Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 4
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 FJÖLSMIÐJAN Styður ungmenni inn á vinnumarkaðinn. REYKJAVÍK Fjölsmiðjan, vinnu- setur fólks á aldrinum 16 til 24 ára, óskar eftir auknu fjárfram- lagi frá sveitarfélögum. Þorbjörn Jensson, forstöðumað- ur Fjölsmiðjunnar, kynnti beiðn- ina og starfsemi Fjölsmiðjunnar á síðasta fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu (SSH). Þar voru einnig lögð fram drög að nýjum samningi, sem stjórnin hafnaði að sam- þykkja að svo stöddu. „Stjórn SSH telur að fyrir þurfi að liggja greining á rekstri Fjöl- smiðjunnar, afkomu og fjárþörf áður en tekin verður afstaða til erindis Fjölsmiðjunnar um hækk- un á almennu rekstrarframlagi aðildarsveitarfélaganna,“ sam- þykkti stjórn SSH. - gar Styrkbeiðni til sveitarfélaga: Greina rekstur Fjölsmiðjunnar 207,5159 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,8 117,36 177,98 178,84 152,27 153,13 20,424 20,544 19,999 20,117 17,876 17,98 1,1703 1,1771 175,35 176,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 22.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is MANNRÉTTINDI „Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáning- arnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera. Hún er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á bágbornum rétti samkynhneigðra og transfólks (LBGT) í heimalandi sínu Úganda þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Kasha hefur þurft að sæta mikl- um ofsóknum fyrir kynhneigð sína, hefur margsinnis verið fang- elsuð og beitt ofbeldi. Þrátt fyrir það virðist hún hafa óþrjótandi drifkraft. „Ég er mjög heppin að eiga fjöl- skyldu sem styður mig, svo ég hef aldrei þurft að fara í felur,“ segir Kasha sem segir fjölskyldu sína hafa þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga. „Ég var rekin úr þrem- ur skólum meðal annars fyrir að skrifa ástarbréf til stúlku. Fólk sagði mig andsetna og mér var útskúfað þegar ég var unglingur. En ég gat verið ég sjálf af því að ég á góða að. Ég vil berjast fyrir þau sem ekki eiga neitt bakland.“ Árið 2010 birti úgandska frétta- blaðið Rolling Stone myndir og nöfn fólks sem blaðið staðhæfði að væri hommar eða lesbíur. Fyrir- sögnin með umfjölluninni var „Hengjum þau“. Nafn Köshu og vinar hennar, Davids Kato, voru þar á meðal. Þau kærðu blaðið fyrir að hvetja til ofbeldis og brutu þar með blað í réttindasögu sam- kynhneigðra í landinu. David Kato var myrtur í kjölfarið. „Ég hef þurft að sjá á eftir svo mörgu góðu fólki,“ segir Kasha og gerir hlé á máli sínu. Þrátt fyrir þykkan skrápinn er augljóst að ofsóknirnar hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Sumir hafi séð sér þann kost vænstan að flýja frá Úganda en í hennar huga kemur það ekki til greina. „Þá hafa þeir unnið. Þeir mega ekki vinna. Bar- áttan verður að eiga andlit og það er köllun mín að vera það andlit.“ Kasha verður á Íslandi í tíu daga. Hún hyggst hitta fyrir ráð- herra og hefur nú þegar hitt Jón Gnarr borgarstjóra og eiginkonu hans. „Ég ætla líka að ferðast um landið og fara í Bláa lónið. Svo langar mig að kynnast sem flest- um Íslendingum til að koma á tengslum milli þjóðanna.“ maria@frettabladid.is Beitt ofbeldi og fangelsuð vegna kynhneigðar sinnar Kasha Nabagesera er stödd hér á landi til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra í Úganda. Hún hefur oft hætt lífi sínu fyrir málstaðinn en þrátt fyrir ofsóknir og morðhótanir lætur hún ekki deigan síga. VILL EFLA TENGSLIN Kasha vill brúa bilið á milli Íslendinga og Úgandabúa. Hún segir það nauðsynlegt baráttu samkynhneigðra í Afríku að geta horft til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kasha er stofnandi og framkvæmdastjóri samtakanna Freedom and Roam Uganda. Samtökin eru stærstu baráttusamtök hinsegin kvenna í Úganda og stóðu, ásamt öðrum, fyrir fyrstu Gay pride-göngu landsins í fyrra. Í göngunni tóku þátt um 150 manns. Þau voru flest fangelsuð að göngu lokinni en göngufólkið vakti heimsathygli fyrir hugrekkið. „Það verður önnur ganga farin í ár, og ég reikna með að hún verði örlítið stærri þó ég búist ekki við neinum rosalegum fjölda. Fólk er enn svo hrætt,“ segir Kasha. Meðlimur samtakanna kom hingað til lands í fyrra til þess að fylgjast með framkvæmd íslensku göngunnar. „Það gefur okkur svo mikinn styrk að sjá hvernig málum er háttað hér, að það sé hægt að lifa frjáls í eigin skinni, fordómalaust. Mig langar að eignast hér vini og stuðningsfólk. Hóp sem við getum leitað ráða hjá, hóp sem skilur okkur og gefur okkur von.“ FANGELSUÐ EFTIR GAY PRIDE-GÖNGU Kasha Nabagesera verður viðstödd sýningu bíómyndarinnar Kallið mig Kuchu í bíói Paradís í kvöld. Myndin fjallar um baráttu samkynhneigðra í Afríku. Áhorfendum myndarinnar gefst svo kostur á að spjalla við Köshu, sem situr fyrir svörum að mynd lokinni. Einnig verður Kasha með hádegisfyrirlestur í Háskóla Íslands á morgun, miðvikudag um málefni hinsegin fólks. Fyrirlesturinn verður í Öskju, stofu 132. Kasha situr fyrir svörum Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur - sumardagurinn fyrsti NA-átt, 5-10 m/s. LITLAR BREYTINGAR Í dag má búast við strekkingi norðvestantil en vindur verður hægari annars staðar. NA-áttin verður ríkjandi í dag og næstu daga og búast má við skúrum eða slydduéljum sunnantil en snjóéljum norðanlands. -1° 13 m/s 1° 12 m/s 4° 5 m/s 6° 5 m/s Á morgun Strekkingur vestast, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 3° -3° 2° -2° -2° Alicante Aþena Basel 19° 22° 19° Berlín Billund Frankfurt 16° 11° 19° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 18° 10° 10° Las Palmas London Mallorca 23° 20° 22° New York Orlando Ósló 11° 26° 13° París San Francisco Stokkhólmur 17° 21° 12° 3° 7 m/s 5° 10 m/s 1° 6 m/s 1° 5 m/s 1° 4 m/s 2° 11 m/s -1° 4 m/s 3° -3° 2° -1° -2° EFNAHAGSMÁL Gengi krónunnar hefur styrkst umtalsvert á síðustu vikum og hefur ekki verið sterkara síðan á haustmánuðum árið 2010. Gengisstyrkingin hefur haft áhrif á þróun verðlags en útlit er fyrir að verðbólgan verði sú lægsta í tvö ár. Gengisvísitala krónunnar var 206,5 stig í gær en til samanburðar var hún 231,0 stig um áramótin og 234,8 þegar hún fór hæst í janúar. Síðan hefur krónan styrkst um ríf- lega 12% en því hærri sem gengis- vísitalan er því veikari er krónan. Einn áhrifaþáttur í styrkingu krónunnar er sá að Seðlabankinn hefur frá því í janúar reglulega selt evrur á gjaldeyrismarkaði til að styðja við gengi krónunnar. Styrking krónunnar hefur áhrif á verðbólgu í gegnum verð inn- fluttra vara. Í mars var verðbólga 3,9% sem var lægsta mæling henn- ar frá maí 2011. Þá spá greiningar- deildir bankanna því að verðbólg- an í apríl hafi verið 2,9% til 3,2% en Hagstofan birtir mælingu sína ekki fyrr en í næstu viku. - mþl Styrking krónunnar hefur lækkað verð innfluttra vara og þar með verðbólgu: Krónan ekki sterkari síðan 2010 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 235 230 225 220 215 210 205 200 1.1.2010 1.1.2011 1.1.2012 1.1.2013 LÖGREGLUMÁL Stal fatnaði í Haukadal Tilkynnt var um þjófnað úr verslun við Geysi í Haukadal á sunnudag. Ekki var tiltækur mannskapur frá lögreglunni á Selfossi til að mæta í útkallið og því fóru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Handtók sérsveitin þar mann sem hafði stolið fatnaði að verðmæti um 400 þúsund króna. Kom í ljós að maðurinn var á reynslulausn vegna fyrri þjófnaðar- brota. Var hann færður fyrir dómara í gærmorgun og skal hann afplána eftir- stöðvar fangelsisvistar sinnar, 180 daga. DÓMSMÁL Málflutningur um refsi- kröfu í máli Jóhanns Ragnars Pálssonar, fyrrverandi umdæmis- stjóra Þróunarsamvinnustofnunar (ÞSSÍ) í Mósambík, fór fram í gær- morgun. Fer ákæruvaldið fram á ársfangelsi yfir Jóhanni sem er ákærður fyrir að draga sér fimm- tán milljónir króna sem starfsmað- ur ÞSSÍ á fjögurra ára tímabili. Jóhann hefur játað á sig brotin og fallist á bótakröfu. Búist er við því að dómsuppsaga fari fram innan þriggja vikna. - mþl Dró að sér fé frá ÞSSÍ: Jóhann fari í fangelsi í eitt ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.