Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 38

Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 38
BÍLAR2 Þriðjudagur 23. apríl 2013 „Við bjóðum upp á mjög gott úrval af aukahlutum fyrir hjólafólk svo sem hjálma, skó og fatnað,“ segir Pálmi Blængsson, verslunarstjóri Suzuki í Skeifunni 17. „Þá erum við einnig með allt fyrir hjólin en þú þarft ekki endilega að eiga Suzuki-hjól til að versla hér. Hér er eitthvað fyrir alla hvort sem það eru sleðamenn, hjólamenn eða aðrir. Við erum til dæmis með mikið af tækifærisgjöfum fyrir hjólafólk; sólgleraugu, armbandsúr, belti og jafnvel barnasmekki og snuð með Suzuki-merkingum.“ Tilboð á yfirhalningu og hag- stætt vöruverð „Á verkstæðinu okkar þjónustum við öll Suzuki-mótorhjól og utanborðsmótora. Nú er fólk að gera hjólin klár fyrir sumarið og þessa dagana erum við með tilboð í gangi á vorskoðunum og yfirhalningu á hjólum og mótorum,“ segir Pálmi og bætir við að verslunin leitist við að bjóða gott verð. „Við höfum leitað leiða til að halda verði hagkvæmu eftir hrunið og okkur hefur tekist það með því að leita beint til framleiðenda. Við erum jafnvel að bjóða verð sem sást ekki fyrir hrun. Við höfum þannig einnig náð að auka úrvalið hjá okkur frekar en hitt. Til dæmis bjóðum við gott úrval af hjálmum, allt frá 20 þúsund krónum og upp í 120 þúsund krónur, og heilgalla frá 50 þúsund krónum og upp úr. Við erum með nokkrar tegundir af leðurgöllum og einnig galla úr goretex-efni en það fer mikið eftir því á hvernig hjóli fólk er hvaða tegund af fatnaði og búnaði það velur. Við seljum einnig fatnað og búnað fyrir motocross, fjórhjól og vélsleða,“ segir Pálmi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: www.suzuki.is ALLT FYRIR HJÓLAFÓLKIÐ Hjá Suzuki í Skeifunni 17, er lögð áhersla á gott úrval og hagstætt verð. Í versluninni fæst allt sem hjólafólk þarfnast. Í verslun- inni má fi nna úrval tækifærisgjafa fyrir Gott úrval er af hjálmum allt frá 20 þúsund upp í 120 þúsund krónur. Pálmi Blængsson býður mikið vöruúrval í Suzuki-versluninni í Skeifunni 17. MYND/GVA Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði millj- ónasti Mustang-kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gull fallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hins vegar bara lít- ill hluti allra þeirra Mustang-bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 millj- ón Bandaríkjadala nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hvað vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða fram- leiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað upp á að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem henta þörfum og veski sem flestra kaupenda hans. Milljón Mustang-bílar í Flat Rock Toyota Prius Plug In. Toyota Prius undir söluáætlun í Bandaríkjunum Eftir metsöluár Toyota Prius á síðasta ári eru blikur á lofti hjá Toyota hvað varðar söluna í ár. Áætlunin fyrir þetta ár segir til um sölu 250.000 Prius-bíla og aukningu um 5,6% frá því í fyrra. Salan á Prius á fyrsta ársfjórðungi var ekki nema 55.724 bílar, minnkaði um 8,4% milli ára og því stefnir ekki í nema ríf- lega 220.000 bíla sölu í ár. Það sem talið er að hamli sölunni nú er lækkandi bensínverð en það er kunnara en frá þarf að segja að hátt verð eldsneytis hefur ýtt undir sölu tvinnbíla og annarra eyðslugrannra bíla. Selja meira af öðrum tvinnbílum Bensínverð hefur hins vegar lækkað um 10% frá því á sama tíma fyrir ári. Þó að sala á Prius hafi minnkað hefur sala á öllum tvinnbílum Toyota og Lexus hins vegar aukist um 3,8% það sem af er ári. Því virðist sem sumir Prius-eigendur eða þeir sem hugs- að geta sér að kaupa tvinnbíl hafi skipt yfir í aðrar gerðir, gjarn- an stærri gerðir þeirra. Toyota hefur ekki enn þá hafið fram- leiðslu hybrid-bíla í Bandaríkjunum heldur flytur þá alla inn frá Japan og forstjóri fyrirtækisins með viðeigandi nafnið, Akio Toyoda, vildi ekkert láta hafa eftir sér um tilvonandi framleiðslu þar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.