Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. maí 2013 | SKOÐUN | 17 Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, fram- leiðni lág og vinnutími lang- ur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráð- gjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknar- færi felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auð- lindum. Það kallar á hærra mennt- unarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumark- aði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Í alþjóðlegum sam- anburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og stefnumót- un til langs tíma. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar hvað varðar lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undan- förnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalönd- in er annars vegar. Framþróun á vinnumarkaði Það er mat Bandalags háskólamanna (BHM) að áherslubreyting þurfi að verða í stefnumótun á íslenskum vinnumarkaði. Háskólamenntuðu vinnuafli fer ört fjölgandi og því er brýnt að tillit sé tekið til þess við áætlana- gerð í kjaramálum á öllum sviðum. Markviss fjölgun starfa á íslenskum vinnu- markaði má alls ekki horfa fram hjá þessum hópi, enda myndi slíkt bitna á öllum, ekki síst ófaglærðum. Það mun ekki ganga til lengdar að treysta á að vinnumark- aður háskólamenntaðra verði til af sjálfu sér, eins og hingað til hefur verið gert. Uppbyggingu starfa fyrir háskóla- menntaða, hvort sem hún er undir merkjum nýsköpunar, sprotastarfs eða skapandi greina, ber síst að skoða sem atlögu að hefðbundnum starfsgreinum. Þvert á móti er það mikill styrkur þegar saman fer rótgróin starfsemi og ný færni. Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti við- semjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera fær- ast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breyt- ingar kalla á nýja nálgun við samn- ingagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hug- myndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Þennan tiltekna upphafsdag maí- mánaðar hlýtur forysta launafólks að vera meðvituð um framkomn- ar hugmyndir um nýja þjóðarsátt. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verð- ur sú samræða óhjákvæmileg. Og þennan maídag, nú sem fyrr, svífur landlægur launamunur kynja yfir vötnum og virðist ekki ætla að hypja sig í bráð. Mun þjóðarsátt um kjör fela í sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttis- málum? Og mun ný þjóðarsátt, eins og sú fyrri og nýlegur stöðugleika- sáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Getur einhver sætt sig við það? Forsenda fyrir bættum réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnu- líf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekk- ingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verð- ur að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst mun umræða framtíð- arinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Horfum því fram á veginn, mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar. 1. maí -- framtíðarsýn Bandalags háskólamanna Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosninga- dagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrð- is og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkis- stjórnar Jóhönnu Sigurðardótt- ur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir. Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnar- andstöðuflokkarnir, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Fram- sóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varn- arsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar). Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganótt- ina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegar- ar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald. „Hin breiða skírskotun“ STJÓRNMÁL Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingis- maður Framsóknar- fl okksins ➜ Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihluta- stjórn, formlega sterk upp á atkvæða- greiðslur í þinginu. KJARABARÁTTA Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM ➜ Uppbygging á vinnu- markaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Margar vinnandi hendur koma að starfsemi og framleiðslu Alcoa Fjarðaáls, sem er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Í störfum okkar göngum við út frá virðingu fyrir einstaklingnum og jöfnum tækifærum til starfsframa. Hvar sem Alcoa starfar í heiminum er leitast við að setja velferð starfsmanna í fyrsta sæti. Okkar dýrmætasta auðlind býr í afli hugar og handa og við hjá Alcoa Fjarðaáli erum stolt af því að fá að virkja mannvitið til hagsbóta fyrir starfsmenn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. www.alcoa.is Fyrir samfélagið og komandi kynslóðir Sendum öllu launafólki hátíðarkveðju á 1. maí ÍSLE N SK A /SIA.IS ALC 63991 04/13 Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls hafa aðgang að heilsugæslu á vinnustaðnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.