Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 45

Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 45
ÞRIÐJUDAGUR 23. apríl 2013 | MENNING | 25 ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI STÓRÞVOTTUR FRAMUNDAN? HAFÐU ÞAÐ FÍNT NÚ ER ÞAÐ SVART Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi. Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uld- og finvask. Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana. Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum. Létt er að flokka litríka sokka. NÚ ER ÞAÐ HVÍTT HALTU LÍFI Í LITUNUM Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn. Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvott inn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist. Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral Dönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 6 27 19 0 1. 20 13 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS TÓNLEIKAR ★★★★ ★ Vierne, Walton og Hafliði Hallgrímsson Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi: Hörður Áskelsson HALLGRÍMSKIRKJA 21. APRÍL Orgelið í Hallgrímskirkju er trylli- tæki. Það er stærsta hljóðfæri landsins. Hávaðinn úr því, þegar allt er á fullu, er gífurlegur. Orgel- ið var vígt fyrir um tuttugu árum. Það þarf auðvitað viðhald eins og annað, enda í mikilli notkun. Fyrir skemmstu var það tekið í gegn, auk þess sem tölvubúnaður þess var endurnýjaður. Afrakstr- inum var fagnað með hátíð- artónleikum á sunnudaginn var. Björn Steinar Sólbergs- son spilaði á orgelið, þ. á m. tvö einleiksverk eftir Louis Vierne. Verkin, úr lagaflokknum Pieces de fantaisie, voru flott í með- förum orgelleikarans. Sérstaklega það síðara, Carillon de Westminster. Það var samið í kringum stefið sem hljómar úr Big Ben í London. Upp- bygging tónlistarinnar er gríðarlega tilkomumikil og spennuþrungin; Björn Steinar spilaði hana af óviðjafnanlegri glæsi- mennsku. Mótettukór Hallgríms- kirkju undir stjórn Harð- ar Áskelssonar kom einnig fram á tónleikunum. Fyrst var flutt tónsmíð eftir Haf- liða Hallgrímsson, Lofið Guð í hans helgidóm. Auk kórsins komu þar við sögu Frank Aarnink slagverksleikari, Elísabet Waage á hörpu og Ásgeir H. Steingrímssyni á trompet, ásamt Birni Steinari. Hafliði samdi verk- ið upphaflega árið 1996, en endur- skoðaði það nýlega og bætti ýmsu við. Tónlistin byrjaði fallega, laglín- an sem kórinn söng var einföld og grípandi. Hún hefði ekki þurft neitt meira. En því miður varð hún fljótt óttalega tilgerðarleg. Trompetleik- urinn var væminn og slagverkið eins og klisja úr hryllingsmynd. Af hverju þennan rembing? Hin kórverkin voru hins vegar frábær. Coronation Te Deum eftir William Walton var einstaklega ferskt og skemmtilegt, og kórinn söng það af mikilli tilfinningu. Tæknilega séð var kórsöngurinn vandaður, heildarhljómurinn var sérlega skær og þéttur. Messe sol- ennelle eftir Vierne var líka mögn- uð í flutningi kórsins, og það var gaman að heyra þar leikið á bæði orgel kirkjunnar. Lenka Matéova spilaði á litla orgelið, Björn Steinar á það stóra. Messan var stórbrotin og kraftmikil, túlkunin full af trúar- hita. Hápunktarnir, þar sem allt var sett í botn, voru með því flott- asta sem maður hefur lengi heyrt. Greinilegt er að stóra orgelið í kirkj- unni er í toppstandi. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Skemmtilegir tónleikar; mögnuð tónlist, líflegur flutningur. En nýleg endurgerð á verki eftir Hafliða Hallgrímsson olli vonbrigðum. Tryllitækið sett í botn HÖRÐUR ÁSKELSSON Helga Rós Indriðadóttir sópran- söngkona syngur óperuaríur í Norðurljósasal Hörpu í hádeginu í dag. Verkin sem hún flytur eru öll eftir Wagner og Verdi í til- efni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu þeirra beggja á þessu ári. Nokkuð er um liðið frá því að Helga Rós söng á tónleik- um í Reykjavík. Hún starfaði um árabil við óperu- hús í Þýska- landi og var meðal annars fastráðin við ríkis- óperuna í Stuttgart í átta ár. Nú býr hún og starfar í Skagafirði og stjórnar meðal annars Skagfirska kammerkórnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. - gun Óperutónar í hádeginu HELGA RÓS INDRIÐADÓTTIR Anna Heiða Pálsdóttir fékk í gær barnabókaverðlaun skóla- og frí- stundaráðs fyrir bókina Mitt eigið Harmagedón sem Salka gaf út. Guðni Kolbeinsson fékk verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Stiklað á stóru um býsna margt eftir Bill Bryson sem JPV útgáfa gaf út. Í umsögn valnefndar, sem skip- uð var Margréti Kristínu Blöndal formanni, Mörtu Guðjónsdóttur og Guðrúnu Höllu Sveinsdóttur, um verðlaunabókina Mitt eigið Harmagedón segir meðal annars: „Höfundur fangar af þekkingu og með virðingu heim sextán ára stúlku í Breiðholtinu, Dagbjartar Elísabetar, sem alist hefur upp innan sértrúarsöfnuðar. Þetta er þroskasaga sem vekur upp grundvallarspurningar um lífið og tilveruna, gildi þess að hafa sjálfstæðan vilja og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt.“ Anna Heiða fékk barna- bókaverðlaun ANNA HEIÐA PÁLSDÓTTIR Fangar heim 16 ára stúlku í sértrúarsöfnuði í bókinni Mitt eigið Harmagedón.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.