Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 8
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
BANDARÍKIN, AP Tvær kvennanna
þriggja sem var haldið föngnum
í húsi í Cleveland í áratug sneru
heim til sín í gær. Sú þriðja er
sögð við góða líkamlega heilsu á
spítala í borginni.
Eigandi hússins sem konurnar
fundust í, Ariel Castro, var í gær
ákærður fyrir mannrán á fjór-
um stúlkum og nauðgun á þrem-
ur. Bræður hans tveir, Onil og
Pedro, voru ekki ákærðir en þeir
höfðu verið grunaðir og yfir-
heyrðir af lögreglu áður.
Á blaðamannafundi í gær kom
fram að vitnisburður fórnar-
lambanna og bræðranna allra
hafi leitt í ljós að Onil og Pedro
vissu ekkert um gjörðir bróður
síns. Þeir voru handteknir vegna
þess að þeir voru með Ariel
þegar hann fannst. Þeir munu
koma fyrir dómara í dag og verð-
ur væntanlega sleppt.
Amanda Berry og sex ára
gömul dóttir hennar, sem fædd-
ist í prísundinni, komu heim til
systur Berry um miðjan dag í
gær. Mikill fjöldi hafði safnast
saman fyrir framan heimilið og
til stóð að Berry ræddi stuttlega
við fjölmiðla. Hún treysti sér þó
ekki til þess og systir hennar las
upp stutta yfirlýsingu þar sem
hún þakkaði alla hjálp og bað um
að fjölskyldan fengi næði. Lög-
regla hefur ekki viljað segja neitt
um dóttur Berry eða hvort hinar
konurnar hafi orðið þungaðar í
prísundinni.
Gina DeJesus sneri einnig
heim til fjölskyldu sinnar í gær
og fjöldi fólks var þar fyrir utan
til að bjóða hana velkomna heim.
Michelle Knight, þriðja konan, er
enn á spítala.
Berry slapp úr húsinu með
hjálp nágranna á mánudag. Þeim
tókst svo að ná dóttur hennar og
hinum konunum tveimur út. Að
sögn lögreglu var þetta fyrsta
flóttatilraun þeirra, en þær sögð-
ust aðeins hafa farið út úr húsi
tvisvar allan tímann sem þær
voru í haldi. Þær fóru þó aðeins
úr húsinu og í bílskúrinn, svo þær
muni.
Lögreglustjórinn Michael
McGrath sagði við fjölmiðla í gær
að hann væri fullviss um að lög-
reglan hefði gert allt sem í henn-
ar valdi stóð í leitinni að stúlk-
unum á sínum tíma. Nágrannar
segjast þó hafa látið lögreglu
margsinnis vita af því að eitt-
hvað vafasamt ætti sér stað í hús-
inu. McGrath sagði engin gögn
um slík símtöl hjá lögreglunni.
Nágrannar hafa meðal annars
sagst hafa séð lítið barn horfa út
um glugga hússins og eina kon-
una skríða nakta í garðinum við
húsið. - þeb
Mannræningi í Cleveland ákærður í gærkvöldi:
Tvær kvennanna
komnar til síns heima
VELKOMIN HEIM Amanda Berry og
Gina DeJesus sneru heim í gær en
Michelle Knight er enn á spítala. Einn
mannræningjanna tók þátt í leitinni að
DeJesus á sínum tíma og mætti á minn-
ingarathafnir um hana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Ungur maður sem situr nú í
gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egils-
stöðum er talinn hafa notað stóran eldhús-
hníf til að bana tæplega sextugum nágranna
sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins
látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2.
Það var annar nágranni sem gerði lögreglu
viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá
manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galta-
stöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á
svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið lát-
inn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur.
Ungi maðurinn var handtekinn skömmu
síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var
ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mán-
aða gamalli dóttur þeirra.
Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en
játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum
vafa um sekt hans og telur atburðarásina
liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá mannin-
um fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst
við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er
vera úr Karli.
Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til
vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr
íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lög-
regla þurfti að endingu að hafa afskipti af
honum.
Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir
það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt
honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran
hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls.
Aðkoman að íbúðinni um morguninn var
ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölun-
um, og augljóst að árásin hafði verið ofsa-
fengin. Hinn látni var með marga og mikla
áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi
náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu
af neinu tagi enda engin merki um átök inni í
íbúðinni.
Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en
endanlegt banamein hafði þó ekki verið stað-
fest í gær.
Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara
við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudags-
kvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra
vikna gæsluvarðhald yfir honum.
Dómari úrskurðaði manninn í tveggja
vikna varðhald á grundvelli rannsóknar-
hagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur
suður til Reykjavíkur þar sem engir gæslu-
varðhaldsklefar voru lausir fyrir austan.
Samkvæmt heimildum blaðsins eru barns-
móðir hans og dóttir komin til ættingja sinna
á Suðurlandi. stigur@frettabladid.is
Gat enga mótspyrnu veitt
við ofsafenginni morðárás
Stór eldhúshnífur sem ungur maður er talinn hafa notað til að bana nágranna sínum á Egilsstöðum fannst á
vettvangi morðsins. Heima hjá honum fundust blóðug föt. Svo virðist sem nágranninn hafi hleypt honum inn.
Á VETTVANGI MORÐS Lögregla strengdi á þriðjudag dúk fyrir svalirnar þar sem maðurinn fannst látinn. Ekki er
talinn leika nokkur vafi á því að ungi maðurinn sem er í haldi sé banamaðurinn. AUSTURFRÉTT/GUNNAR
BANGLADESS 804 hafa nú fundist
látnir eftir að verksmiðjubygging
hrundi í Bangladess fyrir tæpum
hálfum mánuði. Um 2.500 manns
slösuðust og ríflega 2.400 þeirra
var bjargað úr rústunum.
Enn er verið að leita að líkum í
rústunum.
Yfirvöld hafa lokað átján fata-
verksmiðjum í öryggisskyni eftir
að byggingin á Rana-torgi hrundi.
Á mánudag tilkynntu stjórnvöld
að rannsóknarnefnd myndi skoða
byggingar fataverksmiðja sér-
staklega. - þeb
Enn verið að leita líka:
Yfir 800 fundist
látnir í Dhaka
LÖGREGLUMÁL Tollgæslan kom
nýverið upp um tilraun til smygls
þar sem amfetamín var falið í
fatasendingu.
Poki með amfetamíni fannst
„kyrfilega saumaður“, að því er
segir í frétt á vef Tollgæslunnar,
inn í streng á gallabuxum sem
sendar voru sem gjöf til landsins.
Frekari upplýsingar um upp-
runa sendingarinnar eða magn
efnanna kom ekki fram. - þj
Dópsending fannst í pósti:
Reyndu smygl í
buxnastreng
HUGKVÆMNI Á VILLIGÖTUM Þó að
smyglarar séu oft útsjónar samir eru toll-
verðir vel á verði. MYND/TOLLUR.IS