Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. apríl 2013 | FRÉTTIR | 11 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 36 15 0 3/ 13 Gildir út apríl. Voltaren Gel 15% verðlækkun 50 gr. Nú: 1.767 kr. / 100 gr. Nú: 3.222 kr. SVÍÞJÓÐ Afgreiðslustúlku sem starfaði í einni af verslunum undir fatakeðjunnar Change í Sví- þjóð hafa verið dæmdar 50 þús- und sænskar krónur í bætur af félagsdómi, jafngildi um 900 þús- unda íslenskra króna. Stéttarfélag kon- unnar kærði Change fyrir kynbundna mis- munun þar sem henni hafði verið skipað að setja brjóstahaldarastærð sína á nafn- spjaldið sitt. Í frétt á viðskiptavefnum e24.no er greint frá því að tals- menn Change segi þetta ekki hafa verið skyldu. Afgreiðslustúlkan sagði hins vegar að um þrýst- ing hefði verið að ræða og henni hafi fundist krafan niðurlægjandi. -ibs Afgreiðslustúlku dæmd tæp milljón í bætur: Gert að sýna brjóstahald- arastærðina í vinnunni EFNAHAGSMÁL Skráð atvinnu- leysi í mars var 5,3 prósent. Fram kemur í nýjum tölum Vinnumála- stofnunar að í mánuðinum hafi að meðaltali 8.487 verið atvinnu- lausir. „Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 159 að meðaltali en konum um 69 og var atvinnu- leysið 5,0 prósent meðal karla og 5,7 prósent meðal kvenna,“ sam- kvæmt yfirliti stofnunarinnar. Frá því í febrúar dró úr atvinnuleysi um 0,2 prósentustig þannig að 228 fleiri voru að jafn- aði með vinnu í mars en í febrúar. - óká Atvinnulausum fækkar: Í mars voru 5,3% án vinnu FÓLK Af 8.478 atvinnulausum í mars eru 1.618 útlendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LANDBÚNAÐUR Nærri 60 prósent bænda eru því fylgjandi að tekn- ar verði upp takmarkanir á stærð búa. Þetta kemur fram í nýrri könnun Landssambands kúa- bænda. „Af þeim sem tóku afstöðu (82,5 prósent svarenda) svöruðu 59,3 prósent bænda þeirri spurningu játandi en 40,7 prósent neitandi,“ segir á vef Landssambands kúa- bænda. Fram kemur að stuðning- ur við takmarkanir fari vaxandi með aldri. 71 prósent bænda yfir sextugu telji mikilvægt að setja slíkar takmarkanir, á meðan tæpur helmingur bænda á fer- tugsaldri sé hlynntur þeim. - óká Fjórir af tíu eru andvígir: Tæp 60 prósent vilja takmarka stærð búa KÝR Stuðningur bænda við takmarkanir á bústærð minnkar hratt eftir því sem bú þeirra eru stærri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Lúpínuseyði innkallað Sala á lúpínuseyði Svarta hauks hefur verið stöðvuð og varan innkölluð. Þetta var gert eftir ábendingu Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands til Matvælastofn- unar um að seyðið hafi verið framleitt við óheilnæmar aðstæður. Fólk er beðið um að farga vörunni og neyta hennar ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.