Fréttablaðið - 09.05.2013, Síða 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
18
SELFRIDGES OPNAR BÍLALÚGUSelfridges opnar bílalúgu í janúar næstkomandi. Þá geta við-
skiptavinir pantað draumavarninginn á netinu og fengið
afhentan í gegnum bílalúgu með háklassaþjónustu á móttöku-
svæði aftan við verslunina á Oxford-stræti. Selfridges vonast
til að allar vörur verslunarinnar, nema viðkvæmar matvörur,
verði fáanlegar á netinu í lok árs.
ANGUR REYKJAVIK Óskar Hallgrímsson, nemi í Listaháskóla Íslands fór að þrykkjaá
É g á hjólabretti en kann engin trix, get í mesta lagi rennt mér áfram og aftur á bak. Pælingin er samt að þetta verði að skatewear-línu,“ segir Óskar Hallgrímsson, sem silki þrykkir á boli og peysur undir merkinu AngurReykjavík. Óskar stunda áhö
fátækur námsmaður að ég borða allan
pening sem ég á,“ segir hann sposkur.
„Ég hef verið að nýta mér aðstöðuna í skólanum en ætla að fara með dótið
mitt inn á Karolinafund comþanni
KANN ENGIN TRIXÍSLENSK HÖNNUN Óskar Hallgrímsson hannar undir merkinu Angur Reykja-
vík. Á teikniborðinu er skatewear-lína en sjálfur kann hann ekkert á bretti.
Hann segist hafa mikinn áhuga fyrir tísku og hönnun.
Teg 81103 - létt fylltur í 70-85B, 75-90C á kr. 5.800,- buxur við á kr. 1.995,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14
KLASSÍSKUR !
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
9. maí 2013
108. tölublað 13. árgangur
Olía lak á vatns-
verndarsvæði
Til stóð að flytja 1.600 lítra af olíu
á Þríhnúkagíg. Í olíuflutningum
gærdagsins láku 600 lítrar af dísilolíu
á bílaplan í Bláfjöllum. 2
Búsifjar fyrir S og V Vegna minna
fylgis dragast framlög ríkisins til
fráfarandi stjórnarflokka saman tugi
milljóna á ári. 4
Krefst fangelsis Farið er fram á 18
mánaða fangelsi yfir Lýði Guðmunds-
syni í Exista-málinu svokallaða. 6
Þriðjungshækkun Bréf Trygginga-
miðstöðvarinnar (TM) hækkuðu um
þriðjung frá útboði á fyrsta degi við-
skipta í Kauphöllinni í gær. 6
SPORT Sir Alex Ferguson hættir sem
stjóri Manchester United eftir 27 far-
sæl tímabil á Old Trafford. 38
SKOÐUN Heimilisofbeldi er þjóð-
félagsmein sem við getum aldrei sætt
okkur við, skrifar Eygló Harðardóttir. 18
MENNING Leikarahjónin Ingibjörg
Huld Haraldsdóttir og Hilmir Jensson
eru á leið til Akureyrar. 42
LEIÐIN TIL
HOLLUSTU
www.skyr.is
Skyr.is drykkirnir
standast þær ströngu
kröfur sem gerðar eru til
matvæla sem merktar eru
Skráargatinu. Þú getur
treyst á hollustu Skyr.is.
í dag
Opið
13-18
SPJALDTÖLVUR FYRIR SUMARIÐ
FONEPAD3G
59.990
LANDBÚNAÐUR Ljóst þykir að
fjölmargir bændur á Norður- og
Austur landi muni verða fyrir
verulegu tjóni af völdum óblíðrar
veðráttu síðustu mánuðina.
Sigurður Eyþórsson, formaður
Landssambands sauðfjárbænda
(LS), segir snjóalög gera mönnum
erfitt fyrir en svellbunkar valdi
jafnvel frekar áhyggjum vegna
fyrirsjáanlegs kaltjóns. Uppskeru-
brestur og tekjutap er raunveruleg-
ur möguleiki en margvíslegar hug-
myndir um úrlausnir eru ræddar.
Snjór er áberandi mestur í Fljót-
um, Bárðardal og Svarfaðar dal.
Víða annars staðar er þó fannfergi
mikið. Sigurður segir að á öðrum
svæðum sem heimsótt hafi verið
sé minni snjór en mikil svellalög á
túnum. „Sé mikið kalið undir svell-
inu hefur það mikil áhrif fyrir
sumarið og spurning hvað menn
fá mikinn tíma til að endurrækta
og ná einhverri uppskeru,“ segir
Sigurður. Til tals hefur komið að
undirstinga jarðvinnsluverktaka
á Suðurlandi um að fara norður
með stuttum fyrirvara ef fer sem
horfir. Ástæðan er sú að bændur
hafa lítinn tíma og fyrirséð að
vaxtatíminn skerðist. Jarðvinnslu-
tæki bænda á svæðinu ráða ekki
við svo gríðarlega jarðvinnslu á
skömmum tíma.
Þá hafa menn verulegar áhyggj-
ur af því að tjón á girðingum sé
gríðarlegt á stóru svæði.
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtakanna, segir bændur
og alla sem að málinu koma bíða
eftir því að snjó og klaka taki upp
svo hægt sé að meta tjónið. Spurð-
ur um aðkomu stjórnvalda segir
hann að ráðamenn þurfi strax að
huga að málum. „Ég tel að stjórn-
völd þurfi að leggja Bjargráðasjóði
til fjármagn vegna þessa verk-
efnis. Hvað varðar kal í túnum
er ekki spurning um tjón, heldur
hversu alvarlegt það verður. Sama
á við um girðingar sem vitað er að
hafa farið illa.“ - shá / sjá síðu 12
Ótíð skemmir tún og
eyðileggur girðingar
Bændur á Norður- og Austurlandi hafa þungar áhyggjur af kali í túnum. Girðingar
í kílómetravís taldar ónýtar. Korn verður ekki ræktað. Horft til aðstoðar ríkisins.
Bolungarvík 6° NA 3
Akureyri 7° ASA 3
Egilsstaðir 5° NA 3
Kirkjubæjarkl. 9° NA 2
Reykjavík 9° NA 2
Bjart vestan- og norðvestanlands fram
eftir degi en að mestu leyti skýjað austan
og sunnan til. Dálítil úrkoma allra syðst. 4
Ég tel að stjórnvöld
þurfi að leggja Bjargráða-
sjóði til fjármagn.
Sindri Sigurgeirsson
formaður Bændasamtakanna
TÆKIÐ VÍGT María Dís Gunnarsdóttir, fjögurra ára, var hvergi bangin þegar hún tók þátt í að vígja nýtt hjartaómskoðunartæki,
Hjört, á Barnaspítala Hringsins í gær. Fyrir tækinu safnaðist í átakinu Á allra vörum árið 2011. Á myndinni eru einnig Gróa
Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir frá Neistanum og Hróðmar Helgason barnahjartalæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MENNTAMÁL Fjöldi nemenda
sem útskrifast úr grunnskóla í
vor þarf að endurskoða val sitt á
framhaldsskóla vegna
þess hve margir hafa
sótt um í sömu skól-
um á höfuðborgar-
svæðinu.
Nemendur sem
valið hafa einn af
fjórum vinsælustu
skólunum bæði í fyrsta
og annað val komast í
hvorugan komist þeir
ekki inn í skólann sem
er þeirra fyrsti kostur.
Þar ræður einkunn úr grunnskóla.
Skólarnir sem um er að ræða
eru Verzlunarskólinn, MH, MR og
Kvennaskólinn. Langflestir setja
Verzlunarskólann sem fyrsta val-
kost.
Í erindi Námsmatsstofnunar
til grunnskóla landsins eru þeir
beðnir að kynna nemendum og
foreldrum þessa stöðu og aðstoða
þá sem þurfa að endurskoða val
sitt. - óká, hó / sjá síðu 2
Sumir þurfa að velja aftur:
Verzló í fyrsta
sæti hjá flestum
LÖGREGLUMÁL Stór eldhúshnífur sem ungur maður
er talinn hafa notað til að bana nágranna sínum á
Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudags fannst á vett-
vangi morðsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins.
Nágranninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galta-
stöðum fremri, fannst látinn á svölum íbúðar sinnar
að Blómvangi 2 á þriðjudagsmorgun.
Ungi maðurinn, 24 ára, var handtekinn í íbúð sinni
í húsinu skömmu síðar þar sem hann var ásamt 22
ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur.
Maðurinn neitaði sök við yfirheyrslur en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla
hafið yfir allan vafa að hann sé sekur um að hafa
banað nágranna sínum. Heima hjá honum fundust
föt með blóði á sem talið er vera úr Karli.
Aðkoman á vettvangi var mjög ljót, samkvæmt
heimildum blaðsins. Blóð var um allt, bæði inni og
úti, hinn látni var með marga og mikla áverka og
ljóst var að árásin hafði verið ofsafengin. Svo virð-
ist sem Karl hafi hleypt banamanninum inn til sín.
- sh / sjá síðu 8
Lögregla telur hafið yfir vafa að maður sem er í haldi hafi myrt nágranna sinn:
Fundu blóðug föt og eldhúshníf
NEITAR
SÖK Maður-
inn var
leiddur fyrir
dómara á
þriðjudags-
kvöld. AUSTUR-
FRÉTT/GUNNAR
HEILBRIGÐISMÁL María Dís
Gunnars dóttir, fjögurra ára
stúlka, var fyrsta barnið sem var
skoðað með Hirti, nýja hjarta-
ómskoðunartækinu sem var tekið
í formlega notkun á Barnaspítala
Hringsins í gær.
Hjörtur er hjartaómskoðunar-
tæki af nýjustu gerð. Þjóðar-
átakið Á allra vörum árið 2011
safnaði fyrir tækinu. Í tilkynn-
ingu Neistans, styrktarfélags
hjartveikra barna, kemur fram
að tækið geri læknum kleift að
greina betur og fyrr hjartagalla í
fæddum og ófæddum börnum.
Í tækinu er hægt að skoða
hjartað í þrívídd og eru mynd-
gæði meiri en áður hefur
þekkst. Þá mun hagræði við
gagnavinnslu meira og hægt að
skoða gögn úr tækinu hvar sem
er, innan sem utan spítalans. - hó
Nýtt tæki tekið í notkun:
Greinir hjarta-
galla í börnum