Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 18
ÞRIÐJUDAGUR 23. apríl 2013 | SKOÐUN | 18 Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á sam- félagi okkar, eins og forsætis- ráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsfram- boði og skorti á stefnu mörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins. Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nem- endur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sál- fræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rann sóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upp- lýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnám- skeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um nám- skeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennslu skrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í nám- skeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi nám- skeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lög- regluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta. Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsing- um í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í há skólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár inni- halda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrif- ast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lög- reglufólk sem útskrifast úr lög- regluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauð- synlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekk- ingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla. Menntun fagfólks um kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum KYNFERÐISBROT Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir verkefnastjórar hjá Barnaheillum– Save the Children á Íslandi Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni, Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Reykjavík 2. apríl 2013, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 013 www.gildi.is Fljótt og gott fyri r 4 Matur un dir 2000 kr.! 279kr.stk. Coca-Cola, 2 l 337kr.stk. Patakś Korma sósa, 425 g kjúklingu rK ORMA HVE R BAKKI ERca. 300 g þannig að verðið er um 690 kr. pk. 2298kr.kg Krónu kjúklingabringur, 2 stk. í pakka 359kr.pk. Tilda suðuhrísgrjón, 5x100 g P AK KIN N ER 500g Notum 200 g – verð p r. uppsk rift 143 kr. 329kr.pk. Patakś naanbrauð, 2 teg. v 2 í pk. ➜ Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afl eiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðis- legt ofbeldi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.