Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 54
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34
„Ég er með umboðsskrifsstofu í
Los Angeles sem kom þessu til
leiðar. Það er mikil samkeppni
um svona spennandi verkefni og
valið stóð á milli mín og nokkurra
helstu tónskálda í Hollywood. En
leikstjórinn var ákveðinn í að
fá mig til samstarfs,“ segir tón-
listarmaðurinn Jóhann Jóhanns-
son. Hann semur tónlistina fyrir
kvikmyndina Prisoners eftir kan-
adíska leikstjórann Denis Ville-
neuve.
Prisoners er spennumynd
og fara stórleikarar á borð við
Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal,
Terr ence Howard og Paul Dano
með helstu hlutverk í myndinni.
Jóhann segist vera mikill aðdá-
andi Denis Villeneuve og er sér-
staklega hrifinn af kvikmyndinni
Incendies, en sú var tilnefnd til
Óskarsverðlauna árið 2011. „Við
Denis náðum saman yfir sameig-
inlegri aðdáun okkar á franska
leikstjóranum Philippe Grandr-
ieux,“ segir hann.
Jóhann hefur unnið í tónlistinni
fyrir Prisoners frá því í desemb-
er og átt nokkra fundi með leik-
stjóranum. Hann fylgdist einnig
með tökum í mars og keyrði þá
um tökusvæðið í Atlanta og fékk
þannig tilfinningu fyrir andrúms-
loftinu sem á að ríkja í myndinni
og hitti um leið leikara myndar-
innar. „Ég er með nokkuð mót-
aða hugmynd um hvaða stefnu
tónlistin mun taka, sem ég byggi
á lestri handritsins og samtölum
við leikstjórann, en ég byrja ekki
að semja fyrir alvöru fyrr en
ég fæ fyrsta klipp sem ætti
að gerast á næstu dögum.
Ég hitti bæði Jackman
og Dano í Atlanta, en ég
þekki Dano frá því ég
samdi tónlist fyrir mynd-
ina For Ellen, sem hann
lék í. Þeir eru báðir voða
fínir og Jackman spurði
mikið um Ísland.“
Aðspu rðu r seg i s t
Jóhann ætlar að vera viðstaddur
frumsýningu myndarinnar, en
áætlaður frumsýningardagur er
20. september. „Ég missi aldrei
af frumsýningu og mæti því að
sjálfsögðu.“
sara@frettabladid.is
Semur tónlist fyrir
myndina Prisoners
Jóhann Jóhannsson semur tónlist fyrir nýja kvikmynd leikstjórans Denis Ville-
neuve. Myndin skartar Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum.
ÆTLAR Á RAUÐA DREGILINN Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir
kvikmyndina Prisoners í leikstjórn Denis Villeneuve. Myndin skartar meða annars
Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum.
Jóhann fór til Suðurskautslandsins í febrúar ásamt kvikmyndagerðarmann-
inum Gregory Colbert. Tilgangur ferðarinnar var að taka
upp mynd sem hefur verið í vinnslu í ein ellefu ár,
en Jóhann semur tónlistina fyrir myndina. „Ég tók
sjálfur upp mikið efni á Suðurskautslandinu, bæði
myndbrot og hljóð, og mun búa til verk úr því efni
þegar tími gefst. Suðurskautslandið er alveg ótrú-
legt, einn fegursti staður sem ég hef komið á.
Birtan og dýralífið er alveg magnað og það
er einhver melankólía og harðneskja yfir
þessu landi sem höfðar til mín,“ segir
Jóhann um ferðalagið.
Tók upp hljóð á Suðurskautslandinu
„Það er lakkríshúðað súkkulaði
sem Kólus selur. Maður verður að
sjúga þetta og þegar maður kemst
í gegnum lakkrísinn fyllist munnur-
inn af gómsætu bráðnu súkkulaði.
Það gerist ekki betra.“
Árni Ólafur Jónsson matreiðslumaður.
NAMMIÐ
Dansk-íslenska hljómsveitin My
bubba, sem áður hét My bubba &
Mi, er nú stödd í Los Angeles að
taka upp nýja plötu með hinum
virta, bandaríska upptökustjóra
Noah Georgeson. Hann hefur áður
unnið með Joanna Newsom, Dev-
endra Banhart og The Strokes.
Platan verður gefin út hjá
danska útgáfufyrirtækinu Fake
Diamond Records í haust. Af
öðrum hljómsveitum sem gefið
hafa út á vegum Fake Diamond
eru Oh Land, Eagger Stunn og
Darkness Falls. Platan verður með
framandi áhrifum og er eins konar
ferðalag í gegnum ímynduð höf og
heimsálfur sem stúlkurnar hafa
látið sig dreyma um í skandínav-
íska skammdeginu. Eftir vestur-
förina halda þær í lítið tónleika-
ferðalag um Danmörku og koma
fram á Gloria-sviðinu á Hróars-
kelduhátíðinni.
My bubba, sem skipuð er Guð-
björgu Tómasdóttur (Bubbu) og
My Larsdotter frá Svíþjóð, hefur
lagt í ótal tónleikaferðalög um
Evrópu og Bandaríkin og spilað
m.a. á CMJ, Culture Collide, Ice-
land Airwaves og SPOT-Festival.
Fyrsta plata sveitarinnar, How
It‘s Done in Italy, kom út 2009.
EP-platan Wild & You kom svo út í
fyrra hjá Kimi Records. - fb
Taka upp plötu í Los Angeles
Hljómsveitin My bubba starfar með virtum upptökustjóra í Los Angeles.
MY BUBBA Hljómsveitin My bubba er
að taka upp nýja plötu í Los Angeles.
➜ My bubba var stofnuð yfir
uppvaski í Kaupmannahöfn
fyrir fimm árum.
„Þetta eru mjög glaðir og fyndnir menn. Ég
hef unnið með þeim áður og er mjög spennt að
fá tækifæri til þess aftur,“ segir leik- og söng-
konan Ágústa Eva Erlendsdóttir um listahóp-
inn Gelitin.
Gelitin samanstendur af fjórum Austurrík-
ismönnum sem eru á meðal upphafsmanna í
gjörningalistum. „Þeir eru í alls konar skrítn-
um pælingum sem eru fullar af húmor. Þeir
stálust til dæmis einu sinni til að byggja svalir
utan á World Trade Center. Ég veit ekki hvernig
þeir fóru að því en það komst ekki upp fyrr en
þær voru tilbúnar,“ segir Ágústa.
Hópurinn setur svo á svið alls kyns sýningar
og er Ágústa á leið til Vínar í sumar til að taka
þátt í einni slíkri. Um er að ræða tíu daga sýn-
ingu sem ber heitið The Cube. „Þeir ætla að búa
til ýmis konar verk úr kubbi sem er staðsettur
í safninu og á meðan er tónlist í gangi og bún-
ingar og alls konar skemmtilegt. Þetta er allt
voða opið og skemmtilegt og allar gerðir tón-
listarmanna alls staðar að úr heiminum sem
koma og taka þátt í þessu,“ segir hún. - trs
Syngur á sýningu sem gerist inní kubbi
Leik - og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir veitir gjörningslistahópnum Gelitin liðstyrk í Vín í sumar.
SYNGUR Í VÍN Ágústa Eva er í hópi listamanna alls
staðar að úr heiminum sem tekur þátt í sýningunni
með listahópnum Gelitin í sumar.
➜ Ágústa Eva verður með í sýningunni
í tvo daga en þá þarf hún að koma aftur
heim og í Þjóðleikhúsið þar sem hún fer
með hlutverk í Englum alheimsins.
Aðalfundur
Aðalfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu, verður haldinn
í kvöld þriðjudaginn 23. apríl 2013,
kl 19:30 í félagsheimili Sjálfsbjargar,
Hátúni 12.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Önnur mál
Þeir félagsmenn einir hafa kosningarétt sem hafa greitt félags-
gjaldið fyrir árið 2012.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórnin
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS