Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 4
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ATVINNUMÁL Nýverið gekk Síldar-
vinnslan í Neskaupstað frá ráðningu
um 70 ungmenna til sumarstarfa.
Ráðið er í tvo starfsmannahópa;
annars vegar í fiskiðjuver og hins
vegar í hóp sem sinnir umhverfis-
verkefnum.
Á heimasíðu fyrirtækisins segir
að til starfa í fiskiðjuverinu hafi
verið ráðnir rúmlega 50 starfsmenn
og eru flestir þeirra á aldrinum
18-20 ára. Munu þeir stunda vakta-
vinnu á makríl- og síldar vertíðinni
í júní.
Í umhverfishópinn voru ráðnir
15 starfsmenn sem eru á aldrinum
17-18 ára. Næg verkefni bíða hóps-
ins, sem er ætlað að sinna tiltekt
og fegrun á athafnasvæði Síldar-
vinnslunnar. Vænta menn þess
að verk hópsins verði vel sýnileg
þegar líður á sumarið, segir í frétt-
inni.
Á annað hundrað umsóknir
bárust um störfin, en 60% þeirra
sem ráðin voru í fiskiðjuverið eru
stúlkur. Í umhverfishópnum eru
kynjahlutföllin jöfn. - shá
Síldarvinnslan í Neskaupstað ræður ungt fólk í fiskvinnu og önnur verk:
Hefur ráðið 70 krakka í vinnu
NORÐFJARÐARHÖFN Síldarvinnslan
hefur þegar ráðið 70 ungmenni í sumar-
vinnu. MYND/KRISTÍN HÁVARÐSDÓTTIR
BELGÍA, AP Rúmlega þrjátíu hafa
verið handteknir í þremur löndum
í tengslum við einhvern stærsta
demantaþjófnað sögunnar.
Hópur fólks braust í gegnum
girðingu á flugvellinum í Brussel í
febrúar síðastliðnum og stal dem-
öntum úr flutningavél sem var að
leggja í hann til Sviss. Demant-
arnir voru tæplega sex milljarða
króna virði. Hópurinn flúði svo
sömu leið burt af flugvellinum. Að
sögn lögreglu tók verknaðurinn
aðeins um fimm mínútur. - þeb
Eitt stærsta mál sögunnar:
30 handteknir
vegna demanta
FERÐAÞJÓNUSTA
100 herbergi á Hverfisgötu
Byggingarfulltrúanum í Reykjavík hefur
borist fyrirspurn um hvort leyft verði
að reisa byggingu fyrir 100 herbergja
hótel á Hverfisgötu 103.
208,5036
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,62 117,18
180,82 181,70
153,08 153,94
20,536 20,656
19,975 20,093
17,899 18,003
1,1778 1,1846
175,98 177,02
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
08.05.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
100
80
60
40
20
0
M
ill
jó
ni
r
kr
ón
a
ÁRSFRAMLÖG ÚR RÍKISSJÓÐI TIL STJÓRNMÁLAFLOKKA*
*Miðað við framlög á fj árlögum 2013 og að Sjálfstæðis-
fl okkur og Framsóknarfl okkur myndi ríkisstjórn
Fy
ri
r
ko
sn
in
ga
r
■ Framlög til þingfl okks
■ Framlög til stjórnmálasamtaka
NJÓTTU ÞESS
AÐ TAKA
NÆSTA SKREF
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Fremur hægur vindur.
FREMUR MILDIR DAGAR eru fram undan en seinni partinn í dag þykknar upp
vestanlands og fer að rigna þar í kvöld og nótt. Á morgun ganga skil með rigningu
austur yfir landið. Á sunnudag styttir upp og léttir heldur til um landið vestanvert.
6°
3
m/s
6°
3
m/s
9°
2
m/s
7°
3
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur. Fer að rigna
víða þegar á daginn líður.
Gildistími korta er um hádegi
8°
8°
9°
7°
10°
Alicante
Aþena
Basel
26°
20°
24°
Berlín
Billund
Frankfurt
21°
17°
20°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
21°
17°
17°
Las Palmas
London
Mallorca
25°
14°
25°
New York
Orlando
Ósló
18°
30°
16°
París
San Francisco
Stokkhólmur
17°
17°
20°
9°
2
m/s
11°
5
m/s
5°
3
m/s
3°
4
m/s
7°
3
m/s
6°
3
m/s
4°
2
m/s
11°
8°
9°
8°
11°
STJÓRNMÁL Fráfarandi stjórnar-
flokkar munu missa stóran spón
úr aski sínum þegar kemur að
skiptingu fjármuna úr ríkissjóði
eftir kollsteypuna sem flokkarnir
tók í nýafstöðnum þingkosningum.
Samkvæmt útreikningum Frétta-
blaðsins gætu ársframlög lækkað
um tugi milljóna króna fyrir Sam-
fylkingu og Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð.
Framlög ríkisins hafa ann-
ars vegar verið til stjórnmála-
hreyfinga, í samræmi við útkomu
í þingkosningum, og hins vegar til
þingflokka eftir fjölda þingmanna,
auk þess sem stjórnarandstöðu-
flokkar fá aukinn hluta.
Upphæðirnar sem um ræðir
eru í fjárlögum hvers árs og þar
ákveðnar af Alþingi. Því er ekki
hægt að segja með algerri vissu
hvaða fjárhæðir er um að ræða.
Ef gengið er út frá sömu fjár-
hæðum og á síðasta ári, 290 millj-
ónum króna til stjórnmálasamtaka
og 51,9 milljónum til þingflokka
sem og að Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur myndi nú
stjórn, myndu ársframlög til Sam-
fylkingar lækka um rúmar 54
milljónir og framlög til Vinstri
grænna um rúmar 33 milljónir.
Sjálfstæðisflokkur fengi 6,6
milljónum meira og Framsókn
tæpum 33 milljónum meira.
Tvö ný framboð náðu mönnum
inn á þing og fá framlag eftir því,
Björt framtíð fengi 31 milljón á ári
og Píratar tæpar nítján milljónir.
Þá fá framboð sem komu ekki
mönnum inn á þing, en voru með
2,5% fylgi eða meira, framlag eftir
því. Miðað við fyrrnefndar forsend-
ur fengju Dögun og Flokkur heim-
ilanna rúmar níu milljónir á ári,
hvort framboð. Lýðræðis vaktina
vantar hins vegar 67 atkvæði upp
á að ná lágmarkinu. Hefðu þeir
náð því ættu þeir rétt á rúmum sjö
milljónum á ári.
Loks má geta þess að þau fram-
boð sem buðu fram á landsvísu eiga
rétt á styrk vegna kosningaþátttöku,
allt að þremur milljónum króna,
sem kemur til frádráttar í þetta eina
sinn, frá styrknum til stjórnmála-
samtaka. Þar gætu Hægri græn-
ir, Lýðræðisvaktin og Regnboginn
fengið framlag. thorgils@frettabladid.is
Miklar búsifjar fyrir
Samfylkingu og VG
Mikil breyting verður á skiptingu ríkisfjármuna til stjórnmálaflokkanna eftir
úrslit síðustu kosninga. Framlög til Samfylkingar og Vinstri grænna munu lækka
um tugi milljóna á ári. Framsóknarflokkurinn og minni framboð njóta góðs af.
SKIPULAGSMÁL Tillögu um uppsetningu umhverfisverks í Reykjavíkur-
tjörn var í gær hafnað í borgarráði. Listaverkið átti að felast í lágreist-
um stiklum úr kuðungslaga boga út að útsýnispalli í Tjörninni. Safn-
stjóri Listasafns Reykjavíkur sagði í umsögn sinni að verkið myndi
verða of afgerandi inngrip, kynni að skaða lífríkið og skapaði hættu
fyrir þá sem færu út á stiklurnar. Listamaðurinn Þorbergur Þórsson
sagði hins vegar verkið mundu gefa fólki ný sjónarhorn. „Ef horft er
á borgina sem heild virðist blasa við að hættan sem af verkinu stafar
geti vart verið mælanleg,“ sagði Þorbergur í bréfi til borgarráðs. - gar
Hafna tillögu um nýtt umhverfislistaverk í Reykjavíkurtjörn:
Tjarnarstiklur varhugaverðar
TJÖRNIN Í REYKJAVÍK Borgin hafnar útsýnisstiklum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
UMHVERFISMÁL Páll Magnússon
útvarpsstjóri hefur enn ekki orðið
við ósk Fljótsdalshéraðs um fund
vegna kvartana undan ljósagangi
frá langbylgjumastrinu á Eiðum.
„Við höfum engin viðbrögð
fengið þaðan ennþá,“ segir
Björn Ingimars son, bæjarstjóri
Fljótsdals héraðs. „Við munum
fylgja því eftir. Ég vænti þess að
menn komi hingað og finni út úr
þessum málum. Það er mikill pirr-
ingur hjá þeim sem búa þarna í
næsta nágrenni. Maður skilur það
þegar maður sér þetta.“ - gar
Óleystur vandi í risamastri:
Bæjarstjórinn
skilur pirring
ÍTALÍA
Sjö látnir eftir sjóslys
Að minnsta kosti sjö manns létust og
nokkrir eru illa slasaðir eftir að flutn-
ingaskip sigldi á stjórnturn í höfninni
í Genúa á Ítalíu í fyrrinótt. Þriggja er
saknað. Flutningaskipið Jolly Nero var
að sigla úr höfn á leið til Napólí þegar
slysið varð. Tvær vélar munu hafa bilað
með þeim afleiðingum að skipstjórinn
missti stjórn á skipinu.