Fréttablaðið - 23.04.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 23.04.2013, Síða 6
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Það var ýmislegt sam- þykkt á þessum lands- fundi. Vandamálið er að þetta verður aldrei í raun.“ Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður. 2013 1. Hvað eru björgunarskip Lands- bjargar mörg? 2. Hver er forstjóri Þjóðskrár Íslands? 3. Við hvaða ríki undirritaði Ísland fríverslunarsamning nýlega? SVÖR 1. 14. 2. Haukur Ingibergsson. 3. Kína. Miðvikudaginn 24. apríl kl. 12.00-13.30 í Lögbergi (101) LAGASTOFNUN www.lagastofnun.hi.is Elvira mun kynna rannsókn sína á íslenskum neytenda lánum þ.m.t. fasteignaveðlánum í ljósi löggjafar Evrópu sambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Farið verður yfir löggjöf Evrópusambandsins um neytendalán, fyrirhugaða löggjöf um fasteignaveðlán og bestu framkvæmd samkvæmt þjóðarétti. Niðurstöður benda til að löggjöf ESB tryggi rétt neytenda með kröfum um upplýsingagjöf og gagnsæi þ.e. lögmætismat auk sann- girnismats en í því felst eftirlit með óréttmætum og ósanngjörnum samningsákvæðum og samningsskilmálum. Þessar reglur eiga að öllu leyti við hér á landi vegna upptöku þeirra í EES-samninginn. Fundarstjóri: María Thejll, forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands LAGASTOFNUN Fyrirlesturinn verður á ensku - Allir velkomnir. Ph.D. M. Elvira Méndez-Pinedo prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands Lögmæti og sanngirni verðtryggðra lána í ljósi evrópsks neytendaréttar Brynjar Níelsson, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, segir samstarf við Framsóknarflokk valda honum verulegum áhyggjum ef af stjórn- armyndun verður. „Það þarf mikla samningatækni til að koma þessu saman. Það verð- ur hugsanlega sett eitthvað mjög loðið í stjórnarsáttmálann um þetta, notað eitthvað af einhverju einhvern tímann, ef þar að kemur. Það verður bara marklaust plagg,“ sagði Brynjar við fundargest sem gaf sér að sjálfstæðismenn færu í ríkisstjórnarviðræður við Fram- sóknarflokkinn á sunnudag. Maðurinn hafði áhyggjur af því hvernig flokkurinn ætlaði að fara í samningagerð við Framsókn með „öllum þeim loforðum“ sem þeir síðarnefndu hafa haldið fram. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðja stjórnmálahreyfingin sem mætir til Reykjavíkurborgar til að kynna stefnumál sín. Samkvæmt fundar- gestum var um að ræða langfjöl- mennasta fundinn. „Við ætlum að vera hérna með áróður,“ sagði Teitur Björn Einars- son, sem skipar 6. sæti í Reykjavík suður, í léttum tón á meðan hann útbýtti bæklingum til fundargesta, ásamt Áslaugu Önnu Sigurbjörns- dóttur, sem skipar 11. sætið. Spurt var hvort ályktun landsfundar flokksins um lokun Evrópustofu stæði til. „Nei, nei, hvað er þetta. Það er algjörlega andstætt flokknum að vera að loka frjálsum samtökum,“ svaraði Brynjar. „Það var ýmislegt samþykkt á þessum landsfundi. Vandamálið er að þetta verður aldrei í raun.“ Spurður hvort það sé þá ekki allt satt sem komi fram á landsfundi svaraði hann: „Nei, það er ekki alltaf sannleikurinn. Þetta er klúður og menn eru alveg sammála um það.“ Meðal fleiri viðfangsefna fund- arins með starfsmönnum Reykja- víkur var lækkun skatta, bág staða ríkissjóðs, verðmætasköpun, gjald- eyrishöft, snjóhengjan, kröfuhafar, verðbólga, lán, hagvöxtur, gengis- fall og gjaldmiðlar. Heitar umræður sköpuðust að lokinni kynningunni, en Brynjar og Teitur rökræddu lengi um skulda- mál og neysluskatta við konu sem talaði lengi og lá mikið á hjarta. Hún og Brynjar hækkuðu bæði róminn, en á meðan fór fólk að ókyrrast og tínast aftur til vinnu, enda klukkan orðin eitt. sunna@frettabladid.is Sáttmáli D- og B-lista yrði marklaust plagg Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks lá ekki á skoðunum sínum varðandi mögulegt stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn á fundi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gestir spurðu frambjóðendur spjörunum úr og Fréttablaðið hlýddi á svörin. SKIPST Á SKOÐ- UNUM EFTIR FUND Brynjar Níelsson hefur miklar áhyggjur af mögulegu stjórn- arsamstarfi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar, en var með svör á reiðum höndum hvernig bæri að tækla það. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Mér fannst athyglisvert að það sé ekki alltaf að marka það sem kemur fram á landsfundi,“ segir Björn Ingvarsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, um fund frambjóðendanna. „En það er bara eins og það er, öll kosningaloforð eru ekki marktæk. En ég fékk svör við mínum spurningum.“ Samstarfsmaður hans, Hans Heiðar Tryggvason, segir fundi sem þessa afar gagnlega, þótt hann sé búinn að ákveða hvað hann ætli að kjósa á laugardag. „Þetta er mjög gagnlegt samt sem áður, sér- staklega með ný framboð,“ segir hann. „Þá sér maður þingmenn sem koma fram í mínu kjördæmi og hvaða áherslur þeir eru að boða, því stefnuskrá flokkanna segir mjög lítið. Maður sér líka hvernig þeir bregðast við spurningum og öðru slíku og það skiptir máli.“ Kollegarnir eru sammála um að frambjóðendurnir hafi staðið sig vel í spurningaregninu og komið svör- unum vel frá sér. Gústaf Ólafsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, er einnig ánægður með fundinn. Spurður hvernig honum fannst frambjóðendurnir svara spurningunum segir hann: „Bara svona eins og þeir gera, stjórn- málamennirnir.“ Finnst athyglisvert að ekki sé alltaf að marka landsfund HANS HEIÐAR TRYGGVASON Einstaklingar Krónur Hlutfall Vegna skuldaaðlögunar 21,5 milljarðar 20,8% Vegna gjaldþrota 81,7 milljarðar 79,2% Alls 103,2 milljarðar króna 100% Fyrirtæki Krónur Hlutfall Vegna skuldaaðlögunar 158,5 milljarðar 42,6% Vegna gjaldþrota 213,5 milljarðar 57,4% Alls 372,0 milljarðar króna 100% *Uppsafnaðar afskriftir fyrirtækja og einstaklinga hjá Íslandsbanka frá stofnun bankans 2008 til ársloka 2012. Heimild: Áhættuskýrsla Íslandsbanka 2012. Leiðréttingar og eftirgjafir frá 2008* VIÐSKIPTI Heildarafskriftir, eftir- gjafir og leiðréttingar á lánum til viðskiptavina Íslandsbanka nema 475,2 milljörðum króna frá stofnun bankans til ársloka 2012. Í áhættuskýrslu sem fylgir árs- reikningi bankans kemur fram að eftirgjöf vegna einstaklinga nemi á tímabilinu 103,2 milljörðum og 372,0 milljörðum vegna fyrirtækja. Eitt af meginverkefnum bank- ans frá stofnun er sagt hafa verið fjárhagsleg endurskipulagning á skuldum viðskiptavina með ýmsum úrræðum. „Þessi úrræði eru ýmist hluti af almennum úrræðum að kröfu stjórnvalda, vegna dóma í tengslum við lögmæti erlendra lána, eða sérstök úrræði fyrir við- skiptavini Íslandsbanka,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram í ágripi Sverris Arnar Þorvaldssonar, fram- kvæmdastjóra áhættustýringar, að gæði útlánasafns bankans hafi auk- ist eftir því sem fleiri hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu og endurútreikningi lána undið fram. - óká Rúmur fimmtungur afskrifta einstaklinga er vegna gjaldþrota en tæp 60 prósent hjá fyrirtækjum: Íslandsbanki afskrifað 475 milljarða frá hruni BJÖRN INGVARSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.