Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 41
| FÓLK | 3HEIMILI
Hjólreiðar eru á allan hátt ákjósanlegar
fyrir alla aldursflokka. Fyrir utan útiveru og
hreyfingu sem hjólreiðamenn fá stuðla þær
að hreinna lofti. Að hjóla í vinnu eða skóla er
þar fyrir utan sparnaður fyrir þá sem annars
færu akandi. Nú er sá tími að renna upp
þegar hjólreiðamönnum fer fjölgandi. Þeim
sem ætla að hjóla lengri vegalengdir er bent
á þessa sniðugu geymslu á hjólið en það er
Art&Design-síða á Facebook sem bendir á
þessa einföldu lausn.
Lítill skápur er smíðaður inn í grind reið-
hjólsins en í honum er hægt að geyma nesti
til fararinnar. Þegar skápurinn er opnaður er
hann fyrirtaks borð fyrir diska og glös. Þeir
sem eru laghentir ættu að geta útbúið þetta
sjálfir.
Reiðhjól eiga sér langa sögu og stöðugt
verða þau fullkomnari. Á árum áður voru
sendlar verslana á reiðhjóli með grind að
framan fyrir vörur. Sendlarnir hjóluðu þá
með vörur úr versluninni heim til viðskipta-
vina en slík var þjónustan í þá daga. Allir
sem hjóla þurfa að muna að nota hjálm.
Einnig er mikilvægt að eiga góðan lás á
hjólið.
SNIÐUGUR SKÁPUR Í REIÐHJÓLINU
VORVERKIN
SÍVINSÆLU
Það styttist í sumardaginn
fyrsta og óhætt að segja að
vorið sé að koma, að minnsta
kosti á suðvesturhorni lands-
ins. Vorið er, hvort sem fólki
líkar það betur eða verr,
tími hreingerninga og þrifa
á heimilum landsins. Með
hækkandi sól og birtu er ekki
lengur hægt að fela rykið og
draslið. Huga þarf að gróðr-
inum og trjánum í garðinum
og hreinsa allt ruslið sem
safnast hefur saman þar yfir
veturinn. Séu svalir eða pallur
á heimilinu þarf að sópa rykið
og öskuna eftir veturinn. Gott
er að huga að ástandi grillsins
tímanlega og hvort lakka þurfi
húsgögn sem eiga að standa
úti yfir sumartímann. Vorið
er tíminn til að hreinsa úr bíl-
skúrnum og hjólageymslunni,
enda safnast þar oft óþarfa
drasl yfir veturinn, auk þess
sem huga þarf að skipulagn-
ingu upp á nýtt. Sleðarnir og
vetrardekkin fara til hliðar og
hjólin og garðverkfærin eru
dregin úr dimmum skotum.
Gluggar heimilisins eru líka
oft skítugir eftir veturinn og
því tilvalið að þvo þá á næstu
vikum svo sólargeislar nái
óáreittir að skína inn á heim-
ilið.
■ MIKILVÆGT
1. Þvoið hendur og fjarlægið
skartgripi af fingrum fyrir
matseld.
2. Hemjið sítt hár í tagli.
3. Notið svuntu.
4. Ekki dýfa smakkskeiðinni
aftur í matinn.
5. Þvoið grænmeti fyrir mat-
seld.
6. Notið mismunandi lit skurð-
arbretti til að forðast kross-
mengun.
7. Vinnið á hreinum fleti.
8. Hnerrið ekki yfir pottana.
9. Ekki geyma kjöt of lengi við
stofuhita.
10. Haldið áhöldum og vaski
hreinum.
11. Tæmið ruslið oft.
12. Haldið gólfinu hreinu.
www.wiki.answers.com
HREINLÆTI Í
ELDHÚSINU
HREINT OG KLÁRT
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15
Þvottahús Úrvalið er hjá okkurFataskápar Sérsmíði
Baðherbergi Góðar hirslur Innbyggðar uppþvottavélar Pottaskápar Allar útfærslur
friform.is
INNRÉTTINGAR
GLÆSILEGAR DANSKAR
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
ÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM,
GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI.