrirbæri. Þar koma út á tveggja mánaða fresti nýlegar bækur frá ýmsum löndum, bækur sem annars myndu tæplega rata í hendur íslenskra lesenda, en eiga það sameiginlegt að breikka sjóndeildarhring þeirra svo um munar. Nýjasta bókin í klúbbnum, Í trúnaði eftir Héléne Grémillon, er engin undantekning frá þeirri reglu. Frönsk verðlaunabók frá því í fyrra sem farið hefur sigurför um heiminn og það verðskuldað. Bygging bókarinnar er æði sér- stök. Ramminn er saga Camille, ungrar konu sem nýverið missti móður sína, en meginsagan er sögð í bréfum frá ókunnum manni, bréfum sem rekja harmræna sögu frá stríðsárunum og setja tilveru Camille smátt og smátt á annan endann. Sögunni er mjatlað í hana og les- andann í hæfilegum skömmtum með hliðarsporum, misskilningi, lygum og hálfkveðnum vísum sem halda lesanda á tánum fram á síð- ustu síðu. Lengi framan af er erfitt að átta sig á hvað þessi gamla saga hefur með líf Camille að gera en eins og vera ber smellur allt á sinn stað á endanum. Eins og títt er um franskar sögur sem segja frá stríðsárunum er undirliggjandi ógn í textanum, þótt stríðið sjálft sé aðeins í bak- grunni sögunnar. Stríðið sem hún lýsir er stríðið á milli manneskj- anna, lygar, svik og prettir, ást í meinum og óhugnanleg grimmd- in sem gegnsýrir mannleg sam- skipti. Hér eru þó engar svart- hvítar mannlýsingar, vonda fólkið ekki alvont og góða fólkið engir saklausir englar. Hver persóna er vel og sannferðuglega dregin og lesandinn hefur þrátt fyrir allt samúð með þeim öllum og skiln- ing á því sem knýr þær áfram. Fórnarlambið Annie er sannfær- andi í trúnaðartrausti sínu og sak- leysi, sem þó er málum blandið þegar í ljós kemur að einnig hún getur svikið þá sem standa henni næst ef aðstæðurnar bjóða upp á það. Best skrifaða persónan er þó frú M, þorparinn í sögunni, sem þrátt fyrir mannvonsku sína er svo brjóstumkennanleg og mann- leg að lesandinn dauðvorkennir henni. Aðrar persónur eru í minni hlutverkum í sögunni, en þó allar vel dregnar með skýr persónuein- kenni sem gera þær lifandi í huga lesandans. Sannarlega vel að verki staðið. Sagan er feikivel skrifuð og þýð- ing Kristínar Jónsdóttur rennur vel og áreynslulaust, þótt á stöku stað megi finna stirðan þýðingar- keim, einkum í fyrri hlutanum. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Sterk saga með vel dregnum persónum og sögu sem lifir lengi í huga lesandans. Syndir mæðranna

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.