Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 47
ÞRIÐJUDAGUR 23. apríl 2013 | MENNING | 27 BÍÓ ★★★ ★★ Falskur fugl Leikstjórn: Þór Ómar Jónsson Leik- arar: Styr Júlíusson, Davíð Guðbrands- son, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir Arnaldur hefur það ansi skítt eftir að hann kemur að bróður sínum eftir subbulegt sjálfsmorð. Hann er kominn með annan fótinn í fíkniefnaneyslu aðeins sextán ára gamall, og tengir ekki við neitt eða neinn. Myndin er byggð á skáldsögu Mikaels Torfasonar frá árinu 1997 og líklega var það lán í óláni að ekki tókst að kvikmynda hana fyrr en nú. Íslendingar eru orðn- ir miklu betri í að búa til myndir um síbölvandi dópista með töffara- stæla og áhorfendur orðnir mót- tækilegri fyrir þeim. Falskur fugl er að mörgu leyti áhugaverð og vel gerð. Hún hlíf- ir okkur að mestu við sjónrænum óhugnaði en tekst samt að vera óþægileg frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þar spilar aðal- leikarinn, Styr Júlíusson, stóran þátt, og eina stundina langar mann að gefa honum vinalegt faðmlag og þá næstu vill maður helst senda hann í sveit. En þarna er hæfi- leikaríkur piltur á ferðinni sem spennandi verður að fylgjast með. Myndataka og klipping eru til fyrir myndar og tónlistin hjálpar til við að undirstrika óþægindin, en hljóðinu er á köflum ábótavant. Aukaleikarar standa sig flestir með prýði en persónur þeirra eru ekki allar jafn áhugaverðar. Þegar allt er tekið saman er Falskur fugl samt nokkuð lunkið drama og aug- ljóslega gert af heilindum. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Áhugavert en óþægi- legt unglingadrama. Fínasti fugl FALSKUR FUGL Styr Júlíusson á stórleik. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Sýningar 11.00 Flökkusýningin Kjarval og Gull- mávurinn/Ferðalag listmálara verður sett upp á Bókasafni Seltjarnarness - Eiðis- torgi. 13.00 Listaverkasýning barna í 6. og 7. bekk Ingunnarskóla opnuð í anddyri Þjóðminjasafns Íslands. 15.30 Sýning á gömlum myndum úr leikskólalífi Drafnarborgar opnuð í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Kvikmyndir 15.00 Kvikmyndahátíð heldur áfram á Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15, þar sem sýndar verða stuttar sjón- varpsmyndir byggðar á hinum klass- ísku Grimms-ævintýrum. Fyrsta mynd dagsins er Garðabrúða (Rapunzel), klukkan 16 verður Skraddarinn hugprúði (Das tapfere Schneiderlein) sýndur og klukkan 17 er það myndin Kynjaborðið, gullasninn og kylfan í skjóðunni (Tisc- hlein deck dich). Uppákomur 10.00 Boðið verður upp á afmælistertu og kaffi í Kringlusafni í tilefni af afmæli þess. 12.00 Hjólaratleikur fjölskyldunnar við styttur bæjarins verður haldinn í til- efni Barnamenningarhátíðar. Leikurinn hefst við Hörpu og lýkur í högg- myndagarði Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Þátttökuspjöld fást í afgreiðslu Hörpu. 16.05 Útvarpsþátturinn Víðsjá á Rás 1 verður sendur út í beinni útsendingu frá Kexi Hosteli. 17.00 Veittar verða viðurkenningar fyrir bestu ljóðin í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins í Kringlusafni í Kringlunni. Jafnframt verður kynntur nýr bæklingur um mikilvægi lesturs. Tónlist 12.15 Helga Rós Indriðadóttir sópran syngur Verdi og Wagner á hádegistón- leikum Íslensku óperunnar í Norður- ljósasal Hörpu. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Lúðrasveitin Svanur heldur tón- leika í Hörpuhorninu í samstarfi við kan- adísku hljómsveitina Fort Saskatchewan Community Band. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Strengjasveitin Spiccato flytur síðari sex konsertana í L’Estro Arm- onico eftir Antonio Vivaldi á tónleikum í Neskirkju. 20.30 Kvintett söngvarans Þórs Breið- fjörð spilar á Kexi Hosteli, Skúlagötu 28. Þeir flytja dagskrá sem þeir nefna Inni- leika og byggir á þekktum djasslögum. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Jón Gunnar og Dagdraumarnir halda útgáfutónleika á Café Rosenberg. Fyrirlestrar 12.00 Xosé A. Neira Cruz, prófessor við Háskólann í Santiago de Compostela á Spáni heldur fyrirlestur um stöðu galisísku í spænsku tungumálaumhverfi. Fyrirlesturinn verður fluttur á spænsku og fer fram í stofu 132 í Öskju. Aðgang- ur er ókeypis. 20.00 Kynning á samtökunum U3A Reykjavík verður haldin á Heilsuhælinu í Hveragerði. Um er að ræða samtök fólks sem er farið að huga að starfs- lokum eða hætt á vinnumarkaði. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Lokadagur Holi er 1. maí og því er enn tími til að njóta Holi-herlegheitanna sem slegið hafa rækilega í gegn undanfarið. Í apríl færir Austur-Indíafjelagið þér angan af gleði og litadýrð Holi- hátíðarinnar á Indlandi með ríkulegum hátíðarmatseðli á hreint frábæru verði aðeins 4.990 kr. virka daga og 5.990 kr föstudaga og laugardaga. Maturinn verður bæði suðrænn og seiðandi. Borðapantanir í síma 552 1630. Hverfisgata 56 Sími: 552 1630 www.austurindia.is Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 föstudagar og laugardagar 5.990 kr. FORRÉTTUR Masala tígrisrækjur Konkan pönnusteiktar tígrisrækjur í engiferi, chillíi, kúmmíni og hvítlauk AÐALRÉTTIR Koli Nallumallu Framandi kjúklingaréttur í sterkri sósu úr tamarind, fersku kóríander og okkar eina sanna svarta pipar. Kunnur réttur kaffiræktenda í Coorg-héraði og Aadu Piralan Marínerað lamb beint af grillinu. Kryddað með engiferi, hvítlauk, kókos og chillíi. Dæmigerður og dásamaður réttur úr eldhúsi Keralabúa og Mysore Sambhar Ljúffeng blanda af grænmeti og linsubaunum sem glatt hefur Mysore-aðalinn um aldir og Thoran Grænmetisréttur kr dy daður m ðe sinnepsfræjum, karrílaufum og kókos MEÐLÆTI Raitha jógúrtsósa Basmati-hrísgrjón Naan-brauð EFTIRRÉTTUR Savige payasum Vermicelli-núðlur í d únmjúku rjómablandi við rúsínur, möndlur og saffran hátíðarmatseðill 4.990kr. sun.-fim. Nú eru síðustu forvöð að panta borð. HOLI-hátíðinni lýkur miðvikudaginn 1. maí. Við þökkum frábærar viðtökur!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.