Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 42
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 BAKÞANKAR Álfrúnar Pálsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. tryggur, 6. tveir eins, 8. utanhúss, 9. ari, 11. tveir eins, 12. ræða, 14. vinna, 16. tveir eins, 17. vefnaðarvara, 18. for, 20. í röð, 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. sparsöm, 3. ullarflóki, 4. greftrunar, 5. bein, 7. klerkur, 10. lúsaegg, 13. flík, 15. svei, 16. skaði, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. trúr, 6. pp, 8. úti, 9. örn, 11. ff, 12. reifa, 14. starf, 16. tt, 17. tau, 18. aur, 20. rs, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. spör, 3. rú, 4. útfarar, 5. rif, 7. prestur, 10. nit, 13. fat, 15. fuss, 16. tap, 19. ró. Ég veit ekki, á ég að þora? Hún lítur ekki út fyrir að svo hress! Ívar! Hún er örugglega bara stressuð framakona sem er að leita eftir smá ást og umhyggju! Ok ok! Ég veð í þetta núna! You go dude! Og við vorum nokkur sem vissum það, Pondus! Ekki að hún væri orðin varaformaður en enginn segir mér neitt! Ha? Pff! Sé þig! Auli! Hvað myndi maður gera án vina, ekki satt? Sund- fataverslun Kötu Áfalla- hjálp eftir mátun Við verðum að fá okkur rakavara. Ef þú bara vissir hvað þú lítur skringilega út með þennan hatt! Vara..formaður lesbísku.. stríðs.. sveitarinnar í Tromsö...! Ég man mjög vel eftir deginum sem ég kaus í fyrsta sinn. Sem er í raun stór- furðulegt því undanfarið hefur minnið verið að bregðast mér þegar kemur að mis- mikilvægum atburðum sem áttu sér stað á þessum miklu mótunarárum. Ég man hvernig veður var og að ég var prúðbúin þegar ég gekk þessi fyrstu mikilvægu skref inn í kjörklefann ríghaldandi í pass- ann. Ekki vissi ég að mér myndi þykja þessi dagur svona stórmerkilegur í undirmeð- vitundinni, merkilegri en fyrsti skóladagur- inn í menntaskóla, sem er mér nákvæmlega ekkert minnisstæður, sem og menntaskóla- böllin sem falla öll saman í eitt hjá mér. Ég man samt eftir Sódómu og Sálinni en það var líklega vegna þess að sú sveit spilaði á öllum menntaskólaböllum á árunum 1999-2003. ÞAÐ var búið að búa mig ansi vel undir þennan dag enda er ég frum- burðurinn og ætli foreldrum mínum hafi ekki þótt mikið til þess koma að eiga barn á kosningaaldri. Nú myndi skýrast hvort uppeldið hefði skilað sér. Ef minnið og Google-kunnátta mín eru ekki að bregðast mér voru þetta sveitarstjórnarkosningar árið 2002. Búið var að hamra á mikil vægi þess að nýta lýðræð- islegan rétt sinn og að sjálf- sögðu reyna að sjá til þess að ég myndi setja krossinn á réttan stað að þeirra mati. Ég fékk líka að heyra það að það væri nánast dauðasynd að skila auðu, þá væri ég að gefa sigurvegara kosninganna atkvæði mitt. Á þessum árum var uppreisnarþráin, sem sumir myndu kalla síðbúna gelgjustæla, enn þá til staðar. Ég gerði mér grein fyrir mikilvægi þess að kjósa og sá að þetta skipti foreldra mína miklu máli. Þess vegna gerði ég í því að rökræða um hin ýmsu mál- efni, vera á móti og snúa upp á mig þegar ég var spurð hvert krossinn minn færi. Ég sá mér leik á borði að stuða og fann til mín að geta tekið þessa ákvörðun ein með sjálfri mér í kjörklefanum í Kópavogsskóla. NÚ gott fólk, bráðum þrjátíu ára gömul, með þó nokkra reynslu af því að ganga inn í kjörklefann og aðeins fimm daga til stefnu, verð ég að viðurkenna að ég er bullandi óákveðin. Þetta eru hvorki gelgjustælar né uppreisnargirni. Það bætir ekki úr skák að aldrei fyrr hafa fleiri stimplar verið í kjör- klefanum, fimmtán talsins. NÆSTU dagar verða því teknir með trompi. Mig grunar að það séu fleiri en ég sem standa í þessum sporum enda ruglar fjöldinn mann í ríminu. Ég mæli með úti- lokunaraðferðinni, ákveða fyrst hvað ekki skal kjósa og svo er hægt að leggjast yfir það sem eftir stendur. Það mikilvægasta er að mæta á kjörstað, það er greinilega mun minnisstæðari reynsla en við höldum. Minnisstæður dagur Save the Children á Íslandi Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.