Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 18
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18
Í aðdraganda kosninga
snerist umræða um heil-
brigðismál að mestu um
afstöðu framboða til bygg-
ingar nýs Landspítala. Að
byggja eða ekki byggja.
Flest framboðin eru fylgj-
andi þeirri stefnu sem alið
hefur verið á síðustu ár, að
þjóðin þurfi nýjan Land-
spítala. Slagorð tilvonandi
framkvæmdar eru fyrir
nokkru orðin mantra þjóð-
arinnar: Úreltur tækja-
kostur og Landspítal-
inn er starfræktur á 17 stöðum,
þar af leiðandi þarf þjóðin nýjan
Land spítala af þegar skilgreindri
stærðargráðu. Heilbrigðisþjónust-
an þarf á innspýtingu að halda. Það
geta allir verið sammála um, hvaða
flokk sem þeir styðja. Hins vegar
hafa aðrir valmöguleikar við nýjan
Landspítala ekki verið settir fram
og engu líkara en laga eigi heil-
brigðisþjónustu þjóðarinnar í eitt
skipti fyrir öll með þeirri stöku
framkvæmd.
Heilbrigðisstarfsmenn eru því í
erfiðri stöðu þegar þeim er boðin
þessi stóra framkvæmd eftir ára-
tugalangt svelti. Það segir því eng-
inn „nei takk“ því það eru engir
aðrir valmöguleikar settir fram.
Er bygging þarfasta framkvæmdin?
En er bygging nýs Landspítala
þarfasta framkvæmdin í eflingu
heilbrigðisþjónustunnar? Tækja-
kostur íslenskrar heilbrigðis-
þjónustu er síst minni en annarra
OECD-landa og sömuleiðis er notk-
un þessara tækja meiri en þekk-
ist meðal viðmiðunarþjóða okkar
innan OECD. Starfsstöðvafjöldi
Landspítalans er einnig hluti af
möntrunni um nauðsyn bygging-
ar nýs spítala. Í því samhengi væri
fróðlegt að bera það saman við
aðrar stofnanir eins og t.d. Háskóla
Íslands – hvað ætli hann sé rekinn
á mörgum stöðum? Það þarf ekki
endilega að vera slæmt.
Ein rökin sem nefnd hafa verið
fyrir byggingu nýs Landspítala er
að eftirstríðskynslóðirnar stóru,
sem sprengdu grunn-, framhalds-
og háskólana á sínum tíma, þurfi
nú stærri spítala þar sem þær
þurfi nú á vaxandi heilbrigðis-
þjónustu að halda. Aldrað fólk þarf
ekki lækningu á spítala, þó
þörf þess fyrir heilbrigð-
isþjónustu aukist. Aldr-
aðir þurfa fyrst og fremst
grunnheilbrigðisþjónustu
sem undirbúa þarf með
eflingu heilsugæslunnar og
félagsþjónustunnar, sem og fjölgun
hjúkrunar rýma.
Ofuráhersla á byggingu
Gildandi lög um heilbrigðismál og
heilbrigðisáætlun velferðarráðu-
neytisins sem mótar framtíðarsýn
og setur markmið í heilbrigðis-
málum fram til ársins 2020, und-
irstrika að tryggja eigi grunnheil-
brigðisþjónustu, sem hérlendis er
byggð upp af heilsugæslustöðvum.
Ofuráhersla á byggingu nýs spít-
ala til að koma heilbrigðisþjón-
ustu þjóðarinnar til bjargar hefur
réttilega verið kallað stefnurek (e.
policy drift) heilbrigðisþjónust-
unnar, þar sem lagasetning og heil-
brigðisáætlun taka mið af trygg-
ingu grunnheilbrigðisþjónustu
en framkvæmdaþátturinn stang-
ast hins vegar á við það og miðast
fyrst og fremst að því að styrkja
sérhæfða heilbrigðisþjónustu með
byggingu nýs Landspítala.
Í fullkomnum heimi gætum við
gert hvort tveggja, ráðist í stórar
framkvæmdir til að styrkja bæði
sérhæfða heilbrigðisþjónustu og
grunnheilbrigðisþjónustu, því
þörfin er vissulega fyrir hendi á
báðum stöðum. En það er því miður
ekki veruleiki okkar, síst af öllu í
hægu bataferli eftir efnahagslegt
hrun. Hætt er við því að ekki verði
meira til skiptanna fyrir eflingu
heilbrigðisþjónustu í fjárlögum
næstu ára, ef af þessari dýru fram-
kvæmd verður. Sú framtíðarsýn er
uggvænleg fyrir grunnheilbrigðis-
þjónustu sem þegar þarf sárlega á
styrkingu að halda.
Því hljótum við að verða að
spyrja okkur, er bygging nýs Land-
spítala þarfasta framkvæmdin í
eflingu heilbrigðisþjónustunnar?
Að byggja eða ekki
byggja nýjan Landspítala
Á Íslandi hefur náðst
markverður árangur
í að vinna úr því efna-
hagshruni sem varð árið
2008. Helstu hagvísar
eru til sannindamerk-
is um þessa breytingu.
Vextir eru 6%, verð-
bólga um 3%, hagvöxtur
nálægt 2%, ríkissjóð-
ur nær hallalaus, gengi
krónunnar hefur styrkst
og ríkið getur fjármagn-
að sig á erlendum mörk-
uðum. En þó að þjóðin sé
komin langan veg frá því
hruni og góður grunnur lagð-
ur að lífskjarasókn standa eftir
mörg óleyst verkefni, sem munu
hafa áhrif á hversu vel okkur
mun farnast.
Langstærsta verkefni næsta
kjörtímabils er að ná árangri
í afnámi gjaldeyrishafta til að
ljúka megi því efnahagslega
uppgjöri sem varð við fall stóru
viðskiptabankanna. Umfang
þess er stjarnfræðilegt hvernig
sem á það er litið en hagkerfi
þrotabúanna losar líklega um
2.700 milljarða króna, sem er
rúmlega ein og hálf landsfram-
leiðsla. Ekki er bráð hætta af
umfangi þessa hagkerfis og hluti
þess er erlendar eignir.
Töf veldur þrýstingi á krónu
Aftur á móti vex stór hluti eign-
anna og býr sífellt til nýjar
„aflandskrónur“ innan hafta
eða krónur sem vilja rata aftur
til erlendu eigenda sinna og
skapa því þrýsting á
gengi krónunnar. Því
lengur sem það tekur að
afnema höftin því meira
vex þessi krónueign,
sem þýðir að enn meiri
þrýstingur skapast á
gengi krónunnar. Fyrir
utan þessa sístækk-
andi krónueign eru fram
undan gjalddagar orku-
fyrirtækja í erlendri
mynt, afborganir ríkis-
sjóðs og sveitarfélaga
á erlendum lánum. Erf-
itt er að sjá þegar allir
þessir þættir leggjast saman að
afgangur af vöruskiptum dugi
til að standa undir útgreiðslum
sem og er gert ráð fyrir að inn-
flutningur eigi eftir að aukast.
Ríkt hagsmunamál
Ef illa tekst til við afnám hafta
mun það hafa afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir íslenskt efnahagslíf.
Of mikill þrýstingur á krónuna
vegna útgreiðslna í erlendri mynt
myndi þýða fall hennar. Fyrir
heimilin í landinu þýddi fall
hennar mikla lífskjaraskerðingu
vegna þess verðbólguskots sem
fylgdi í kjölfarið. Viðlíka vaxta-
hækkun við slíkt verðbólguskot,
eins og ráðist var í í hruninu,
myndi að öllum líkindum endan-
lega kæfa hagkerfið. Þessi dökka
mynd er ekki sett fram til að
vekja ótta hjá neinum heldur ein-
ungis til að útskýra hversu ríkt
hagsmunamál það er að vel takist
til við afnám gjaldeyrishafta.
Samstillt átak tryggir árangur
Það er líka full ástæða til að
ætla að með samstilltu átaki geti
náðst farsæl niðurstaða í afnámi
hafta. Í dag starfar þverpólitísk
nefnd um afnám hafta en innan
þeirrar nefndar hefur verið
rík samstaða um þau markmið
sem skal hafa að leiðarljósi við
ferlið. Þau eru að höftin verða
ekki afnumin nema heildræn
lausn finnist sem tryggi hags-
muni þjóðarbúsins fyrst og síð-
ast. Slíkt gæti m.a. þýtt samn-
inga við kröfuhafa um skilmála
útgreiðslna þar sem krónueignir
eru verðfelldar eða skattlagn-
ingu við útgreiðslu. Allavega
er ljóst að kröfuhafar eru ekki
í forgangi þegar kemur að
afnámsferlinu heldur einungis
það sem tryggir hér fjármála-
og gengisstöðugleika. Afnáms-
ferli sem gjaldfellir krónur hér
innanlands til að tryggja kröfu-
höfum útgreiðslur er misheppn-
að afnámsferli. Skilningur á
þessu atriði tryggir þá nauðsyn-
legu samstöðu sem þarf til að ná
árangri.
Samstaða um
afnám gjaldeyrishafta
➜ Þjóðin þarf á öðru
að halda en því sem
oft er kallað „sterk
stjórn“ fyrir það eitt
að vera meirihluta-
stjórn…
GJALDEYRIS-
HÖFT
Huginn Freyri
Þorsteinsson
situr í nefnd um
afnám
gjaldeyrishaft a
➜ Of mikill þrýstingur á
krónuna vegna útgreiðslna
í erlendri mynt myndi þýða
fall hennar. Fyrir heimilin
í landinu þýddi fall hennar
mikla lífskjaraskerðingu
vegna þess verðbólguskots
sem fylgdi í kjölfarið.
Af því tilefni að friðun
dýrmætra útivistarsvæða
borgarbúa er til umfjöll-
unar skorar undir rituð,
íbúi í Reykjavík, á þig,
kæri borgarstjóri, að snúa
leiftursnöggt við mark-
vissum lögbrotum á hinni
einstöku útivistarperlu
Úlfarsfelli. Úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auð-
lindamála felldi úr gildi
byggingarleyfi fyrir fjar-
skiptamöstrum á toppi
fellsins fyrir rúmu hálfu
ári með þeim rökum að engin
lagastoð hefði verið fyrir leyfinu.
Úlfarsfell er skilgreint óbyggt
svæði til útivistariðkunar og ólög-
legt að byggja þar nema í mesta
lagi göngustíga að gefnum ströng-
um skilyrðum samkvæmt gild-
andi aðalskipulagi. Þrátt fyrir það
sýnir starfsfólk Reykjavíkurborg-
ar engin merki þess að gera Voda-
fone að fjarlægja hin ólöglegu
mannvirki, þvert á móti. Í því ljósi
er undarlegt að ræða friðun mikil-
vægra útivistarsvæða borgarinn-
ar eins og Öskjuhlíðar og Elliða-
árdals á meðan staðið er að því að
fórna stórfenglegri náttúruperlu
innan borgarmarka í þágu hags-
muna stórfyrirtækis. Við hljótum
að gera þá kröfu að starfsmenn
borgarinnar, launþegar hjá mér
og þér, vinni starf sitt af heilind-
um og heiðarleika og fari að lands-
lögum án undantekninga.
Byggingarfulltrúi, borgar-
fulltrúar og skipulagsstjóri hafa
um mánaða skeið komið fram við
íbúa og félagasamtök sem láta sig
framtíð Úlfarsfells varða á þann
hátt að þeim sé það í sjálfsvald
sett að hlíta opinberum úrskurð-
um og ályktunum; barið höfði
við stein andspænis þeirri stað-
reynd að engin lög heimiluðu
afhendingu umrædds bygging-
arleyfis til aðila sem fóru fram
með gríðarlegu jarð- og náttúru-
raski á kórónu einhverrar vinsæl-
ustu útivistarperlu höfuðborgar-
svæðisins. Almennum borgurum
var hvergi gefinn kostur á lýð-
ræðislegri aðkomu vegna leyfis-
veitingarinnar, eins og
lög gera ráð fyrir, sem er
alvarlegt umhugsunarefni
og ástæða til að spyrja
hvers vegna meðvitað og
markvisst var sneitt hjá
lögbundnu ferli.
Framganga Vodafone
Starfsmenn Vodafone sem
fóru fyrir framkvæmdum
á Úlfarsfelli voru ekki til
viðræðu við fólk um þær
varanlegu eyðileggingar
á hlíðum og tindi fellsins
sem fyrirtækið stóð fyrir með
fjölda stórvirkra vinnuvéla, eða þá
staðreynd að fegursti tindur fells-
ins yrði vegna ójónaðrar geislun-
ar girtur af og ekki ætlaður fólki
í framtíðinni. Í stað þess að sýna
umhyggju fólks fyrir umhverfi
sínu skilning og virðingu var talað
í niðurlægjandi tóni til almennra
borgara og yfirverkstjóri sýndi af
sér slíkan hroka að milljóna aug-
lýsingar fyrirtækisins nú í öllum
fjölmiðlum og strætóskýlum um
góð samskipti, virðingu og þolin-
mæði hljóma eins og loftsteina-
drífa. Þolinmæði var ekki til að
dreifa þegar starfsmenn hlógu að
þeim sem bentu á að skynsamlegra
væri að fyrirtækið hinkraði með
óafturkræft jarðrask á útivist-
arperlu meðan kæra væri í ferli
varðandi lögmæti þess.
Efstihnúkur á heimsmælikvarða
Efstihnúkur sem nú hefur verið
höggvinn sundur er útsýnispallur
á heimsmælikvarða og líklega fá
dæmi um annað eins víðsýni í höf-
uðborg. Af hnúknum ber m.a. fyrir
augu: Snæfellsjökul, Snæfells-
nes, Akranes, Akrafjall, Botnsúl-
ur, Esju, Ármannsfell, Kistufell,
Skálafell, Hrafnabjörg, Kálfs-
tinda, Dyrfjöll, Hengil, Hengils-
svæði, Húsmúla, Skarðsmýrar-
fjall, Bláfjöll, Keili, Suðurnes,
Reykjavík, sund, eyjar, Geldinga-
nes, Mosfellsdal, Reykjadal, Úlf-
arsárdal, Hafrafell, Hafravatn,
Reynisvatn, Hólmsheiði …
Orð Guðbjargar Thoroddsen
um ætlun Gríms Norðdal, fyrr-
verandi eiganda jarðarinnar Úlf-
arsfells og Efstahnúks, lýsa vel
hug og hugsjónum þeirra sem
best til þekkja: „Grímur var hug-
sjónamaður sem unni mannfólkinu
fyrst og fremst. Hann gaf Reykja-
lundi í Mosfellsbæ Efstahnúk fyrir
mörgum árum og sagði hann mér
ánægður frá því að hann hefði látið
það fylgja gjöfinni að gerður yrði
akfær vegur upp á Efstahnúk til
að fatlaðir kæmust þangað upp til
að sjá það einstaka og stórkostlega
útsýni sem þaðan er. […] Nú eftir
að Reykjavík kaupir þetta svæði er
engin virðing og lítið um hugsjón-
ir fyrir utan þá einu sem er „hver
á auðinn og völdin“ og það skal
ráða för. Væri nú ekki skárra að
gera þarna eitthvað fallegt í anda
Gríms sáluga og láta mastur […]
eitthvert annað þar sem ekki er
náttúruperla?“
Úlfarsfell er óumdeilanlega í
sérflokki vegna víðsýnisins en á
sama tíma lífræn heild þar sem
einstakar fuglategundir eiga
aðsetur, þar á meðal sjaldgæfar
uglur. Engan þarf því að undra
þann fjölda fólks sem fjallið laðar
að dag hvern.
Borgin leiðrétti lögbrot
Brotalöm í stjórnsýslu borgar-
innar sem opinberast með þeim
hætti að embættismenn og borg-
arfulltrúar hampa stórfyrirtæki á
kostnað réttlætis og lýðræðis og
reyna að fengnum dómi að sveigja
reglugerðir að röngum ákvörðun-
um eftir á tilheyrir ekki heiðar-
legri og skemmtilegri stjórnsýslu
af því tagi sem þú stendur fyrir
og vilt skapa, kæri borgarstjóri.
Lögbrot eru ekki valkvæð í opin-
berum störfum heldur kalla á leið-
réttingu.
Kæri Jón, friðum Úlfarsfellið!
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Guðlaug
Einarsdóttir
ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur
NÁTTÚRU-
VERND
Þórdís
Hauksdóttir
framhaldsskóla-
kennari
➜ Úlfarsfell er óumdeilan-
lega í sérfl okki vegna
víðsýnisins en á sama tíma
lífræn heild þar sem ein-
stakar fulglategundir eiga
aðsetur, þar á meðal sjald-
gæfar uglur.