Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.04.2013, Qupperneq 10
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Fastir vextir Óverðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Fastir vextir Verðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Við bjóðum ölbreytt úrval innláns- reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% 36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% Aðalfundur Félags Rafeindavirkja verður haldinn mánudaginn 22. apríl 2013 kl.17:30 á Stórhöfða 27, gengið inn Grafarvogsmegin. Dagskrá: • Baldur Viðar Baldursson forstöðumaður símkerfa hjá Símanum kynnir 4G • Venjuleg aðalfundarstörf • Kosning fulltrúa á ársfund Stafa lífeyrissjóðs • Önnur mál Reykjavík 10. apríl 2013 Stjórn Félags Rafeindavirkja AÐALFUNDUR Félags Rafeindavirkja 1. Hversu löng bið er eftir ADHD- greiningu hjá geðlækni? 2. Hvenær ætlar Hagstofan að hag- vöxtur taki kipp? 3. Hver á að skipa hæstaréttardómara að mati Jóns Steinars Gunnlaugssonar? SVÖRIN HEILBRIGÐISMÁL Þrátt fyrir nið- urskurð hafa hér ekki komið upp sambærileg heilbrigðisvandamál og í löndum á borð við Spán, Portú- gal og Grikkland. „Þar hefur sjálfs- vígstíðni farið vaxandi og smitsjúk- dómar brotist út í síauknum mæli, auk þess sem aðgengi að heilbrigð- isþjónustu hefur versnað til muna,“ segir Geir Gunnlaugsson land- læknir í nýrri grein á heimasíðu Landlæknisembættisins. Geir vitnar til nýlegrar fræði- greinar í vefútgáfu tímaritsins The Lancet, þar sem fjallað var um efnahags- hrunið og áhrif þess á lýðheilsu. Greinarhöfund- ar bendi á að hér hafi félags- legt öryggis- net verið styrkt og áhersla lögð á að hafa fólk í vinnu, auk fleiri þátta. „Afleiðing þessa sé meðal annars að sjálfs- vígum hafi ekki fjölgað á Íslandi í kjölfar kreppunnar og könnun á heilsu og líðan Íslendinga hafi sýnt að hrunið hafi lítil áhrif haft á ham- ingju þjóðarinnar,“ segir Geir. Þá bendir landlæknir á niður- stöður nýbirtrar rannsóknar á árangri heilbrigðisstefnu í 43 Evrópuríkjum. Þar sé Ísland í þriðja sæti á eftir Svíþjóð og Noregi. Lakasta útkomu fengu Úkraína, Rússland og Armenía. Í samanburðinum er að mestu stuðst við gögn frá 2008. - óká Ísland er í þriðja sæti í samanburði á heilbrigðisstefnu fjörutíu og þriggja Evrópuríkja: Glímum ekki við heilbrigðisvanda Grikkja GEIR GUNNLAUGSSON Á LANDSPÍTALANUM Íslensk heilbrigðis stefna kemur vel út í alþjóð- legum samanburði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NORÐUR-KÓREA John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Norður-Kóreumenn vera að ein- angra sig enn frekar með kjarn- orkuhótunum sínum. Kerry ferðað- ist um Asíu um helgina og ræddi við leiðtoga nágrannaríkja Norður-Kór- eu um ástandið sem skapast hefur. „Bandaríkin munu verja banda- menn sína eins og nauðsynlegt þykir gegn þessum árásum. Okkar fyrsta val er hins vegar að ræða saman,“ sagði Kerry á frétta- mannafundi í Tókýó með Fumio Kishida, utanríkisráðherra Japan, í gær. Þar sagði hann jafnframt að mik- ilvægt væri fyrir Norður-Kóreu að skilja hvaða afleiðingar hótanir þeirra munu hafa fyrir þá sjálfa. Stjórnvöld í Seúl, Peking, Tókýó og Washington hafa, að sögn Kerry, tekið höndum saman gegn Norður- Kóreu og er markmiðið kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga. Norður-Kórea hefur stöðugt hótað kjarnorkuárásum á valin skotmörk í Suður-Kóreu og á meg- inlandi Norður-Ameríku síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu við- skiptaþvinganir sínar á landið. Forgangsatriði að reyna samningaleið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga nágrannaríkja Norður-Kóreu í Asíu. Stjórnvöld í Pjongjang eru hvött til að setjast að samningaborðinu. FYLKIR LIÐI John Kerry ferðaðist um Asíu um helgina og heimsótti Suður- Kóreu, Kína og Japan þar sem hann hélt blaðamannafund með Fumio Kishida, utanríkisráðherra Japan. NORDICPHOTOS/AFP Stjórnvöld í Pjongjang hafa svo talið heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sunnan landamær- anna á Kóreuskaga vera stríðsund- irbúning og þannig réttlætt endur- lífgaða kjarnorkuáætlun sína. Þrátt fyrir hótanirnar telja sér- fræðingar ólíklegt að Norður- Kórea sendi kjarnorkuflaugar af stað. Þá er talið að eldflaugar þeirra dragi ekki nógu langt til að geta grandað skotmörkum í Banda- ríkjunum, ef Alaska er undanskilin. birgirh@frettabladid.is Norður-Kórea Rússland Banda- ríkin Kína Indland Ástralía 1 2 3 4 SKOTSVIÐ FLAUGANNA 1 1.000 km 2 2.200 km 3 4.000 km 4 6.000 km ©GRAPHIC NEWS SKOTSVIÐ FLAUGA NORÐUR-KÓREU TAEPODONG-2 2. eða 3. stigs skot- flaug. Prófuð tvisvar og misheppnaðist í bæði skipti. Skot- sviðið er líklega 6.000 km. 1. Allt að ársbið. 2. Á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. 3. Ráðherra. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.