Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 10
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Fastir vextir Óverðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Fastir vextir Verðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Við bjóðum ölbreytt úrval innláns- reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% 36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% Aðalfundur Félags Rafeindavirkja verður haldinn mánudaginn 22. apríl 2013 kl.17:30 á Stórhöfða 27, gengið inn Grafarvogsmegin. Dagskrá: • Baldur Viðar Baldursson forstöðumaður símkerfa hjá Símanum kynnir 4G • Venjuleg aðalfundarstörf • Kosning fulltrúa á ársfund Stafa lífeyrissjóðs • Önnur mál Reykjavík 10. apríl 2013 Stjórn Félags Rafeindavirkja AÐALFUNDUR Félags Rafeindavirkja 1. Hversu löng bið er eftir ADHD- greiningu hjá geðlækni? 2. Hvenær ætlar Hagstofan að hag- vöxtur taki kipp? 3. Hver á að skipa hæstaréttardómara að mati Jóns Steinars Gunnlaugssonar? SVÖRIN HEILBRIGÐISMÁL Þrátt fyrir nið- urskurð hafa hér ekki komið upp sambærileg heilbrigðisvandamál og í löndum á borð við Spán, Portú- gal og Grikkland. „Þar hefur sjálfs- vígstíðni farið vaxandi og smitsjúk- dómar brotist út í síauknum mæli, auk þess sem aðgengi að heilbrigð- isþjónustu hefur versnað til muna,“ segir Geir Gunnlaugsson land- læknir í nýrri grein á heimasíðu Landlæknisembættisins. Geir vitnar til nýlegrar fræði- greinar í vefútgáfu tímaritsins The Lancet, þar sem fjallað var um efnahags- hrunið og áhrif þess á lýðheilsu. Greinarhöfund- ar bendi á að hér hafi félags- legt öryggis- net verið styrkt og áhersla lögð á að hafa fólk í vinnu, auk fleiri þátta. „Afleiðing þessa sé meðal annars að sjálfs- vígum hafi ekki fjölgað á Íslandi í kjölfar kreppunnar og könnun á heilsu og líðan Íslendinga hafi sýnt að hrunið hafi lítil áhrif haft á ham- ingju þjóðarinnar,“ segir Geir. Þá bendir landlæknir á niður- stöður nýbirtrar rannsóknar á árangri heilbrigðisstefnu í 43 Evrópuríkjum. Þar sé Ísland í þriðja sæti á eftir Svíþjóð og Noregi. Lakasta útkomu fengu Úkraína, Rússland og Armenía. Í samanburðinum er að mestu stuðst við gögn frá 2008. - óká Ísland er í þriðja sæti í samanburði á heilbrigðisstefnu fjörutíu og þriggja Evrópuríkja: Glímum ekki við heilbrigðisvanda Grikkja GEIR GUNNLAUGSSON Á LANDSPÍTALANUM Íslensk heilbrigðis stefna kemur vel út í alþjóð- legum samanburði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NORÐUR-KÓREA John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Norður-Kóreumenn vera að ein- angra sig enn frekar með kjarn- orkuhótunum sínum. Kerry ferðað- ist um Asíu um helgina og ræddi við leiðtoga nágrannaríkja Norður-Kór- eu um ástandið sem skapast hefur. „Bandaríkin munu verja banda- menn sína eins og nauðsynlegt þykir gegn þessum árásum. Okkar fyrsta val er hins vegar að ræða saman,“ sagði Kerry á frétta- mannafundi í Tókýó með Fumio Kishida, utanríkisráðherra Japan, í gær. Þar sagði hann jafnframt að mik- ilvægt væri fyrir Norður-Kóreu að skilja hvaða afleiðingar hótanir þeirra munu hafa fyrir þá sjálfa. Stjórnvöld í Seúl, Peking, Tókýó og Washington hafa, að sögn Kerry, tekið höndum saman gegn Norður- Kóreu og er markmiðið kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga. Norður-Kórea hefur stöðugt hótað kjarnorkuárásum á valin skotmörk í Suður-Kóreu og á meg- inlandi Norður-Ameríku síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu við- skiptaþvinganir sínar á landið. Forgangsatriði að reyna samningaleið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga nágrannaríkja Norður-Kóreu í Asíu. Stjórnvöld í Pjongjang eru hvött til að setjast að samningaborðinu. FYLKIR LIÐI John Kerry ferðaðist um Asíu um helgina og heimsótti Suður- Kóreu, Kína og Japan þar sem hann hélt blaðamannafund með Fumio Kishida, utanríkisráðherra Japan. NORDICPHOTOS/AFP Stjórnvöld í Pjongjang hafa svo talið heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sunnan landamær- anna á Kóreuskaga vera stríðsund- irbúning og þannig réttlætt endur- lífgaða kjarnorkuáætlun sína. Þrátt fyrir hótanirnar telja sér- fræðingar ólíklegt að Norður- Kórea sendi kjarnorkuflaugar af stað. Þá er talið að eldflaugar þeirra dragi ekki nógu langt til að geta grandað skotmörkum í Banda- ríkjunum, ef Alaska er undanskilin. birgirh@frettabladid.is Norður-Kórea Rússland Banda- ríkin Kína Indland Ástralía 1 2 3 4 SKOTSVIÐ FLAUGANNA 1 1.000 km 2 2.200 km 3 4.000 km 4 6.000 km ©GRAPHIC NEWS SKOTSVIÐ FLAUGA NORÐUR-KÓREU TAEPODONG-2 2. eða 3. stigs skot- flaug. Prófuð tvisvar og misheppnaðist í bæði skipti. Skot- sviðið er líklega 6.000 km. 1. Allt að ársbið. 2. Á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. 3. Ráðherra. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.