Fréttablaðið - 15.04.2013, Page 54
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26
MÁNUDAGSLAGIÐ
Efldu
einbeitninguna
Efldu einbeitinguna
og auktu líkamlegt
þol með töku Arctic
Root og Fjörefna.
20% afsláttur í
apríl!
Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður
á Ítalíu liggja nokkur undurfögur
stöðuvötn, sum tilheyra alfarið Ítalíu,
önnur eiga líka landamæri að Sviss.
Í þessari fallegu ferð gefst einstakt
tækifæri til að kynnast nánar þessu
einstaka svæði á Norður-Ítalíu.
Fararstjóri: Hlíf Ingibjörnsdóttir
Um ferðina:
LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS
á mann í tvíbýli.
Gist verður við Lago Maggiore í
4 nætur og við Comovatn í 3 nætur.
192.600 KR.-
Ítalía heillar
11. - 18. júní
Mjög mikið innifalið
„Ég er búin að vera með þessa hugmynd
í maganum í mörg ár og nú er þetta loks-
ins að verða að veruleika,“ segir Ragna
Kjartans dóttir sem gefur út sína fyrstu
sólóplötu í haust.
Ragna er þekkt úr rappsveitinni Subterr-
anean en sextán ár eru síðan sveitin gaf
síðast frá sér efni. Platan er fyrsta sóló-
verkefni Rögnu sem í byrjun þessa árs fékk
styrki fyrir gerð hennar frá bæði Hlaðvarp-
anum og menntamálaráðuneytinu. „Boltinn
byrjaði að rúlla í byrjun árs en ég hef verið
með hugann við tónlistina þó að ég hafi ekki
gefið neitt út síðastliðin ár.”
Ragna heldur listamannsnafninu sínu,
Cell 7, frá tímanum í Subterranean og
segir það hafa sína kosti og galla að
vera ein á báti í tónlistarsmíðinni. Hún
er menntaður hljóðmaður frá New York
og starfar nú sem hljóðmaður hjá Stúdíó
Sýrlandi. „Rappið er fjölbreytt og mér
leiðist að tala um það sem eina tónlist-
arstefnu. Platan verður rappplata en þó
ekki rapp í sínu hreinasta formi.”
Ef allt gengur að óskum ætlar Ragna
að koma fram á rappkeppninni Rappþul-
an 2013 sem fer fram þann 19.apríl.
- áp
Rappari snýr aft ur eft ir 16 ára hlé
Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7 úr rappsveitinni Subterranean, vinnur að nýrri sólóplötu.
PLATA Á LEIÐINNI Ragna Kjartansdóttir gefur út sína fyrstu
sólóplötu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Ég myndi alveg örugglega setja Pál
Óskar á fóninn og hlusta á Allt fyrir
ástina. Ég er forfallinn aðdáandi
Palla og hann kemur mér alltaf í
stuð.“
Björn Ingi Halldórsson, stofnandi stefnu-
móta síðunnar Makaleit.is.
Sýna kærleik í verki á tónleikum
Tónlistarfólk tekur höndum saman með Kærleikssjóðnum og heldur tónleika til
styrktar Landssamtökum foreldra sem misst hafa börn sín í skyndidauða.
Anna Gunndís Guðmundsdóttir
leikkona er um þessar mundir að
vinna að uppsetningu listasýn-
ingar í Hlöðunni í Litla-Garði á
Akureyri í samstarfi við Bjarn-
eyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku
sína.
„Sýningin byggir í rauninni
á verkum litlu frænku minnar,
Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjöl-
hæf listakona. Hún er greind með
Asperger-heilkenni og hefur verið
að vera að semja tónlist, sögur og
texta og mála og teikna og er mjög
skapandi á eiginlega öllum svið-
um,“ segir Anna Gunndís.
Nú eru þær frænkur að leggja
lokahönd á hljómplötu sem ber tit-
ilinn Rat Manicure, en hún kemur
út í vikunni. „Platan inniheldur lög
eftir Bjarneyju, þar sem hún spil-
ar á öll hljóðfærin og syngur líka.“
Sýningin er hugsuð sem nokkurs
konar umgjörð í kringum plötuna,
í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess
að Bjarney spilar bæði á öll hljóð-
færin og syngur, yrðu útgáfutón-
leikar flóknir í framkvæmd.
Sýningin verður opnuð laugar-
daginn 20. apríl og verður opin
laugardag og sunnudag þá helgi
og helgina á eftir frá 14-18.
„Við byggjum litla heima í kring-
um hvert lag og reynum að flétta
inn einkennum þess að vera á ein-
hverfurófinu. Sýningargestirnir fá
að upplifa lögin einir í sínum bás,
sem er hannaður í kringum þetta
tiltekna lag. Þannig fá þeir næði
til þess að hlusta á lagið og verða
fyrir sjónrænni upplifun í leið-
inni.“ Þannig fær myndlist Bjarn-
eyjar líka pláss í sýningunni.
Gestir geta komið hvenær sem
er á opnunartíma, en sýningin
verður opin sem fyrr segir tvær
helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöð-
unni, Litla-Garði, sem er beint á
móti flugvellinum á Akureyri.
Aðrir aðstandendur sýningar-
innar eru Jóhannes Fossdal og
Einar Aðalsteinsson og fjölskylda
og vinir hafa einnig lagt hönd á
plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu
unga fólksins.
halla@frettabladid.is
Listasýning byggð á
verkum litlu frænku
Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir gefur út hljómplötu með frænku
sinni Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, en hún er greind með Asperger-heilkenni.
Í stað útgáfutónleika standa frænkurnar fyrir listasýningu á Akureyri.
SKAPANDI SKÖRUNGAR Frænkurnar Anna Gunndís og Bjarney Anna sitja ekki
auðum höndum heldur gefa bæði út hljómplötu og opna listasýningu.
MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Talið er að allt að 5-7 af hverjum 1.000 séu með Asperger-heilkenni og að
það sé 5-10 sinnum algengara hjá drengjum en stúlkum. Einkenni Asper-
ger eru mörg hin sömu og í einhverfu en taka til færri hegðunarþátta og
eru sjaldan eins sterk.
Algengara hjá drengjum en stúlkum
Við byggjum litla
heima í kringum
hvert lag og reynum að
flétta inn einkennum
þess að vera á einhverfu-
rófinu.
Kærleikssjóður Stefaníu var stofnaður
fyrir níu árum af foreldrum Stefaníu Guð-
rúnar Pétursdóttur sem lést af slysförum
18 ára að aldri. Sjóðurinn stendur nú fyrir
tónleikum í Háskólabíói fimmtudaginn 18.
apríl klukkan 20. Þar munu koma fram
margir af helstu tónlistarmönnum lands-
ins, meðal annars Bubbi, Stebbi og Eyfi,
KK og Ellen, Magni og Ragnheiður Grön-
dal. Eyþór Ingi mun svo flytja Eurovision-
lagið Ég á líf.
Þriðjungur ágóðans mun renna til
nýstofnaðra Landssamtaka foreldra sem
misst hafa börn sín í skyndidauða. Lena
Rós Matthíasdóttir er framkvæmdastýra
samtakanna. „Foreldrar sem missa börn
með skyndilegum hætti, af slysförum,
vegna skyndilegra veikinda eða sjálfs-
víga upplifa gífurlegt áfall sem þau hafa
ekki getað búið sig undir með nokkrum
hætti,“ segir Lena. „Samtökin voru stofn-
uð til að styðja þessa foreldra, miðla þekk-
ingu, benda á viðburði og fleira.“ Auk þess
geta foreldrar sótt um hvíldargistingu í
Skálholti og á Hólum í Hjaltadal. Tvisvar
KÆRLEIKSSJÓÐUR
STEFANÍU var stofn-
aður í minningu
Stefaníu Guð-
rúnar Péturs-
dóttur. Hún lést
af slysförum 18
ára.
MIKILVÆGT VERKEFNI Sr. Lena Rós Matthías-
dóttir er framkvæmdastýra Landssamtaka foreldra
sem hafa misst börn í skyndidauða. MYND/GVA
á ári munu samtökin standa
fyrir fræðsluviðburðum. „Í
haust munum við halda
fræðslu fyrir fjölskyld-
ur barna á grunn-
skólaaldri, því áfall-
ið er auðvitað mikið
að missa systkini.“
Miða á Kærleiks-
tónleikana má
nálgast á midi.
is og í versl-
unum Brims á
Laugavegi og í
Kringlunni.