Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 12
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Íslenskt verkalýðsfólk gekk í fyrsta skipti fylktu liði á 1. maí árið 1923 og sú hefð er því 90 ára. Verkalýðs- hreyfingin á Vestur löndum verður til í lok 19. aldar og eflist mjög í byrjun þeirrar 20. og 1. maí hefur verið alþjóð legur baráttu dagur verkalýðsins síðan árið 1890, en dagsetningin var valin til að minn- ast þess þegar lögregla drap fjölda mótmælenda í Hay market í Chicago árið 1886. Uppgangur verkalýðshreyfingar- innar tengist þjóðfélagsbreyting- um og 1. maí var ekki síst hugsað- ur sem dagurinn þegar verkafólk sýndi styrk sinn. Ragnheiður Krist- jánsdóttir sagnfræðingur, sem ritað hefur um sögu vinstrihreyf- ingarinnar hér á landi, segir dag- inn snúast um sjálfsstyrkingu sem og kröfugerð. „Það að koma saman, sýna sig fýsískt sem hópur, skiptir máli og skapar tilfinningu. Það er öðrum þræði hugmyndin á bak við daginn, að skapa til- finningu fyrir því að það sé stór og sterkur hópur sem getur staðið saman í kröfu- gerð á hendur atvinnulífinu og kapítalistum, eins og það var skilgreint í upphafi.“ Ragnheiður segir að frá upphafi hafi dagurinn verið skipulagður á forsendum verka- lýðshreyfingarinnar, en þegar leið á öldina hafi það orðið algengara að aðrir hópar nýttu sér athyglina sem dagurinn skapaði til að koma sínum kröfumálum á framfæri. Rauðsokkur ræskja sig Fréttablaðið greindi frá því í gær að innan verkalýðshreyf ingarinnar væri óánægja með Græna göngu, sem fara á fram samhliða kröfu- göngu verkalýðsfélaganna. Þetta er þó fráleitt í fyrsta skipti sem hópar nýta sér kröfugönguna til að koma málstað sínum á framfæri. Ragnheiður segir það tengt ´68 bylgjunni að aðrir hópar banki upp á, sem ekki séu beinlínis sprottnir úr verkalýðshreyfingunni en líti á dag- inn sem tækifæri til að koma fram með kröfur um róttækar samfélagsbreytingar. „Þetta tengist ´68 bylgj- unni þannig að þetta eru oft hópar lengst til vinstri. Skýr- asta dæmið um þetta hér á landi er þegar rauð sokkur ákveða að taka þátt, sem sér- stakur aðgreindur hópur, í 1. maí göngunni árið 1970. Þær gera það með mjög eftirminnilegum hætti, fá lánaða styttu af Venus sem notuð hafði verið í uppsetningu á Lýsisströtu. Þetta vakti andstöðu innan verka- lýðshreyfingarinnar og var alls ekki vel tekið. Það var beinlínis reynt að stöðva þátttöku rauðsokka í göng- unni, en þær héldu sínu striki og fengu mikla athygli. Að mörgu leyti stela þær deginum þarna.“ Stefán Pálsson sagn fræðingur bendir á að kvenréttindamál hafi einnig verið áberandi í göngunni 2003. Femínistafélagið var þá nýstofnað og stefndi fólki í kröfu- gönguna í bleikum bolum. „Bleikir bolir og bleikir fánar nálega yfirtóku þá göngu. Sjón- varpsmyndavélarnar voru upp- teknar af bleika litnum, sem og mót- mælaspjöldum gegn Íraksstríðinu.“ Pólitískar yfirskriftir Stefán segir athyglisvert að framan af og langt fram á seinni hluta síð- ustu aldar hafi yfirskriftir mót- mælafundanna, sem haldnir eru í kjölfar ganganna, verið mjög landspólitískar. Oftar en einu sinni sé hermálið gert að einni af lykil- kröfum dagsins og ákveðinna leiða í landhelgismálinu krafist. „Ef farið er í gegnum söguna stenst það ekki mjög vel að þetta hafi alltaf verið sátta- og breið- fylkingaraðgerð, þar sem verka- lýðshreyfingin fer í sparifötin,“ segir Stefán. Hann segir þeirrar tilhneiging- ar einmitt hafa gætt síðustu árin að 1. maí sé tíminn fyrir verkalýðsfé- lögin til að taka fram flottu fánana og fara í sögulega upprifjun. Þannig hafi það síður en svo alltaf verið. Til að mynda hafi gangan iðu- lega borið merki kosninga, þegar hún fer fram á kosningaárum. Það eigi frekar við þegar kosningar hafa verið í kjölfar 1. maí, en líka þegar þær voru rétt fyrir hann. „Árið 1991 var Viðeyjar stjórnin nýmynduð og þeir sem voru óánægðir með hana höfðu sig mikið í frammi. Þegar kosningarnar eru eftir 1. maí hefur ekki verið þver- fótað fyrir boðum í kaffi á vegum framboðanna.“ Pönkarabitið horfið Nokkuð hefur verið rætt um það á undanförnum árum að 1. maí hafi misst gildi sitt sem baráttudagur. Árið 1983 var umgjörð hans breytt og gengið var frá höfuðsstöðvum ASÍ, sem þá voru við Grensásveg, að Laugardalshöllinni. Þar voru verka- lýðsfélögin með bása og kynntu stefnu sína. Þetta var ekki endur- tekið. Stefán segir hugmyndina um að 1. maí sé í kreppu mun eldri en í fyrstu geti virst. Á áttunda áratugnum hafi verið haldinn sérstakur fundur til hliðar við fund fulltrúaráða verka- lýðshreyfinganna, sem oft hafi slag- að í hinn opinbera að fjölmenni. „Mörgum fannst að verkalýðs- hreyfingin væri orðin deig. Þegar sú tilfinning er orðin rík hjá mörgum að stór hluti verkalýðshreyfingar- innar sé kominn úr takti við umbjóð- endur sína fá minni hópar meira vægi. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt, en má segja að hafi aukist með tím- anum. Nú mega menn hafa sig alla við til að pína fulltrúaráðið til að mæta og ganga undir sínum gunnfána og það tekst nú ekki alltaf.“ Stefán segir þetta kannski skýrast af því að verkalýðshreyfingin hafi á síðustu árum viljað vera samráðs- batterí í anda þjóðar sáttasamninga. Ekki verði bæði sleppt og haldið. „Ef þú ætlar að vera í samræðu- pólitík, þar sem allir hagsmuna- aðilar koma saman og finna málamiðlanir, þá hefurðu ekki pönk- arabitið á sama tíma.“ Úr skýrum kröfum í almenn orð Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi í 90 ár. Framan af voru kröfur verkafólks skýrar og skil- greindar en á síðari árum hefur dregið úr bitinu og kröfurnar orðnar almennari yfirlýsingar. Margir hafa nýtt sér athygli dagsins. UPPHAFIÐ „Friðurinn ríki, hervaldsstjórnin víki“ „Enga ríkislögreglu“ „Enga nætur- vinnu, nóga dagvinnu“ „Fátækt er enginn glæpur“. Þessar eru á meðal krafna í annarri göngunni sem haldin var árið 1924. Þá er að finna spjald með kröfunni „Fullkomnar slysa- og sjúkratryggingar“, sem var lengi krafa verkalýðshreyfingarinnar sem varð að veruleika í almannatryggingakerfinu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR MISMUNUN Iðnnemar vekja athygli á misháum framlögum til mennta- og iðnskóla árið 1974. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR PRÚÐBÚIÐ FÓLK Fjöldi manns á mótmælafundinum á Lækjartorgi árið 1964. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR STEFÁN PÁLSSON Það eru ekki bara hagsmunaaðilar sem nýta sér mannsöfnuðinn á 1. maí. Í göngunni árið 2007 réð Nói-Síríus ungmenni til að taka þátt í kröfugöngunni með auglýsingar um Tópas á kröfuspjöldum. Hópurinn hrópaði einnig upp slagorð, sem voru auglýsingar fyrir sælgætið. Uppátækið vakti litla hrifningu hjá verkalýðshreyfingunni og fór svo að markaðsstjóri hjá Nóa-Síríusi baðst afsökunar á því. Stefán Pálsson segir það kannski til marks um breytt vægi dagsins að ein- hverri auglýsingastofunni skyldi hafa dottið í hug að nýta hann á þennan hátt. Markaðsmaður sem stungið hefði upp á því tuttugu árum fyrr hefði ekki orðið langlífur í starfi. „Það rammar samt kannski ekkert betur góðærið inn, þegar Íslendingar voru orðnir svo ríkir og komnir úr öllum takti við söguna og sjálfa sig. Aumingja börnin máttu þakka fyrir að vera ekki lamin af reiðum, gömlum verkalýðsfor- kólfum og eflaust er hægt að finna einhverja þeirra sem enn þann dag í dag láta Tópas aldrei inn fyrir sínar varir.“ Beðist afsökunar á Tópasi AUGLÝSINGAR Nói-Síríus tróð Tópasi inn í kröfugönguna árið 2007 og þurfti að biðjast afsökunar í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN Ragnheiður Kristjánsdóttir segir breytt eðli 1. maí kannski mega skýra með breyttri stöðu verkafólks. „Verkafólk er ekki lengur skilgreindur þjóðfélagshópur, eða pólitískur hópur. Það var mjög greinilegt í kosn- ingabaráttunni núna. Orðið verkafólk hefur örugglega hvergi komið fyrir og orðið launafólk mjög sjaldan. Viðfangsefnið núna er frekar eitthvað sem heitir heimilin í landinu, sem er mjög loðið hugtak.“ ➜ Ekki skilgreindur þjóðfélagshópur RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR F é la g v él st jór a og málmtæ kn im a n n a Útifundur á Ingólfstorgi Félagsmenn fjölmennum og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi 1. maí. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13:00 Boðið verður upp á kaffi að útifundi loknum í Gullhömrum Grafarholti, frá kl. 15:15 - 17:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.