Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 36
BÍLAR4 Þriðjudagur 26. mars 2013 FRÉTTABLAÐIÐ AUDI RS4 Finnur Thorlacius reynsluekur Nokkuð einkennileg tilfinning er að aka bíla á 280 km hraða og sjá eiginlega ekki veröldina þjóta fram hjá því að slíkur hraði býr til einhvers konar göng þar sem það eitt er skýrt sem fram undan er. Enda er svo sem enginn tími til að njóta útsýnis til hliðanna og að auki myrkur meðan á þessu stóð. Það þarf mikinn bíl til að ná slíkum hraða og þeir finnast í vopnabúri Audi. Einn þeirra er ekki svo stórvaxinn, en hann er í stórum skóm með hratt sláandi hjarta og ber heitið Audi RS4. Þessi bíll er úlfur í sauðargæru því við fyrstu sýn er hann eins og hver annar skutbíll af minni gerðinni, örlítið lengdur fólksbíll. Ef betur er að gáð ber hann þó margt með sér sem bendir til þess að hann standi nær villidýraflokki bíla. Stórvaxin púströrin, úttekin brettin, vindskeiðar í stærra lagi að framan, risastórar álfelgur og hversu lágur bíllinn er á vegi bendir til þess að hann gæti verið á sterum. Líkt og Rauðhetta spurði úlfinn af hverju hann væri með svona stór eyru, munn og augu mætti spyrja RS4 af hverju hann er svona nálægt veginum, með svona stóra vél og svona risastóra bremsudiska. Má þá búast við dimmrödduðu svari sem kemur undan húddinu sem svarar öllum þessum heimskulegu spurningum rétt áður en hann hverfur manni sjónum með allt sitt hestaflastóð hinum megin sjóndeildarhringsins. Hver sem prófar spillist Svo heppinn að sitja undir stýri Audi RS4 verður maður helst við að þiggja boð um að prófa bílinn af umboðsaðila Audi hérlendis og framleiðandanum sjálfum, eða þá að eiga yfir 20 milljónir sem setja má í kaup á gripnum. Greinarskrifari naut fyrri kostsins um daginn og leikvöllurinn var hraðbrautir sem og venjulegir sveita-, fjalla- og borgarvegir Þýskalands og Austurríkis. Raunar stóðu fjórir Audi bílar til boða og fylgdu því þrír aðrir forystusauðnum RS4, þ.e. Audi A7, Audi A4 og Audi Q5 jepplingur. Eins nálægt því að breytast í óþekkt smábarn verður maður varla en að vera undir stýri RS4. Svo viljugur er hann til verksins, svo skemmtilegur er hann í akstri, og svo límdur er hann við veginn að ökumaður fær á sér ofsatrú sem engum er hollt eftir að úr bílnum er stigið. Ofurafl og ekki til fallegra hljóð Í vélarsal RS4 býr 4,2 lítra og átta strokka bensínvél sem skilar 450 hestöflum til allra hjóla bílsins. Allir S og RS bílar Audi eru með fjórhjóladrifi svo auðveldara sé að hemja öll þau hestöfl sem bílunum fylgja og ekki veitir reyndar af. Vélin í RS4 er afskaplega viljug að snúast og hægt er að ná í öll 450 hestöflin við 8.250 snúninga. Vélin slær út við 8.500 snúninga og var það skrítin tilfinning er hún sló snögglega af öllu afli sínu, sér sjálfri til verndar. Við vélina var tengd 7 gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu og því eru skiptingar RS4 ógnarhraðar. Algert konfekt fyrir eyrun var þegar slegið var úr á miklum snúningi og léttar sprengingar berast frá vélinni þegar bíllinn skipti sér í kjölfarið. Í raun var það alger dásemd að heyra frá vélinni á hvaða snúningi sem er og þetta er einn af þeim bílum sem synd er að dempa í hljóðið, en þess er að sjálfsögðu best notið með mikilli átroðslu hægri fótarins. Þrátt fyrir að RS4 sé heil 1.800 kíló er hann ekki nema 4,7 sekúndur í hundraðið og má efast verulega um að þar gefi framleiðandinn upp hárrétta tölu því hann er sneggri en það. Eyðsla bílsins er hófleg miðað við allt afl hans, eða 10,7 lítrar í blönduðum akstri. Fjölskyldubíll með ógnarakst- ursgetu Audi RS4 er aðeins í boði sem langbakur og segja má að RS5 fylli það tómarúm sem skortur á sedan-gerð af RS4 skilur eftir. Hann er því afsprengi A4 langbaksins, en tekinn alla leið. Bíllinn er fimm sæta og með ágætu farangursrými upp á 490 lítra. Fyrir vikið er hann praktískur fjölskyldubíll ofan á ógnarlega akstursgetu. Sætin í bílnum eru eins og annað, gullfalleg sportsæti sem lima ökumann inn í bílinn og það er heldur ekkert slorlegt að sitja aftur í bílnum. Innréttingin í honum er eins og búast mætti við af Audi, alveg frábær, og DRAUMUR HVERS LIFANDI MANNS Ótrúlegt afl og frábærir aksturseiginleikar. Audi RS4 reynsluakst- ur FRÉTTABLAÐIÐ/ XXXXX www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atli.bergmann@365.is Sími 5125457 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is RÚMGOTT Praktískur fjölskyldubíll með 490 lítra skotti. FLOTTUR Innréttingin í honum er eins og búast mætti við af Audi, alveg frábær. FJR1300A FARÐU LENGRA! Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is Þú ferð lengra á Yamaha! Sérpöntum mótorhjól - afhendingartími 2 vikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.