Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 54
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26 MÁNUDAGSLAGIÐ Efldu einbeitninguna Efldu einbeitinguna og auktu líkamlegt þol með töku Arctic Root og Fjörefna. 20% afsláttur í apríl! Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður á Ítalíu liggja nokkur undurfögur stöðuvötn, sum tilheyra alfarið Ítalíu, önnur eiga líka landamæri að Sviss. Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri til að kynnast nánar þessu einstaka svæði á Norður-Ítalíu. Fararstjóri: Hlíf Ingibjörnsdóttir Um ferðina: LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS á mann í tvíbýli. Gist verður við Lago Maggiore í 4 nætur og við Comovatn í 3 nætur. 192.600 KR.- Ítalía heillar 11. - 18. júní Mjög mikið innifalið „Ég er búin að vera með þessa hugmynd í maganum í mörg ár og nú er þetta loks- ins að verða að veruleika,“ segir Ragna Kjartans dóttir sem gefur út sína fyrstu sólóplötu í haust. Ragna er þekkt úr rappsveitinni Subterr- anean en sextán ár eru síðan sveitin gaf síðast frá sér efni. Platan er fyrsta sóló- verkefni Rögnu sem í byrjun þessa árs fékk styrki fyrir gerð hennar frá bæði Hlaðvarp- anum og menntamálaráðuneytinu. „Boltinn byrjaði að rúlla í byrjun árs en ég hef verið með hugann við tónlistina þó að ég hafi ekki gefið neitt út síðastliðin ár.” Ragna heldur listamannsnafninu sínu, Cell 7, frá tímanum í Subterranean og segir það hafa sína kosti og galla að vera ein á báti í tónlistarsmíðinni. Hún er menntaður hljóðmaður frá New York og starfar nú sem hljóðmaður hjá Stúdíó Sýrlandi. „Rappið er fjölbreytt og mér leiðist að tala um það sem eina tónlist- arstefnu. Platan verður rappplata en þó ekki rapp í sínu hreinasta formi.” Ef allt gengur að óskum ætlar Ragna að koma fram á rappkeppninni Rappþul- an 2013 sem fer fram þann 19.apríl. - áp Rappari snýr aft ur eft ir 16 ára hlé Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7 úr rappsveitinni Subterranean, vinnur að nýrri sólóplötu. PLATA Á LEIÐINNI Ragna Kjartansdóttir gefur út sína fyrstu sólóplötu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég myndi alveg örugglega setja Pál Óskar á fóninn og hlusta á Allt fyrir ástina. Ég er forfallinn aðdáandi Palla og hann kemur mér alltaf í stuð.“ Björn Ingi Halldórsson, stofnandi stefnu- móta síðunnar Makaleit.is. Sýna kærleik í verki á tónleikum Tónlistarfólk tekur höndum saman með Kærleikssjóðnum og heldur tónleika til styrktar Landssamtökum foreldra sem misst hafa börn sín í skyndidauða. Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýn- ingar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarn- eyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjöl- hæf listakona. Hún er greind með Asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum svið- um,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber tit- ilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spil- ar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóð- færin og syngur, yrðu útgáfutón- leikar flóknir í framkvæmd. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kring- um hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á ein- hverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leið- inni.“ Þannig fær myndlist Bjarn- eyjar líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöð- unni, Litla-Garði, sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningar- innar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. halla@frettabladid.is Listasýning byggð á verkum litlu frænku Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir gefur út hljómplötu með frænku sinni Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, en hún er greind með Asperger-heilkenni. Í stað útgáfutónleika standa frænkurnar fyrir listasýningu á Akureyri. SKAPANDI SKÖRUNGAR Frænkurnar Anna Gunndís og Bjarney Anna sitja ekki auðum höndum heldur gefa bæði út hljómplötu og opna listasýningu. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Talið er að allt að 5-7 af hverjum 1.000 séu með Asperger-heilkenni og að það sé 5-10 sinnum algengara hjá drengjum en stúlkum. Einkenni Asper- ger eru mörg hin sömu og í einhverfu en taka til færri hegðunarþátta og eru sjaldan eins sterk. Algengara hjá drengjum en stúlkum Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfu- rófinu. Kærleikssjóður Stefaníu var stofnaður fyrir níu árum af foreldrum Stefaníu Guð- rúnar Pétursdóttur sem lést af slysförum 18 ára að aldri. Sjóðurinn stendur nú fyrir tónleikum í Háskólabíói fimmtudaginn 18. apríl klukkan 20. Þar munu koma fram margir af helstu tónlistarmönnum lands- ins, meðal annars Bubbi, Stebbi og Eyfi, KK og Ellen, Magni og Ragnheiður Grön- dal. Eyþór Ingi mun svo flytja Eurovision- lagið Ég á líf. Þriðjungur ágóðans mun renna til nýstofnaðra Landssamtaka foreldra sem misst hafa börn sín í skyndidauða. Lena Rós Matthíasdóttir er framkvæmdastýra samtakanna. „Foreldrar sem missa börn með skyndilegum hætti, af slysförum, vegna skyndilegra veikinda eða sjálfs- víga upplifa gífurlegt áfall sem þau hafa ekki getað búið sig undir með nokkrum hætti,“ segir Lena. „Samtökin voru stofn- uð til að styðja þessa foreldra, miðla þekk- ingu, benda á viðburði og fleira.“ Auk þess geta foreldrar sótt um hvíldargistingu í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal. Tvisvar KÆRLEIKSSJÓÐUR STEFANÍU var stofn- aður í minningu Stefaníu Guð- rúnar Péturs- dóttur. Hún lést af slysförum 18 ára. MIKILVÆGT VERKEFNI Sr. Lena Rós Matthías- dóttir er framkvæmdastýra Landssamtaka foreldra sem hafa misst börn í skyndidauða. MYND/GVA á ári munu samtökin standa fyrir fræðsluviðburðum. „Í haust munum við halda fræðslu fyrir fjölskyld- ur barna á grunn- skólaaldri, því áfall- ið er auðvitað mikið að missa systkini.“ Miða á Kærleiks- tónleikana má nálgast á midi. is og í versl- unum Brims á Laugavegi og í Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.