Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 4
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Hvað er að gerast í
stjórnarmyndunar viðræðum?
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, veitti í gær Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni, formanni
Framsóknarflokksins, umboð til
að hefja stjórnarmyndunarvið-
ræður. Sigmundur tilkynnti strax
að hann myndi ræða við formenn
allra flokka sem náðu á þing áður
en ákvörðun yrði tekin um næstu
skref og sagði að skuldamál heim-
ilanna væru forsenda samstarfs.
Sigmundur hitti Árna Pál Árna-
son, formann Samfylk ingarinnar,
og Birgittu Jónsdóttur, kaptein
Pírata, í gær.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hafði ekkert
rætt við Sigmund þegar Frétta-
blaðið ræddi við hann í gærkvöldi
og enginn fundur boðaður. Hann
segir að fyrir sér sé málið einfalt;
rétt sé að mynda tveggja flokka
stjórn sem hafi ríflegan meirihluta
og sé skipuð ótvíræðum sigurveg-
urum kosninganna, Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokki.
„Ég taldi rétt að hefja þær
stjórnar myndunarviðræður en
það er greinilegt að Framsókn
ætlar að vera opin í báða enda og
við þær aðstæður er ekki hægt
að hefja viðræður,“ segir Bjarni.
Hann segir að ef Framsókn vilji
ekki fara beint í viðræður flokk-
anna tveggja þurfi hann sjálfur
kannski að ræða við aðra flokka.
„Það er þá verið að ýta mér út í
það.“
Framsóknarmenn sem Frétta-
blaðið ræddi við í gær töldu rétt að
formaðurinn ræddi við formenn
allra annarra flokka. Slíkt væri við
hæfi hjá miðjuflokki. Hins vegar
ættu þær ekki að taka langan tíma.
Orð Bjarna verða ekki skilin
öðruvísi en að mikillar óþreyju
sé farið að gæta í herbúðum
Sjálf stæðis flokksins. Bjarni var
afdráttar laus að loknum kosningum
um tveggja flokka stjórn og
þrengdi með því möguleika flokks-
ins. Það hefði mátt skilja sem merki
um ákveðni, hefði Bjarni fengið
umboð til stjórnarmyndunar. Eftir
að forsetinn veitti Sigmundi það má
færa rök fyrir því að þetta hafi gert
stöðu Sjálfstæðisflokksins erfiðari.
kolbeinn@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
2013
➜ Dómari féllst ekki á að
dráttur á afgreiðslu skatt-
kæru Stoða ætti að standa í
vegi fyrir skuldajöfnuði.
Formlegar viðræður
flokka ekki hafnar
Formaður Framsóknarflokksins hitti tvo flokksformenn í óformlegum viðræðum í
gær. Hefur ekki enn rætt við formann Sjálfstæðisflokksins sem opnar sjálfur á við-
ræður við aðra flokka. Hugmynd um minnihlutastjórn komin aftur á kreik.
Þeirri hugmynd hefur enn á ný skotið upp kollinum að Framsóknarflokk-
urinn myndi minnihlutastjórn og vinni að tillögum sínum í skuldamálum
án aðkomu annarra flokka. Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn yrði með í
slíku plotti. Þá eru vinstriflokkarnir enn í sárum eftir kosningarnar og því
mun frumkvæði að slíku þurfa að koma frá Framsóknarflokknum sjálfum.
Hugmyndir um minnihlutastjórn
ÞINGFLOKKUR FUNDAR Þingflokkur Framsóknarflokksins hittist í Alþingis húsinu
undir kvöld í gær. Þar ræddi formaður flokksins við þingmennina og kynnti ný-
liðunum í hópnum aðstöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÓLIVÍA, AP Hæstiréttur Bóli-
víu hefur úrskurðað að Evo
Morales, forseti landsins, megi
bjóða sig fram
til embættis í
þriðja sinn.
Morales,
sem er fyrsti
forseti Bóli-
víu af frum-
byggjaættum,
var fyrst kos-
inn árið 2005
og svo endur-
kjörinn með
miklum yfirburðum árið 2009.
Fyrr það ár var stjórnarskránni
breytt þannig að forseti gæti
aðeins setið tvö kjörtímabil.
Rétturinn segir hins vegar nú
að ákvæðið sé ekki afturvirkt
og því megi Morales bjóða sig
fram á ný. Stjórnarandstaðan
er afar óánægð með niðurstöð-
una og segir hana sýna glöggt
að forsetinn hafi föst tök á
réttinum. - þj
Evo Morales, forseti Bólivíu:
Fær möguleika
á þriðja kjörinu
EVO MORALES
LÖGREGLUMÁL Ekkert hefur
spurst til Íslendingsins sem leitað
hefur verið í Paragvæ síðan
snemma í apríl. Lög reglan á
Íslandi óskaði eftir aðstoð Inter-
pol við að hafa uppi á manninum
sem er um þrítugt.
Ekki er formlega lýst eftir
manninum á heimasíðu Inter-
pol en að sögn Friðriks Smára
Björgvinssonar er málið ekki enn
komið á það stig. „Þetta er svona
eftirgrennslan eins og er,“ segir
Friðrik Smári en segir að ef ekki
spyrst til mannsins í lengri tíma
þurfi að grípa til annarra ráðstaf-
ana. - hó
Íslendingurinn í Paragvæ:
Óskað eftir að-
stoð Interpol
HORNREKA Pervez Musharraf ætlaði
sér stóra hluti í stjórnmálum, en hefur
nú verið handtekinn og sviptur kjör-
gengi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PAKISTAN, AP Pervez Musharraf,
fyrrverandi leiðtogi herforingja-
stjórnarinnar í Pakistan, er ekki
lengur kjörgengur í landinu.
Þetta er niðurstaða dómstóla
og gildir til frambúðar, en hann
hafði hugað á endurkomu í stjórn-
málin.
Musharraf stýrði landinu á
árunum 1999 til 2008 en hefur
dvalið erlendis í sjálfskipaðri
útlegð. Hann sneri aftur til lands-
ins fyrir skömmu en var hand-
tekinn, ásakaður um landráð
og aðild að morðinu á Benasir
Bhutto, fyrrverandi forsætisráð-
herra. Hann er nú í stofufangelsi á
meðan rannsókn stendur yfir. - þj
Fyrrverandi leiðtogi Pakistans:
Sviptur kjör-
gengi ævilangt
STJÓRNSÝSLA
Mun fleiri vegabréf
Alls voru 5.536 íslensk vegabréf gefin
út hjá Þjóðskrá Íslands í mars. Um
er að ræða 37,6% aukningu milli
ára samanborið við 4.024 vegabréf í
mars 2012. Hinn 1. mars var gildistími
íslenskra vegabréfa lengdur úr fimm
árum í tíu ár.
VIÐSKIPTI Verðmæti eigna þrota-
bús Kaupþings banka nam um ára-
mót 858 milljörðum króna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá slitastjórn
bankans jókst verðmætið um 25
milljarða á árinu 2012. Sé tekið til-
lit til gengisbreytinga lækkar mat
á raunvirði eigna um 14,5 millj-
arða króna. Slitastjórn samþykkti
kröfur að upphæð 2.848 milljarða
króna á tímabilinu. Heildarkröfur
á hendur Kaupþingi námu 3.067
milljörðum króna. Þær lækkuðu
um 456 milljarða 2012. - óká
Kröfur á Kaupþing lækkuðu:
Verðmæti eigna
858 milljarðar
208,1233
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,71 117,27
180,81 181,69
152,48 153,34
20,447 20,567
20,017 20,135
17,830 17,934
1,197 1,204
176,02 177,06
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
30.04.2013
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Föstudagur
Stíf SV-átt, einkum V-til.
HLÝNAR HÆGT Í dag verður svalt en úrkomulítið á landinu. Á morgun þokast hitinn
upp og vindur snýst í suðlægar áttir og á föstudaginn dregur heldur til tíðinda. Þá
hvessir af suðvestri, fyrst vestanlands og það hlýnar enn frekar í veðri.
-1°
6
m/s
0°
7
m/s
2°
7
m/s
1°
6
m/s
Á morgun
Strekkingur allra vestast.
Gildistími korta er um hádegi
6°
4°
3°
3°
2°
Alicante
Aþena
Basel
20°
29°
23°
Berlín
Billund
Frankfurt
17°
13°
20°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
23°
10°
10°
Las Palmas
London
Mallorca
22°
14°
20°
New York
Orlando
Ósló
18°
28°
12°
París
San Francisco
Stokkhólmur
16°
24°
10°
1°
2
m/s
2°
10
m/s
-1°
7
m/s
-2°
8
m/s
-1°
8
m/s
0°
7
m/s
-6°
6
m/s
4°
3°
2°
1°
2°
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur sýknaði í gær íslenska ríkið
af kröfu Stoða um að skattkrafa
upp á 444 milljónir króna félli
undir nauðasamninga félagsins.
Rannsókn skattsins hófst árið
2008 á bókhaldi og skattskilum
félagsins, sem þá hét FL Group hf.
Yfirskattanefnd ákvað árið 2011
að Stoðir yrðu að greiða rúmar
400 milljónir króna í skatt vegna
rekstraráranna 2006 og 2007
umfram það sem nam upphaf-
legri álagningu. Stoðir vildu meina
að endurálagningin ætti að falla
undir nauðasamninga fé lagsins
en því hafnaði dómari.
Verulegur dráttur varð á
afgreiðslu skattkæru Stoða, sem
móttekin var af Skattstjóranum
í Reykjavík 12. október 2009. Í
niður stöðu dómsins kemur fram
að fallast megi á með Stoðum að
dráttur á afgreiðslu kærunnar
brjóti í bága við málshraðareglur
stjórn sýslunnar og óskráðar megin-
reglur á sviði stjórnsýsluréttar.
Dómurinn féllst ekki á þau rök
Stoða að dráttur á afgreiðslu skatt-
kæru stefnanda stæði í vegi fyrir
skuldajöfnuði sem fram fór 27. júní
í 2011 en úrskurðaði að hann hefði
verið í samræmi við lagafyrirmæli
sem um hann giltu. Ríkið var sýkn-
að af endurgreiðslukröfunni. - hó
Stoðir vildu að 440 milljóna króna skattkrafa félli undir nauðasamninga:
Ríkið sýknað af kröfu Stoða