Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 4
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 211,8293 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,58 119,14 182,28 183,16 154,83 155,69 20,764 20,886 20,700 20,822 18,598 18,706 1,1945 1,2015 178,37 179,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 12.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Ranghermt var í frétt blaðsins á laugardag að Alþýðufylkingin sé í hópi framboða sem bjóði bara fram í einu kjördæmi. Hún býður fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Rangt var farið með nafn Hlyns Tryggvasonar í frétt blaðsins um tilnefningar til Samfélagsverðlauna sem birt var á laugardag. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. MANNRÉTTINDI Þrátt fyrir að heildar fjöldi dauðarefsinga á heimsvísu sé lítt breyttur og fjöldi ríkja sem beiti dauðarefsingum sé sá sami, má greina jákvæða þróun í þessum málaflokki milli áranna 2011 og 2012. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty Inter- national. Alls er vitað til þess að 682 ein- staklingar hafi verið teknir af lífi í 21 ríki í fyrra, sem er tveimur meira en árið áður. Það sem skekk- ir þá mynd er að nokkur ríki sem hafa ekki tekið fólk af lífi um hríð, meðal annars Japan, Indland og Pakistan, framkvæmdu aftökur í fyrra. Það sem helst er til vitnis um jákvæða þróun í þessum málum er að nokkuð færri dauðadómar voru kveðnir upp í fyrra en árið áður, 1.722 samanborið við 1.923, og í færri ríkjum en áður, úr 63 í 58. Samkvæmt staðfestum tölum biðu þó enn 23.386 einstaklingar aftöku eftir dauðadóm í árslok 2012. Þá afnam Lettland dauðarefsing- ar úr lögum og verður þar með 97. ríkið til að gera slíkt, en alls hafa 140 ríki afnumið dauðarefsing- ar eða hætt að beita þeim. Hvíta- Rússland er eina Evrópuríkið þar sem dauðarefsingar tíðkast enn. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir staðfestar tölur um aftökur í Kína gerir Amnesty fastlega ráð fyrir því að þar í landi skipti aftökur hundruðum árlega. Annað sætið á þessum lista skipar Íran með 314 aftökur hið minnsta, Írak er í þriðja sæti með 129 aftökur, sem er tvö- földun frá fyrra ári, og Sádi-Arabía er í fjórða sæti með 79 aftökur. Jákvæð teikn á lofti með færri dauðadómum í fyrra Að minnsta kosti 682 voru teknir af lífi í í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Amnesty International. Heildar- fjöldinn er svipaður og árið áður, en þó fjölgar enn í hópi ríkja sem hafa afnumið dauðarefsingar með lögum. 23.386 Í árslok 2012 biðu tæplega 24 þúsund manns aft öku eft ir dauðadóm. Í fyrra voru uppkveðnir dauðadómar 201 færri en árið áður. Fullnusta dauðarefsinga 2012 Sameinuðu arab. Furstadæmin 1 Kína 1000+ ? Íran 314+ Írak 129+ Sádi-Arabía 79+ Bandaríkin 43 Jemen 28+ Súdan 19+ Afganistan 14 Gambía 9 Japan 7 N-Kórea 6+ Sómalía 6+ Palestína (Gaza) 6 Taívan 6 Hvíta-Rússland 3+ Botsvana 2 Banglades 1 Suður-Súdan 5+ Indland 1 Pakistan 1 Ríki sem kváðu upp dauðadóma Ríki sem frömdu aft ökur Ríki sem hafa afnumið dauðarefsingar 63 58 28 21 80 67 ■ 2003 ■ 2012 ■ 2003 ■ 2012 Staðfestar aft ökur Dauða- dómar á heimsvísu 1.146 682 2.756 1.722 Áætlun vegna dauðarefsinga í Kína var inni í tölunum árið 2003, en ekki 2012. GRAFÍK/JÓNAS Bandaríkin eru í fimmta sæti með 43 aftökur og eina ríkið á vest- urhveli þar sem slíkt tíðkast. Þetta er sami fjöldi og var árið áður en aðeins níu ríki Bandaríkjanna tóku fólk af lífi í fyrra, samanborið við þrettán ríki árið áður. Þá afnam Connecticut-ríki dauðarefsing- ar með lögum í fyrra og varð þar með sautjánda ríkið af fimmtíu til að gera slíkt. Í skýrslu Amnesty segir að fátt bendi til þess að dauðarefsingar leiði til færri morða og annarra alvarlegra afbrota. Þeim sé víða beitt í pólitískum tilgangi meðal annars til skoðanakúgunar, jafn- vel fyrir afbrot sem teljast ekki til alvarlegra glæpa, eða glæpa yfir- höfuð, samkvæmt alþjóðlegum við- miðum. thorgils@frettabladid.is NÁTTÚRA Loftgæði í Fljótshverfi, austan Kirkjubæjarklausturs, og í Reykjavík mældust langt yfir meðaltali í gær. Á vef Umhverf- isstofnunar sýndu mælar að svifryksmengun væri sautján- falt yfir viðmiðunarmörkum í hádeginu í gær. Við Grensásveg í Reykjavík var mengunin nærri fjórfalt yfir sömu viðmiðunar- mörkum. Mengun mælist svo há í sér- stökum veðurskilyrðum. Í gær stóð vindur úr norðaustri og blés ryki og öskuögnum ofan af jökl- um. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur svifryks- mengun mælst mikil í slíkum veðrum síðan í eldgosunum síð- ustu ár. - bþh Sérstök veðurskilyrði: Svifriksmengun mældist mikil GJÓSKUGOS Mikið öskufall varð í eld- gosinu í Eyjafjallajökli 2010. Gætir þess enn þegar vindur blæs ofan af heiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Miðvikudagur Fremur hægur vindur víðast hvar. DÁLÍTIL ÚRKOMA verður á landinu næstu daga, snjókoma eða él norðanlands en skúrir eða jafnvel slydduél sunnan til. Inn á milli sést til sólar því það verður bjart með köflum að minnsta kosti um hluta landsins. -3° 8 m/s 0° 10 m/s 5° 8 m/s 5° 7 m/s Á morgun Strekkingur NV-lands og allra austast annars hægri vindur. Gildistími korta er um hádegi 3° -2° 1° -3° -3° Alicante Aþena Basel 23° 19° 21° Berlín Billund Frankfurt 22° 16° 24° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 23° 13° 13° Las Palmas London Mallorca 22° 16° 23° New York Orlando Ósló 14° 30° 10° París San Francisco Stokkhólmur 20° 14° 7° 8° 5 m/s 6° 11 m/s 2° 5 m/s 2° 9 m/s 1° 6 m/s 1° 7 m/s -2° 7 m/s 6° 0° 6° 1° 1° LEIT Enn hefur ekkert spurst til Önnu Kristínar Ólafsdóttur sem hefur verið leitað síðan á fimmtu- dagskvöld. Um 50 manns leituðu hennar í gær en fundað verður um framhald leitarinnar í dag. Um helgina var Önnu Kristín- ar meðal annars leitað á fjórum bátum auk þess sem notast var við þyrlu Landhelgisgæslunnar og kafbát. Engar vísbendingar hafa enn fundist um ferðir henn- ar en síðast sást til hennar í Vest- urbæ Reykjavíkur. - mþl Engar vísbendingar fundist: Enn leitað að Önnu Kristínu SAMGÖNGUR Tvær rútur festust í miklu fannfergi á leið ofan af Öxnadalsheiði á þjóðvegi 1 í gær og runnu út í vegkant. Engum varð meint af en björgunarsveit var kölluð til aðstoðar. Um var að ræða rútu og strætisvagn í áætlunarferð á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Stórhríð gerði nyrðra og varð víða ófært eða þungfært. Þá var Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðahættu í gærkvöldi. Undir snjónum var mikil hálka og því illfært fyrir óútbúna bíla. Björgunarsveitin Súlur á Akureyri greip því til þess ráðs að hleypa bílum í litlum hópum á heiðina svo allt gengi greiðlega fyrir sig. Þá voru bílstjórar flutningabíla og hópbíla beðnir um að leggja á heiðina með keðjur á dekkjunum. „Það er fljúgandi hált í brekkunni og bílar á sumardekkjum eiga ekk- ert erindi þangað,“ segir Magnús Viðar Arnarson, formaður Súlna. Í dag spáir Veðurstofa Íslands áfram- haldandi snjókomu í Eyjafirði og norðan kuli eða golu. - bþh Björgunarsveitin Súlur á Akureyri hjálpaði ökumönnum á Öxnadalsheiði: Bílum hleypt í hollum á heiðina SJÓMOKSTUR Vetrartíð er enn á Norð- urlandi og Vestfjörðum. Kalla þurfti til björgunarsveitir í gær til að hjálpa fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.