Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILI Verslunin Persía hefur um árabil selt klassísk teppi með mismunandi mynstrum og litum. Nýlega hóf versl- unin að selja patchwork-teppi eða bútasaumsteppi. Þessi teppi þykja hentug til að tengja saman nútíma- stíl við þann klassíska, eftir því sem Sigurður Sigurðsson, eigandi verslun- arinnar, segir. „Mynstur og litir klass- ískra teppa eiga oft uppruna aftur í aldir. Tíðarandi hverju sinni hefur þó áhrif á vinsældir. Litirnir taka mið af því sem er að gerast í umhverfinu og fylgja þannig tískustraumum. Í dag eru ljósir litir áberandi svo og hlýir litir. Mynstur eru hins vegar eitthvað sem breytist lítið, helst eru áherslubreyt- ingar þannig að ein tegund er ríkjandi einn áratuginn en önnur þann næsta. Tabriz-mynstur (persneska stjarnan) var til dæmis mjög vinsælt á 8. og 9. áratugnum en í dag eru símynstruð teppi meira áberandi. Á hinni árlegu teppasýningu Domo- tex í Þýskalandi, sem haldin var í janúar, veðjuðu framleiðendur á að patchwork-teppin með bútasaumsútlit- inu væru þau sem koma skyldi en sala á þeim hefur farið fram úr björtustu vonum á þessu ári,“ segir Sigurður. EINS OG BÚTASAUMUR PERSÍA KYNNIR Ýmiss konar mottur urðu afar vinsælar þegar gólfefni breyttust. Nú eru flest heimili með parket eða flísar á gólfum. NÝR STÆLL Sigurður Sigurðsson hjá Persíu segir að mottur með bútasaumsútliti séu að ryðja sér til rúms. MYND/GVA Hjá Brúnás starfa sérfræðingar í eftirlíkingum náttúrulegra steina. Mig langaði til að nýta þessa sérhæfingu og hanna vöru sem er eins konar eftirlíking af stuðlabergi,“ segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður en hún frumsýndi á Hönnunarmars þrjú box sem nýta má sem geymslu, borð og kolla. Boxin hannaði hún sérstaklega fyrir Brúnás í samstarfi við Make by Þorpið. „Boxin eru rétt að verða tilbúin til framleiðslu og sölu. Við notum minni plötur af steinlíki frá verkstæði Brúnáss í boxin, sem venjulega eru of litlar til að nota í borðflöt í innréttingu. Þannig stuðla þau að betri nýtingu efniviðar- ins,“ útskýrir Þórunn. „Stuðlarnir eru skemmtilega geómetrískir og hafa fallegt skuggaspil. Ég lék mér aðeins með að raða efninu í mynstur, svo grá- tónarnir í þeim annaðhvort ýki þrívídd- ina eða blekki áhorfandann. Hægt er að nýta boxin stök eða raða þeim saman á ýmsan hátt og mynda þannig stærri borðflöt sem spilar með augað.“ Þórunn sýndi Berg á samsýningu Félags vöru- og iðnhönnuða sem fram fór í Hörpu á Hönnunarmars. Hún segir sýninguna hafa gengið vel og boxin hafa vakið talsverða athygli. „Þau fengu frábærar viðtökur og ég fékk umfjöllun á nokkrum bloggsíðum, meðal annars Disegno Daily og Dezeen, sem eru báðar mikið lesnar síður og vinsælar um allan heim. Það er alltaf frábært að ná til svona miðla til að vera sýnileg á alþjóðlegum vettvangi og auð- vitað góðs viti þess að maður sé að gera eitthvað áhugavert,“ segir Þór- unn. Nánar má forvitnast um hönnun Þórunnar á vefsíðunni www.thorunnde- sign.com. ■ heida@365.is NÝTA AFGANGANA ÍSLENSK HÖNNUN Þórunn Árnadóttir hefur hannað nýja línu húsgagna fyrir Brúnás innréttingar sem hún kallar Berg. Í línuna eru notuð efni sem annars færu til spillis. Hún frumsýndi Berg á Hönnunarmars og hlaut góðar viðtökur. NÁNAR Berg er unnið í samstarfi við Make by Þorpið og er hluti af stærra samstarfsverk- efni þar sem kost- ir og möguleikar til vöruþróunar og framleiðslu á Aust- urlandi eru kann- aðir. Lesa má um framgang verk- efnisins á http:// make.is/Thorunn- Arnadottir/. Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. apríl Virka daga kl. 6.50 – 9 Á hraðleið inn í daginn Heimir og Kolla Virka daga kl. 6.50 – 9 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.