Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 21
BÍLAR
Reynsluakstur Audi RS4
Mercedes Benz uppfærir Unimog
Toyota Prius undir söluáætlun
visir.is/bilar
S
lysið varð í Öræfasveit á leið heim af landsmóti Snigla sem
haldið var að Hrífunesi. Heiðar, eða Heiddi eins og hann
var ætíð kallaður, var af flestum bifhjólamönnum á Ís-
landi talinn mesti hjólamaður á landinu, jafnvígur á hvaða
hjól sem er. Heiðar hafði í mörg ár safnað mótorhjólum og
hjólatengdum munum og hafði lengi átt sér þann draum
að opna mótorhjólasafn. Heiðar lét eftir sig vel á þriðja
tug hjóla og mikið magn bifhjólatengdra hluta. Stofnum Mótorhjóla-
safns Íslands er til minningar um Heiðar og mun á safninu vera starf-
rækt sérstök minningardeild þar sem hjól og munir hans verða sýnd-
ir og varðveittir.
Safnið
Á hjóladögum á Akureyri sumarið 2008 var tekin fyrsta skóflustungan
að glæsilegri 800 fermetra byggingu á Akureyri undir safnið. Notaðar
voru tíu samanhlekkjaðar skóflur við gjörninginn en þær voru mann-
aðar níu mönnum ásamt Heiðari sjálfum (í anda) á þeirri tíundu. Í dag
á safnið tæplega fimmtíu mótorhjól og mikinn fjölda af hjólatengdum
munum og ljósmyndum sem spanna alla sögu mótorhjólsins á Íslandi.
Starfsemin
Mótorhjólasafni Íslands er ætlað að sýna og varðveita sögu mótorhjóla
á Íslandi í máli, munum og myndum ásamt því að varðveita minningu
Heidda og þau áhrif sem hann hafði á hjólamenningu landsmanna. Auk
hefðbundinnar safnastarfsemi er hugmyndin að skapa athvarf fyrir
hjólafólk hvort heldur sem það eru Akureyringar eða annað hjólafólk á
ferð um landið. Meðal þess sem starfrækt verður í tengslum við Mótor-
hjólasafn Íslands er minjagripasala, ráðstefnu- og veislusalur, vetrar-
geymsla á hjólum, sölusýningar og samstarf við umboð, þrifaðstaða
fyrir hjól, kaffitería, umferðarfræðsla, námskeið og fundaraðstaða
ásamt öðrum hugsanlegum jaðarrekstri.
Hollvinafélag safnsins – Tían
Í janúar árið 2007 var Bifhjólaklúbburinn Tían stofnuð og er hún holl-
vinafélag safnsins. Tían hefur í dag um 260 meðlimi sem tilbúnir eru til
að leggja fram vinnu, aðstoð og að stuðla að uppbyggingu og hagsmun-
um safnsins. Margir félagsmenn Tíunnar og aðrir velunnarar safns-
ins hafa boðist til að lána safninu hjól og aðra gripi til varðveislu eða á
einstakar sýningar. Mótorhjólasafn Íslands er sjálfseignarstofnun sem
ætlað er að standa undir rekstri safnsins og annarri starfsemi.
MÓTORHJÓLASAFN ÍSLANDS
Mótorhjólasafn Íslands, að Krókeyri á Akureyri, var stofnað 20. desember árið 2007 til minningar um Heiðar Þ.
Jóhannsson sem lést sunnudaginn 2. júlí 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi.
Mótorhjólasafni
Íslands er ætlað að
sýna og varðveita
sögu mótorhjóla
á Íslandi í máli,
munum og mynd-
um ásamt því að
varðveita minn ingu
Heidda og þau áhrif
sem hann hafði
á hjólamenn ingu
landsmanna.
- MÓTORHJÓL
Mótorhjólasafn Íslands
Krókeyri 2, Akureyri
sími 866 3500
Mótorhjólasafnið
Stórskemmtilegt safn,
fullt af draumahjólum og flóttatækjum
Opnunartímar
Til 31. maí: á laugardögum kl.15-19
Frá 1. júní: alla daga kl. 10-17
KYMCO 2013!
Veglegur aukahlutapakki fylgir:
Öflugt spil, dráttarkúla, prófíl-
tengi, sæti og sætisbak fyrir
farþega, álfelgur og 26”
Maxxis Bighorn dekk.
Götuskráð hjól tilvalið
í leik eða starf.
Borgartún 36 • 105 Reykjavík
588 9747 • www.vdo.is
Enn betra og skemtilegra hjól hlaðið aukabúnaði