Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 10

Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 10
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 EFNAHAGSMÁL Samráðs vettvangur um aukna hagsæld á Íslandi hitt- ist í þriðja sinn í gær. Á fundi þess voru víðtækar hagvaxtar tillögur verkefnisstjórnar samráðs- vettvangsins kynntar og þær ræddar af meðlimum vettvangs- ins. Tillögunum sem kynntar voru í gær er ætlað að stuðla að því að markmið sem samráðs vettvangur- inn hefur sett sér, og sjá má hér neðar, verði að veruleika. Tillögurnar eru þó einungis upphafið að vinnu samráðs- vettvangsins sem stefnir að því að loka- niðurstöðurnar liggi fyrir í haust. Tillögur verkefnisstjórnarinnar snúa að öllum geirum hagkerfisins: opinbera geiranum, innlendri þjónustu, auðlinda- geiranum og alþjóðageiranum. Innan opinbera geirans er meðal annars lagt til að ýmsar stofnanir verði samein- aðar og efldar og að fjölþættar umbætur verði gerðar á fyrirkomulagi heilbrigðis- og menntakerfisins. Í innlenda þjónustu- geiranum er til dæmis lagt til að umhverfi tolla og neysluskatta verði einfaldað og að hvatt verði til aukinnar samkeppni. Í auð- lindageiranum eru lagðar til breytingar sem stuðla eiga að aukinni arðsemi í orku- framleiðslu og sjálfbærri nýtingu ferðamannastaða. Loks eru sett- ar fram tillögur í alþjóðageiranum sem eiga að sporna gegn skorti á hæfu vinnuafli og tryggja aðgengi fyrirtækja að fjármagni. Friðik Már Baldursson, sem stýrt hefur vinnu verkefnisstjórn- arinnar, segist vonast til þess að tillögurnar nái fram að ganga, í það minnsta að hluta. „Ég von- ast eftir því að við berum gæfu til þess að nýta þann skriðþunga sem fylgir þessari vinnu. Ef að við gerum það þá eigum við eftir að nýta einhver þeirra tækifæra sem þessar tillögur lýsa.“ Þá segir Friðrik að umræður samráðs- vettvangsins um tillögurnar hafi verið góðar. „Auðvitað var bent á eitthvað sem fólki finnst vanta og á veikleika en um- ræðurnar voru málefnalegar og góðar og fram kom stuðningur við þetta ferli.“ Loks segir Friðrik að þótt markmið samráðsvettvangsins séu metnaðarfull sé mögulegt að ná þeim. „Þessar tillögur eiga að geta stuðlað að því að við brúum það bil sem er á milli okkar og hinna Norðurlanda- ríkjanna þegar kemur að framleiðni. Ef við virkilega viljum getum við breytt því.“ magnusl@frettabladid.is Efnahagslífið verði tekið í gegn Verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi kynnti í gær mjög víðtækar tillögur sem stuðla eiga að hagvexti á Íslandi. Ragna Árnadóttir, formaður Þátttakendur í samráðsvettvangnum STJÓRNMÁLAFLOKKAR HÁSKÓLASAMFÉLAGIÐ ATVINNULÍFIÐ Katrín Olga Jóhannesdóttir, varaformaður OPINBER STJÓRNSÝSLA Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðis- flokki Árni Páll Árnason, Samfylkingunni Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð Jón Þór Ólafsson, Pírötum VINNUMARKAÐURINN Elín Björg Jónsdóttir, BSRB Guðlaug Kristjánsdóttir, BHM Gylfi Arnbjörnsson, ASÍ Þorsteinn Víglundsson, SA Hreggviður Jónsson, VÍ Margrét Guðmundsdóttir, FA Jón Atli Benediktsson, HÍ Ari Kristinn Jónsson, HR Björgólfur Jóhannsson, Icelandair Group Eggert B. Guðmundsson, N1 Helga Margrét Reykdal, True North Vilborg Einarsdóttir, Mentor Jón Sigurðsson, Össur Janne Sigurðsson, Alcoa Magnús Geir Þórðarson, Borgarleikhúsinu Pétur H. Pálsson, Vísir-Grindavík Birna Einarsdóttir, Íslandsbanki Halldór Halldórsson, Samband íslenskra sveitarfélaga Ragnhildur Arnljótsdóttir, forsætis- ráðuneyti Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi var settur á fót í janúar að frumkvæði stjórnmála manna og forsætisráðuneytisins. Stofnunina má rekja til þess að ráðgjafarfyrirtækið McKinsey kynnti skýrslu um leiðir Íslands til aukins hagvaxtar í lok október í fyrra. Vettvangurinn er þverpólitískur og þverfaglegur eins og sjá má hér til hliðar. Honum er ætlað að móta heild- stætt og óháð yfirlit yfir aðgerðir sem stuðlað geta að langtímahagvexti og efnahagslegum stöðugleika og eiga lokatillögur að liggja fyrir í september. Sjálfstæð verkefnastjórn hefur unnið að mótun tillagna sem eiga að geta stuðlað að þessum markmiðum. Hagvaxtartillögur verkefnis- stjórnarinnar voru kynntar í gær á þriðja fundi samráðsvettvangsins en á öðrum fundi hans voru kynntar og ræddar níu tillögur um breytingar á ramma hagkerfisins sem ætlað er að styðja við aukinn efnahagslegan stöðugleika og trúverðugleika hagkerfisins. Hvað er samráðsvettvangurinn? 1 Meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári fram til ársins 2030 sem samsvarar 2,6% vexti á hvern íbúa 2 Skuldahlutfall hins opinbera verði komið niður fyrir 60% af vergri lands- framleiðslu fyrir 2030 3 Stöðugleiki náist í verðlagi og meðal- verðbólga verði 2,5% til 2030 MARKMIÐ SAMRÁÐSVETTVANGSINS FRIÐRIK MÁR BALDURSSON MENTOR NÁMS- OG KENNSLUKERFI Í SJÖ LÖNDUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.