Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. apríl 2013 | FRÉTTIR | 11
– Lifið heil
Lægra
verð
í Lyfju
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
36
15
0
3/
13
Gildir út apríl.
Voltaren Gel
15% verðlækkun
50 gr. Nú: 1.767 kr. / 100 gr. Nú: 3.222 kr.
SVÍÞJÓÐ Afgreiðslustúlku sem
starfaði í einni af verslunum
undir fatakeðjunnar Change í Sví-
þjóð hafa verið dæmdar 50 þús-
und sænskar krónur í
bætur af félagsdómi,
jafngildi um 900 þús-
unda íslenskra króna.
Stéttarfélag kon-
unnar kærði
Change fyrir
kynbundna mis-
munun þar sem
henni hafði verið skipað að setja
brjóstahaldarastærð sína á nafn-
spjaldið sitt.
Í frétt á viðskiptavefnum e24.no
er greint frá því að tals-
menn Change segi þetta
ekki hafa verið skyldu.
Afgreiðslustúlkan sagði
hins vegar að um þrýst-
ing hefði verið að ræða
og henni hafi fundist
krafan niðurlægjandi.
-ibs
Afgreiðslustúlku dæmd tæp milljón í bætur:
Gert að sýna brjóstahald-
arastærðina í vinnunni
EFNAHAGSMÁL Skráð atvinnu-
leysi í mars var 5,3 prósent. Fram
kemur í nýjum tölum Vinnumála-
stofnunar að í mánuðinum hafi
að meðaltali 8.487 verið atvinnu-
lausir.
„Körlum á atvinnuleysisskrá
fækkaði um 159 að meðaltali en
konum um 69 og var atvinnu-
leysið 5,0 prósent meðal karla og
5,7 prósent meðal kvenna,“ sam-
kvæmt yfirliti stofnunarinnar.
Frá því í febrúar dró úr
atvinnuleysi um 0,2 prósentustig
þannig að 228 fleiri voru að jafn-
aði með vinnu í mars en í febrúar.
- óká
Atvinnulausum fækkar:
Í mars voru
5,3% án vinnu
FÓLK Af 8.478 atvinnulausum í mars
eru 1.618 útlendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LANDBÚNAÐUR Nærri 60 prósent
bænda eru því fylgjandi að tekn-
ar verði upp takmarkanir á stærð
búa. Þetta kemur fram í nýrri
könnun Landssambands kúa-
bænda.
„Af þeim sem tóku afstöðu (82,5
prósent svarenda) svöruðu 59,3
prósent bænda þeirri spurningu
játandi en 40,7 prósent neitandi,“
segir á vef Landssambands kúa-
bænda. Fram kemur að stuðning-
ur við takmarkanir fari vaxandi
með aldri. 71 prósent bænda yfir
sextugu telji mikilvægt að setja
slíkar takmarkanir, á meðan
tæpur helmingur bænda á fer-
tugsaldri sé hlynntur þeim. - óká
Fjórir af tíu eru andvígir:
Tæp 60 prósent
vilja takmarka
stærð búa
KÝR Stuðningur bænda við takmarkanir
á bústærð minnkar hratt eftir því sem
bú þeirra eru stærri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEILBRIGÐISMÁL
Lúpínuseyði innkallað
Sala á lúpínuseyði Svarta hauks hefur
verið stöðvuð og varan innkölluð. Þetta
var gert eftir ábendingu Heilbrigðis-
eftirlits Suðurlands til Matvælastofn-
unar um að seyðið hafi verið framleitt
við óheilnæmar aðstæður. Fólk er
beðið um að farga vörunni og neyta
hennar ekki.