Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 15. apríl 2013 | SPORT | 23
s Jóns
HANDBOLTI Íslendingaliðið Team
Tvis Holstebro komst í dag í úrslit
EHF-bikarsins þrátt fyrir tap,
23-17, gegn Midtjylland um helgina.
Holstebro vann fyrri leikinn með
sjö marka mun og skreið því inn í
úrslitaleikinn með eins marks mun.
Landsliðskonan Þórey
Rósa Stefánsdóttir og Rut
Jónsdóttir léku báðar
með Holstebro í leikn-
um. Þ órey
Rósa skoraði
þrjú mörk en
Rut lét sér
eitt mark nægja
að þessu sinni.
L iðið mun
mæta Metz
frá Frakk-
landi í
úrslit-
um.
Komnar í úrslit
EHF-bikarsins
FORMÚLA 1 Ferrari-ökuþórinn
Fernando Alonso vann kínverska
kappaksturinn í Sjanghæ í gær
eftir að Ferrari-liðið stillti upp
frábærri keppnisáætlun. Finn-
inn Kimi Raikkönen varð annar í
Lotus-bílnum.
Keppnin var spennandi alveg til
enda og leiddu fjölmargir mótið á
mismunandi tímum. Dekkin skiptu
miklu máli enda voru mýkri dekk-
in nánast ónothæf vegna þess hve
hratt þau eyddust. Sebastian Vettel
og Jenson Button ásamt Nico Hul-
kenberg ræstu því á harðari gerð-
inni og það gerði þá alla á mismun-
andi tímapunktum að mögulegum
sigurvegurum.
Ferrari-bílarnir tveir náðu frá-
bæru starti og komust á undan
Raikkönen fyrir fyrstu beygju.
Startið hjá Finnanum var lélegt en
hann hélt þó fjórða sætinu fyrstu
hringina. Hamilton þurfti svo
fljótlega að víkja úr fyrsta sætinu
fyrir Alonso og Massa.
Hamilton varð á endanum þriðji
en þurfti að hafa fyrir því á síð-
asta hring þegar Vettel sótti hart
að honum. Aðeins sekúndubrot
skildu þá að þegar yfir endalín-
una var ekið. Jenson Button varð
fimmti fyrir McLaren og Felipe
Massa sjötti.
Daniel Ricciardo í Toro Rosso
varð sjöundi eftir að hafa átt stór-
koslegar tímatökur á laugardag og
staðið sig vel í gær. Paul di Resta
náði að sigla Force India-bílnum í
höfn í áttunda sæti á undan Roma-
in Grosjean og Nico Hulkenberg.
Vettel leiðir enn stigabaráttuna
með 52 stig en Kimi Raikkönen er
nú með 49 og Alonso 43. Það lítur
því út fyrir að titilbaráttan verði
jöfn og skemmtileg í ár.
- bþh
Alonso var hraðastur í Sjanghæ
Spánverjinn Alonso upp í þriðja sætið í stigakeppninni eft ir keppnina í Kína.
FAGNAÐ Hamilton sprautar hér kam-
pavíni yfir Alonso í gær.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Manchester United er
vinsælasta enska knattspyrnu-
liðið á meðal Íslendinga
samkvæmt könnun Þjóðarpúls
Capacent. Úrtakið var 1.422
Íslendingar en svarhlutfallið var
60 prósent.
Samkvæmt könnuninni halda
19 prósent Íslendinga með Man-
chester United en Liverpool er
næstvinsælasta liðið. 17 prósent
Íslendinga halda með Liverpool.
Arsenal er þriðja vinsælasta
liðið á landinu en 7,6 prósent
styðja Skytturnar. 46,2 prósent
svarenda héldu ekki með neinu
sérstöku liði í ensku úrvalsdeild-
inni.
Manchester United og Liverpool
eru sigursælustu lið sögunnar á
Englandi. United hefur hampað
enska meistaratitlinum 19 sinnum
en Liverpool 18 sinnum. - sáp
Man. Utd er
vinsælast