Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 40

Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 40
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Breiðamörk 15, Hveragerði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 19. apríl verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 27. apríl kl.14.00. Arnheiður Ingibjörg Svavarsdóttir Einar Sigurðsson Anna María Svavarsdóttir Wolfgang Roling Hannes Arnar Svavarsson Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir Árni Svavarsson Svandís Birkisdóttir Guðrún Hrönn Svavarsdóttir Svava Sigríður Svavarsdóttir Erlendur Arnar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og frændi, JÓN ÓLAFSSON frá Reynisvatni, lést laugardaginn 20. apríl á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 2. Hann verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju, þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00. Margrét Edda Halvard Anders Jón Berit Steinunn Hrefna Axel Stefán Ingun Hedvig, Idun, Alexander og Sebastian Jóhanna Þorgeir og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI GEIR KOLBEINSSON lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar. Unnur I. Gísladóttir Sveinn Aðalgeirsson Hildur Gísladóttir Christopher K. Melley Atli Már Geirsson Óðinn Gísli Melley Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA LOVÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR Lækjasmára 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 19. apríl sl. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00. Innilegar þakkir til starfsfólks á B2 í Fossvogi fyrir góða aðhlynningu og hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðlaug Anna Ámundadóttir Snorri Böðvarsson Gunnar Þorsteinsson Ásdís Ámundadóttir Kjartan H. Bjarnason Guðmundur Ámundason Elísabet Siemsen Ámundi Ingi Ámundason Hanna G. Daníelsdóttir Reynir Ámundason Guðrún H. Sigurðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir, mágur og barnabarn, ÁRNI GUNNARSSON Núpasíðu 2c, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 14. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. apríl kl. 13.30. Gunnar Jóhannes Jóhannsson Gunnlaug St. Árnadóttir Katrín Faith Árnadóttir Jóna Björk Gunnarsdóttir Reynir Hilmarsson Jóhann Gunnarsson Björg Ragnheiður Sigurjónsdóttir Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÓSKARSDÓTTUR Þórðarsveig 1, Reykjavík. Guðbjörg Sigríður Pétursdóttir Guðjón Gunnlaugsson Berglind Rós Pétursdóttir Eyjólfur Björgmundsson Margrét Lára Pétursdóttir Þorsteinn Pétursson Sveinfríður Ólafsdóttir barnabörn og langömmubörn. „Hellisgerðisgarður er níutíu ára í ár og okkur fannst tilvalið að nota tækifærið og setja upp sýningu um garðinn í Hafnarborg,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og annar tveggja sýningarstjóra sýningarinn- ar Hellisgerði, blóma- og skemmti- garður sem verður opnuð í Sverrissal í Hafnarborg á fimmtudaginn. „Við höfum hér í Hafnarborg haft áhuga á því að tengja safnið út fyrir veggi safnsins og fannst kærkomið tæki- færi að fjalla um Hellisgerðisgarð- inn sem fyrsta skref í þá átt.“ Magnea, sem stýrir sýningunni í félagi við Berglindi Guðmunds dóttur landslagsarkitekt, segir Hellisgerðis- garð hafa verið stofnaðan af fram- sýnu fólki og að garðurinn sé í raun mjög nútímalegur á margan hátt. „Tískan í skrúðgarðagerð á þeim tíma sem garðurinn var skipulagð- ur hneigðist frekar í þá átt að hafa slétta fleti og beina stíga. En í Hellis- gerðisgarði fær landslagið að njóta sín.“ Það voru félagar í málfundafélaginu Magna sem lögðu drög að garðinum á sínum tíma. „Þeir voru ansi framtaks- samir, félagarnir í málfundafélaginu, og framsýnir. Tilgangur með garðinum átti að vera þríþættur. Í fyrsta lagi að bæj- arbúar mættu njóta ánægju og hvíldar, í öðru lagi að vekja áhuga fyrir rækt- un trjáa og blóma, og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um bæjarstæð- ið,“ segir Magnea og bætir við að einn forkólfa málfundafélagsins hafi fyrst kynnt hugmyndina um Hellisgerði í framsögu sem bar heitið „Hvernig getur Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Magnea ólst upp í Hafnarfirði og þekkir garðinn því vel af eigin reynslu. „Garðurinn hefur yfir sér ævintýrablæ sem nýtur sín meðal annars vel á mynd- um, oft eru til dæmis teknar myndir af brúðhjónum í Hellisgerði. En samt er garðurinn ekki öllum kunnur og það má segja að hann sé vel falið leyndarmál.“ sigridur@frettabladid.is Sýning helguð Hellisgerði í Hafnarfi rði Baráttufólk fyrir stofnun Hellisgerðisgarðsins í Hafnarfi rði var framsýnt segir Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og annar sýningarstjóra sýningar um garðinn sem opnuð verður í Hafnarborg á fi mmtudag. Garðurinn verður níræður á árinu. Í HELLISGERÐI Þær Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Magnea Guð- mundsdóttir arki- tekt eru sýningar- stjórar sýningar í Hafnarborg um skrúðgarðinn sem er níutíu ára á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hellisgerði í Hafnarfirði er einn elsti opinberi skrúðgarður á Íslandi. Hann var fyrst opnaður árið 1923 og var þá ætlað að vera blóma- og skemmtigarður í ört vaxandi bæ. Á sýningunni í Hafnarborg verður mannlífið í garðinum skoðað í spegli tímans, sjónum beint að gróðri og stemningu á ólíkum tímum. Sýndar verða teikningar og uppdrættir, ljósmyndir, kvikmyndir og gripir sem tengjast garðinum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í tengslum við sýninguna í samstarfi við ýmsa aðila. Sjá nánar á www.hafnarborg.is. Blóma- og skemmtigarður í vaxandi bæ Börn á aldrinum tveggja til tíu ára eru boðin velkomin á fyrsta viðburð nýstofn- aðs Tyrknesk-íslensks menningarfélags sem haldinn verður á Korputorgi í dag klukkan fimm. Þá verður börnunum boðið í Krakkahöllina í hoppukastala. Félagið var stofnað á síðasta ári en þessi viðburður er sá fyrsti sem skipulagður er á vegum þess. Meginmarkmið félags- ins er að koma á og halda uppi menning- arlegu samstarfi milli Íslands og Tyrk- lands og stuðla að kynningu íslenskrar menningar og aðstoða fólk við að til- einka sér íslenska þjóðfélagshætti. Að sögn Cetil Caglan hjá Tyrknesk- íslenska menningarfélaginu eru um sex- tíu Tyrkir á Íslandi en margir þeirra eru giftir eða kvæntir Íslendingum og því markmiðið að á annað hundrað manns verði virkir í félaginu hið minnsta. Tyrkneska þingið var stofnað þann 23. apríl árið 1920. Frá árinu 1927 hefur dagurinn verið opinber frídagur í landinu, en þá er fullveldi þess minnst og einnig haldið upp á Dag barna en Mustafa Kemal Atatürk, stofnandi tyrk- neska lýðveldisins, færði börnum í Tyrk- landi þennan dag. Frá árinu 1979 hefur Dagur barna verið haldinn hátíðlegur víða um heim. Barnastund hjá nýstofnuðu félagi Tyrknesk-íslenska menningarfélagið heldur upp á Dag barna í Krakkahöllinni. HÁTÍÐISDAGUR 23. apríl er hátíðisdagur í Tyrklandi. Þá er fullveldi landsins fagnað og sömuleiðis haldið upp á Dag barna, sem hefur verið hátíðisdagur þar í landi frá árinu 1927. MERKISATBURÐIR 1661 Karl II krýndur konungur Englands, Skotlands og Írlands. 1903 Sigfús Blöndal hefur söfnun í orðabók sína sem kom út á árunum 1920-1924. 1920 Tyrkneska þingið sett á laggirnar í Ankara. 1927 Tyrkland verður fyrsta landið til að halda upp á Dag barna. 1951 Útvarpsþátturinn Óskalög sjúklinga hljómar á öldum ljós- vakans í fyrsta sinn. 1968 Nemendur í Columbia-háskólanum í New York efna til mótmæla vegna Víetnamsstríðsins, ná yfirráðum yfir skrifstofu- byggingu skólans og loka honum. 1985 Coca Cola breytir uppskriftinni að gosdrykknum og setur nýtt kók á markaðinn. Neytendur ganga ekki á bragðið, aðeins þremur mánuðum síðar er gamla kókið komið aftur. 1990 Namibía verður 160. meðlimur Sameinuðu þjóðanna. 2001 Fréttablaðið hefur göngu sína.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.