Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 15. apríl 2013 | MENNING | 17 Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . 1995 kr.bakkinn Boeuf Bourguignon, nautakjötsréttur p g y g 1995kr.bakkinn Marbella kjúklingaréttur Fjölskyldum áltíð fyrir 2-4 m anns Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir v 1995kr.bakkinn Sítrónukjúklingur 1995kr.bakkinn Kjúklingakarríréttur NÝTT OG SPENNANDI! Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.19:30 - 21:00 www.heilsuhusid.is Upplýsingar & skráning í síma 616 8529 og rakel@rakelhealthyliving.com Verð: 4.500 kr. Allir fá hollar og barnvænar uppskriftir með sér heim! RAKEL TEKUR M.A. FYRIR Á NÁMSKEIÐINU: • Hvar byrjar uppbygging á heilbrigði barns • Uppbygging á ónæmiskerfi barna • Dagleg næringarþörf • Hverju þarf að huga að í mataræði barna • Rétt samsett fæða sem samsvarar daglegum þörfum barna • Nauðsynleg vítamín og steinefni fyrir vöxt barna • Hvernig hægt er að stuðla að hollum matarvenjum barna Með RAKEL SIF SIGURÐARDÓTTUR næringar- og heilsuráðgjafa Mánudaginn 22. apríl Örlagaborgin, brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar eftir Einar Má Jónsson kom út í maí í fyrra og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis. Í kvöld stendur Hannesarholt menningarhús fyrir kvöldstund um Örlagaborgina og mun höf- undurinn sjálfur lesa upp og ræða efni bókarinnar. „Þetta er sér- staklega áhugavert núna í ljósi komandi kosninga,“ segir Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri í Hannesarholti. „Þetta verður dálítið eins og opinn leshringur, Einar mun lesa valda kafla úr bókinni og sitja svo fyrir svör- um.“ Björg segir viðburðinn henta öllum, hvort sem þeir hafi lesið bókina eða ekki, en sérstaklega gaman gæti verið fyrir þá sem ósammála eru Einari að koma og rökræða við hann. Hún nefnir enn fremur að ákveðnar tónlist- arlegar tengingar séu í bókinni, en í tilefni þess mun Hilmar Örn Agnarsson tónlistarmaður leika á píanó í bland við upplesturinn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. - hþó Ræðir Örlagaborgina og kennisetningar frjálshyggjunnar Einar Már Jónsson, sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum, mun í kvöld lesa upp og ræða tilurð bókar sinnar Örlagaborgin í Hannesarholti. AFREKASAGA FRJÁLSHYGGJUNNAR Einar Már Jónsson lítur á aðdraganda hrunsins, aðgerðir og aðgerðaleysi í bók sinni Örlagaborginni. LEIKHÚS Núna! Höfundar: Salka Guðmundsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. BORGARLEIKHÚSIÐ SVONA ER ÞAÐ ÞÁ AÐ VERA ÞÖGNIN Í KÓRNUM ★★ ★★★ SKRÍDDU ★★★ ★★ SKÚRINN Á SLÉTTUNNI ★★★★ ★ Borgarleikhúsið frumsýndi 12. apríl síðastliðinn þrjú ný íslensk verk undir yfirskriftinni Núna! Höfund- ar verkanna voru sérstaklega vald- ir til þess að setja upp sýningu um íslenskan veruleika. Í stað þriggja sjálfstæðra verka í fullri lengd eru verkin aðeins um 30 mínútur og sýnd hvert á eftir öðru. Kristín Eysteinsdóttir er leikstjóri sýning- arinnar. Verkin eru ólík en líkt og titillinn felur í sér bregða þau upp mynd af samtímanum og er þar unnið með ýmsar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Fyrst var verk Sölku Guðmunds- dóttur Svona er það þá að vera þögnin í kórnum. Þar notar Salka samskiptamiðilinn Facebook til að draga fram tómleikann og skeyt- ingarleysið sem geta skapast í sam- skiptum nútímans þrátt fyrir aukið aðgengi hvort að öðru. Sýningin leið fyrir sundurleitni. Það voru margar hugmyndir í gangi í einu án sann- færandi tenginga og Lára Hanna Jónsdóttir átti í erfiðleikum með að skapa sannfærandi innsýn inn í hugar heim nauðgunarfórnarlambs. Skríddu eftir Kristínu Eiríksdótt- ur gerist í lítilli reykvískri íbúð. Þar býr víðáttufælinn karlmaður ásamt kærustu sinni en þau reyna í sam- einingu að komast að svörum um ólgandi tilfinningalíf og dularfullt atferli nágranna síns. Verkið féll best að formi sýningarinnar, hand- ritið var hnitmiðað og flutningur Unnar Aspar Stefánsdóttur og Vals Freys Einarssonar hraður og lifandi. Skúrinn á sléttunni eftir Tyrf- ing Tyrfingsson segir frá drykk- felldri eldri konu sem hefur flust frá íslensku krummaskuði til norð- ur-amerísks smábæjar. Tyrfingur skapar hér aumkunarverðar pers- ónur sem dýrka Tom Jones, George Bush og sletta á enskri tungu af mestu snilld. Túlkun Hönnu Maríu Karlsdóttur á íslensk/amerísku drottningunni var frábær. Það sem er vel heppnað við sýn- inguna Núna! er að áhorfendum gefst færi á að kynnast þremur nýjum höfundum á einu kvöldi. Sviðsmynd Helgu Stefánsdóttur var útfærð á mismunandi vegu til þess að reyna að skapa tengingu á milli ólíkra verka. Hins vegar gekk formið ekki upp í öllum tilvikum. Það var erfitt fyrir verkin að ná verulegi flugi og stundum virtust þau hafa verið stytt og aðlöguð að hinum verkunum. Þó það sé áhugavert að Borgar- leikhúsið geri tilraunir með sýn- ingarformið hefði heildarútfærslan verið sterkari ef þau hefðu treyst sér til að veðja á einn höfund. Sólveig Sigurðardóttir NIÐURSTAÐA: Gott tækifæri til að kynnast þremur nýjum höfundum á einu kvöldi. Verkið náði þó ekki almennilegu flugi. Bregða upp mynd af samtímanum ÞRJÚ LEIKVERK Leikverkið Núna! eru þrjú stutt leikverk í einni sýn- ingu. Verkin eru ólík en fjalla öll um samtímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.