Fréttablaðið - 23.04.2013, Síða 50
Ólsarar bíða spenntir eftir sumrinu enda eiga
þeir í fyrsta skipti lið í efstu deild karla. Víkingur
hafnaði í öðru sæti 1. deildar síðastliðið sumar
og ríkir mikil eftirvænting hjá Ólsurum sem hafa
verið duglegir að mæta á leiki liðsins á undirbún-
ingstímabilinu.
Víkingum hefur gengið illa að styrkja leik-
mannahóp sinn fyrir átökin á meðal þeirra bestu.
Þokkalegir leikmenn eru mættir í Víkina en
enginn þeirra hefur almennilega reynslu af efstu
deild hér á landi. Liðið missti auk þess sinn besta
mann í fyrra, Edin Besilja, til Þórs sem einnig er
nýliði í deildinni.
Byrjunin ræður ævinlega miklu um möguleika
nýliða og heimavöllurinn þarf að vera vígi ætli
Víkingar að blása á spána.
Víkingur Ó. hafnar í 12. sætiSPÁ FRÉTTA-
BLAÐSINS
2013
➜ STJARNAN
Guðmundur Steinn
Hafsteinsson
➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN
➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN...
… liðið spilað í C-deild– 3 ár … komst í undanúrslit bikarsins– 3 ár … spilaði
í neðstu deild– 10 ár … Vesturland átti tvö lið í efstu deild– 16 ár … fyrsta
tímabil Ejub Purisevic í Ólafsvík– 10 ár
Ejub Purisevic er 45
ára gamall sem er á
sínu fjórða tímabili
með Víkinga. Hann
þjálfaði liðið einnig
frá 2003 til 2008. Á
að baki eitt tímabil í efstu deild
en hann þjálfaði Val sumarið 2001
(18 leikir, 5 sigrar, 35 prósent).
Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Farid Zato (HK)
Jernej Leskovar (Slóveníu)
Kaspars Ikstens (Lettland)
Fylgstu með þessum:
Steinar Már Ragnarsson– tvíburabróðir
Þorsteins Más sem leikur nú með KR.
FÓTBOLTI Undanúrslit Meistara-
deildar Evrópu hefjast í kvöld
þegar Bayern München tekur á
móti Barcelona. Óhætt er að segja
að mikil spenna ríki fyrir viður-
eigninni. Talsvert hefur verið gert
úr því að þarna mætast liðið sem
Pep Guardiola bjó til, Barcelona,
og liðið sem hann er að fara að
taka við, Bayern.
Jupp Heynckes, þjálfari Bayern,
segist ekki ætla að nýta sér Guard-
iola og fá hann til þess að kort-
leggja Barcelona-liðið.
„Ég ber mikla virðingu fyrir
Guardiola og við erum í fínu sam-
bandi. Ég þarf þó engar upplýsing-
ar frá honum því ég þekki Barce-
lona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði
Heynckes.
Heynckes er enginn nýgræðing-
ur þegar kemur að spænskum fót-
bolta en hann gerði Real Madrid
að Evrópumeisturum árið 1998.
Hann segir að Bayern þurfi að
hafa áhyggjur af meiru en Lionel
Messi í leiknum.
„Liðið er alltaf mikilvægara en
einstaklingurinn. Auðvitað hafa
bestu liðin síðan menn sem gera
útslagið og Barcelona á Messi.
Samvinna alls liðsins er þó það
sem gerir það svona gott,“ sagði
Heynckes en hver er lykillinn að
góðu gengi hans liðs?
„Ef ég ætti að taka það saman
í eitt orð þá myndi ég segja liðs-
heild. Við spilum gríðarlega vel
saman og ég er á því að okkar fót-
bolti sé sá nútímalegasti frá upp-
hafi.“
Mario Mandzukic getur ekki
leikið með Bayern í kvöld þar sem
hann er í leikbanni. Heynckes vildi
ekki gefa upp hvort Mario Gomez
eða Claudio Pizarro tæki hans sæti
í byrjunarliðinu í kvöld.
Barcelona hefur að sjálfsögðu
smá áhyggjur af Lionel Messi sem
meiddist í rimmunni gegn PSG
í átta liða úrslitum. Hann hefur
aftur á móti fengið góða hvíld og
ætti að verða klár í slaginn.
„Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir okkur að hafa Leo með okkur.
Okkur hefur tekist að vinna leiki
án hans en við leggjum áherslu
á að hafa hann kláran í slaginn,“
sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari
Barcelona, en þeir passa upp á að
gefa andstæðingnum ekki upplýs-
ingar um heilsufar Messi.
„Ég get ekki sagt með vissu
hvernig Messi kemur til með að
vera og hvort hann spili. Við sjáum
hvernig hann bregst við æfingu
fyrir leikinn og eftir það munum
við ráðfæra okkur við læknana um
framhaldið.“
Roura segir að Barcelona muni
spila sinn leik þó svo liðið sé á
útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl
sínum sama hvar liðið sé að spila
og gegn hverjum.
Leikurinn hefst klukkan 18.45
og verður í beinni útsendingu á
Stöð 2 Sport. henry@frettabladid.is
Ég þarf enga hjálp
Bayern München tekur á móti Barcelona í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúr-
slitum Meistaradeildar Evrópu. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að fá
neinar upplýsingar um Barcelona frá manninum sem bjó til Barcelona-liðið.
STJÖRNURNAR Lionel Messi, leikmaður Barcelona, og Franck Ribery hjá Bayern
verða í lykilhlutverkum í kvöld. NORDICPHOTOS/AFP
Mitsubishi Pajero Intense
Árgerð 2009, 170 hestafla dísilvél, sjálfskiptur,
fjórhjóladrifinn, 7 manna, ekinn 52 þús. km.
Loftkæling, dráttarbeisli, fjarlægðarskynjarar, rafdrifin sæti,
þjófavörn, fjarstýrðar samlæsingar, hiti í sætum, hraðastillir,
kastarar, rafdrifnar rúður og speglar o.fl.
Gæða-
bíll
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18og laugardaga kl. 12-16
Verð 6.190.000 kr.
➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ íSLANDSMEISTARI: Aldrei BIKARMEISTARI: Aldrei
Reiknað er með því
að Guðmundur Haf-
steinsson beri uppi
sóknarleik liðsins.
Markahæsti leik-
maður 1. deildar
í fyrra hefur
verið iðinn við
kolann á undir-
búningstímabilinu
og mikil pressa er á
herðum framherjans.
hefst eftir
13
daga
HANDBOLTI Danska úrvalsdeildar-
félagið Viborg tilkynnti í gær að
kvennalið félagsins hefði fengið
nýjan þjálfara. Óskar Bjarni
Óskarsson tók við liðinu á miðju
tímabili eftir að hafa hafið tíma-
bilið sem þjálfari karlaliðsins.
Viborg er í miðri úrslitakeppni
í Danmörku og í öðru sæti síns
riðils eftir fjóra leiki. Liðið hefur
unnið tvo leiki en tapað tveimur.
„Þetta er nokkuð sérstakt,“
sagði Óskar Bjarni. „Ég var á
leið með liðið í undanúrslit um
helgina þegar ég var kallaður á
fund og mér tilkynnt þetta. Ég
vissi svo sem þegar ég tók við
kvennaliðinu að þetta yrði erfitt
starf en svona hefur þetta verið
alla tíð.“
Óskar Bjarni segir að úrslitin
hafi ekki verið góð að undanförnu
og að tap liðsins gegn Team Tvis
um helgina hafi gert útslagið.
„Við höfum tapað of mörgum
leikjum og alveg eðlilegt að kíkja
á það. En ég var einbeittur í því
að fara í undanúrslitin, vinna
þann leik, fara svo í úrslitin og
vinna þar. Það var það sem ég
ætlaði að gera og er ég drullufúll
að fá ekki tækifæri til þess.“
Viborg er öruggt með sæti í
undanúrslitum en stjórn félags-
ins hefur áhyggjur af því að liðið
muni ekki komast í Meistaradeild
Evrópu á næstu leiktíð.
„Það skiptir félagið gríðarlegu
máli, vegna kostunarsamninga og
annars slíks. Svona er bara bolt-
inn.“ - esá
Óskar rekinn
frá Viborg
HVAÐ NÚ? Óskar Bjarni er í leit að nýju
starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Keppni í efstu deild
karla í knattspyrnu hefst sunnu-
daginn 5. maí. Fram að móti mun
íþróttadeild Fréttablaðsins birta
spá sína um lokastöðuna þegar
upp verður staðið í lok september.
Spáin er byggð á mati íþrótta-
fréttamanna blaðsins á fjórum
lykilþáttum hjá hverju liði fyrir
sig, þ.e. varnarleik, sóknarleik,
þjálfara og breidd.
Auk þess kynnir Fréttablað-
ið skærustu stjörnu hvers liðs,
stærsta nafnið sem gengið er í
raðir félagsins auk leikmanns
sem talið er vert að fylgjast með
í sumar.
Nýliðum Víkings frá Ólafs-
vík er spáð 12. sæti í deildinni. Á
morgun kemur í ljós hvaða lið er
talið munu hafna í 11. sæti deild-
arinnar.
Spáð í spilin
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson
bætti enn einni skrautfjöðrinni í
hatt sinn í gær er hann varð kat-
arskur meistari með Lekhwiya.
Lið hans gerði jafntefli í leik
sínum í kvöld og það stig nægði
til þess að Lekhwiya vann
sinn fyrsta meistaratitil.
Handboltaferli Ólafs
er líklega lokið núna.
Hann tekur við
starfi þjálfara hjá
karlaliði Vals í
sumar og hann
hefur gefið
það út að hann
ætli sér ekki
að spila með lið-
inu.
Hann gæti þó
leikið kveðjuleik
með íslenska
landsliðinu áður
en skórnir fara
formlega í hill-
una. - hbg
Ólafur meistari
í Katar
SPORT 23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR