Fréttablaðið - 23.04.2013, Síða 8
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
ZENBOOK™
HÖNNUN
HRAÐI
FEGURÐ
MÓTMÆLI Hraunavinir, og fleiri, hafa lagst eindregið gegn lagningu vegarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMGÖNGUMÁL Hreinn Haraldsson
vegamálastjóri segir að orðið verði
við tilmælum Ögmundar Jónasson-
ar innanríkisráðherra og að farið
verður að nýju yfir forsendur
fyrir lagningu nýs kafla Álftanes-
vegar. Verksamningur verður því
ekki undirritaður á meðan á þeirri
athugun stendur.
Ögmundur hefur skrifað vega-
málastjóra og Gunnari Einars-
syni, bæjarstjóra Garðabæjar,
bréf þessa efnis. Tilefnið eru
harðorð mótmæli gegn lagningu
vegarkaflans vegna þeirra nátt-
úruminja sem tapast við lagningu
vegarins en því er haldið fram að
kanna þurfi gildi umhverfismats
og framkvæmdaleyfis.
Alþingi samþykkti lagningu nýs
Álftanesvegar með samgönguáætl-
un og var ráðgert að framkvæmd-
ir stæðu yfir árin 2012 til 2014.
Nýtt vegarstæði hefur samkvæmt
lögum verið ákveðið í samræmi
við aðalskipulag sveitarfélagsins
Garðabæjar. Verkið var boðið út
í samræmi við það en af ýmsum
ástæðum hefur dregist að hefja
framkvæmdir.
Hreinn segir að farið verði strax
í það að endurmeta framkvæmd-
ina í nánu samstarfi við sveitarfé-
lagið Garðabæ, sem er stór aðili að
málinu. Kostnaður við Álftanesveg
eins og hann er hugsaður núna er
um einn milljarður króna.
- shá
Vegagerðin virðir tilmæli innanríkisráðherra:
Fer yfir forsendur
nýs Álftanesvegar
VIÐSKIPTI Marel hagnaðist um 5,7
milljónir evra, jafngildi ríflega 870
milljóna króna, á fyrsta ársfjórð-
ungi ársins. Til samanburðar var
hagnaður félagsins 13,1 milljón
evra á fyrsta ársfjórðungi 2012.
„Ársfjórðungurinn var í sam-
ræmi við væntingar okkar. Tekjur
voru í lægri kantinum sem endur-
speglar tiltölulega lága stöðu
pantanabókarinnar í upphafi árs.
Umtalsverð aukning á nýjum pönt-
unum og meira líf á mörkuðum
okkar á tímabilinu gefa þó tilefni
til bjartsýni,“ segir Theo Hoen,
forstjóri Marel. - mþl
Uppgjör fyrsta ársfjórðungs:
Tekjur Marels
drógust saman
THEO HOEN Forstjóri Marels er bjart-
sýnn á framtíðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON