Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 12
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 12
ÓTÍÐ Á NORÐUR- OG AUSTURLANDI
Heimsókn forsvarsmanna bænda-
samtaka í lok síðustu viku leiddi
í ljós að bændur á stóru svæði á
Norður- og Austurlandi gætu átt
erfiðar vikur og kannski mán-
uði fram undan vegna tíðarfars-
ins. Snjóalög gera mönnum erfitt
fyrir en svellbunkar valda mönn-
um jafnvel frekar áhyggjum vegna
fyrirsjáan legs kals. Uppskeru-
brestur bænda og tekjutap er raun-
verulegur möguleiki, en margvís-
legar hugmyndir um úrlausnir eru
ræddar.
Bændur funda
Bændasamtökin og Lands samband
sauðfjárbænda (LS) skoðuðu
aðstæður víða á Norður- og Austur-
landi í lok síðustu viku. Bændur
voru heimsóttir frá Akureyri allt
austur í Jökulsárhlíð og Hjalta-
staðaþinghá. Var fundað með
bændum á völdum bæjum og víða
hittust margir bændur af viðkom-
andi svæði.
Sigurður Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri LS, var með í för
og segir að snjór sé áberandi
mestur í Fljótum, Bárðardal og
Svarfaðar dal. Víða annars staðar
er þó fannfergi mikið. Hann segir
að á öðrum svæðum sem heim-
sótt voru sé minni snjór en mikil
svellalög á túnum á köflum. Í ferð-
inni kom fram í máli bænda að
langir vetur væru auðvitað engin
nýlunda norðan- og austanlands og
var vísað til áranna 1979, 1989 og
nú síðast 1995. „Hins vegar leggst
margt saman; mikið kal 2011, vor-
hret 2012, þurrkasumar og minni
uppskera 2012, óveðrið í septem-
ber 2012 og nánast óslitin snjóalög
síðan þá. Það að allt þetta leggist
saman er óvenjulegt og bændur
langþreyttir nú í upphafi sauð-
burðar. Svigrúmið er ekki mikið,“
segir Sigurður.
Kal er áhyggjuefni númer eitt
Sigurður segir að snjór í þessu
magni þegar sauðburður er hafinn
sé vissulega áhyggjuefni, en svella-
lög og kal séu það enn frekar. „Það
hefur miklu víðtækari afleiðingar.
Sé mikið kalið undir svellinu hefur
það mikil áhrif fyrir sumarið og
spurning hvað menn fá langan tíma
til að endurrækta og ná einhverri
uppskeru. Vegna þess sem á undan
er gengið, frá 2011, hafa menn
mikla þörf fyrir að ná almenni-
legri uppskeru í sumar.“ Þegar
litið er til heybirgða til skamms
tíma litið er það
mat manna að
þær dugi út maí,
en ekki mikið
lengur. Nokk-
uð hefur verið
keypt af heyi
inn á svæðið,
mest úr Borgar-
firði en einnig af
Suðurlandi. Fara
þarf yfir opin-
ber gögn um fóðurbirgðir á svæð-
inu og skrá og birta upplýsingar um
hvaðan má flytja fóður norður og
austur, að sögn Sigurðar og verður
farið í þá vinnu á næstu dögum.
Stefna vinnuvélum norður
Sú hugmynd hefur komið upp í
samtali bænda og samtaka þeirra
að ef kal verður mjög mikið þá sé
hætt við því að jarðvinnslutæki á
svæðinu ráði einfaldlega ekki við
að sinna eftirspurninni. „Við höfum
velt því fyrir okkur hvort ekki ætti
að ræða við jarðvinnsluverktaka á
Suðurlandi. Þar er tíð miklu betri
og öll jarðvinnsla á Suðurlandi
verður búin áður en langt um líður.
Það mætti undirstinga þá um að
fara norður með skömmum fyrir-
vara þegar tekur upp. Ástæðan er
sú að menn hafa ekki langan tíma
til að plægja túnin og sá í þau. Því
er fyrirséð að vaxtartíminn skerð-
ist og nýtist ekki sem best. Jarð-
vinnslutæki bænda á svæðinu eru
gjarnan minni tæki sem menn eiga
kannski í sameiningu í sveitunum
og þau ráða ekki við gríðarlega
vinnslu á skömmum tíma,“ segir
Sigurður.
Tölur yfir þá bændur sem eiga í
vandræðum, eða gætu lent í vanda,
liggja ekki fyrir. Slík samantekt
var ekki á verkefnalista forsvars-
manna BÍ og LS. Hins vegar er
fundur í atvinnuvegaráðuneytinu
á morgun þar sem slíkur gagna-
banki liggur fyrir, en kallað hefur
verið eftir upplýsingum frá Mat-
vælastofnun um bústofn á svæð-
inu sem um ræðir. Eins gögn um
heybirgðir.
Ónýtar girðingar eru annað
En fleira kemur til. Menn hafa
verulegar áhyggjur af því að tjón
á girðingum sé gríðarlegt á stóru
svæði. Í fersku minni eru fregn-
ir af tjóni eftir septemberóveðrið
sem á eftir að bæta, en það mun
ekki ná yfir allar þær girðingar
sem þarf að endurnýja eftir vetur-
inn. „Við sjáum einfaldlega að girð-
ingar eru víða á kafi í snjó; það sést
best á því að menn hafa tekið hross
í hús á fulla gjöf vegna þess að það
eru engar girðingar sem héldu
þeim. Þegar snjó tekur upp þá mun
Kvíða fyrirsjáanlegu kali í túnum
Talsvert margir bændur á Norður- og Austurlandi eiga í vændum erfiðar vikur og jafnvel mánuði vegna ótíðar. Snjór veldur enn vandræðum
en sauðburður er hafinn. Menn kvíða því þó frekar að kal í túnum geti valdið skakkaföllum. Ljóst er að girðingar eru ónýtar í stórum stíl.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
SIGURÐUR
EYÞÓRSSON
Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá í
Svarfaðardal, segir málið einfalt
spurður um aðstæður í Svarfaðar-
dal. „Það er glórulaust að stefna
að því að sá korni hér. Miðað við
hvernig staðan er í dag þá yrði það
ekki fyrr en í júní í fyrsta lagi. Og
það er einfaldlega of seint,“ segir
Trausti.
Trausti segir að þetta eigi við um
aðra kornbændur í Dalvíkurbyggð
en allt annað sé uppi á teningnum
inn í Eyjafirði. „Þar held ég að ein-
hverjir séu í startholunum að sá
þar. Það eru miklir öfgar í þessu því
við þurfum ekki nema 20 kílómetra
nær Akureyri og þá er snjólaust. Hér
er aftur allt á kafi,“ segir Trausti og
bætir við að sveitungar hans lendi
ekki eins illa í því og Hörgdælingar
þar sem er minni snjór. Þar blotnaði
í snjó og allt breyttist í klaka. „Við
höldum í vonina um að það sé ekki
dautt undir snjónum hjá okkur. En
það kemur ekki í ljós fyrr en snjóa
leysir.“
Trausti hefur nýtt sitt korn sjálfur
í fóður. Ef allt fer sem horfir er
ljóst að fóðurbætiskaup aukast
verulega og það er ekki gefið. Kílóið
af fóðurbæti fer á um 100 krónur,
heimfluttur, en ræktað kíló af korni
leggur sig á 30 til 35 krónur kílóið.
Trausti víkur að því að miklir
heyflutningar séu í gangi norður,
aðallega frá Suðurlandi. Hann tekur
sérstaklega til þess að sunnlenskir
bændur hafi verið mjög liðlegir og
sanngjarnir í verðlagningu. „Menn
hafa ekki verið að okra þó að að-
stæður bjóði klárlega upp á það,“
segir Trausti.
Útséð með kornrækt í Svarfaðardal í sumar
Akureyri
Svarf-
aðar-
dalur
Fljótin
Aðaldalur
Bárðardalur
EYJA
FJÖ
R
Ð
U
R
VOPNA-
FJÖRÐUR
Húsavík
Jökuldalur
Bakkagerði
Hjaltastaðaþinghá
Ljósavatnsskarð
Ég tel að
stjórnvöld
þurfi að
leggja Bjarg-
ráðasjóði til
fjármagn
vegna þessa
verkefnis. Hvað varðar kal
í túnum er ekki spurning
um tjón, heldur hversu
alvarlegt það verður. Sama
á við um girðingar sem
vitað er að hafa farið illa.
Sindri Sigurgeirsson
koma í ljós gríðarlegt tjón með til-
heyrandi kostnaði vegna viðgerða
og endurnýjunar á girðingum, um
það er ég viss. Umfangið er þó
engin leið að meta núna, því snjó
hefur einfaldlega ekki tekið upp
síðan í september á vissum svæð-
um. Hvað hver bóndi þarf að gera
er því óvissu háð því menn hafa
ekki komist í að gera við neitt enn
þá þar sem girðingar eru á kafi,“
segir Sigurður.
Eitt ofan á annað
Í hugmyndabanka bænda bættust
ýmsar pælingar sem menn hafa
á bak við eyrað, og munu moða
úr á komandi vikum. Athuga þarf
birgðir sáðvöru. Þegar vorar getur
orðið mikil eftirspurn á skömmum
tíma. Vonir standa til að birgjar
hafi pantað í samræmi við reynslu
undanfarinna missera. Fram kom
á fundum með bændum að menn
hafa sent eða vilja senda unga
nautgripi eða hross í slátrun, til
að létta á fóðrum. Hins vegar er
sex vikna bið eftir þeirri þjónustu
í sláturhúsum. Rætt er því að ræða
við sláturleyfishafa um hvort eitt-
hvað sé hægt að gera. Fleira kemur
til; rætt er um að starfskrafta gæti
vantað í sauðburð og eins er rætt
um aðrar lausnir sem létt gætu
undir. Þar má nefna hvort hægt
sé að veita sameiginlega þjónustu
fyrir bændur með mat, til dæmis
í félagsheimilum í sveitum. Þar er
vísað til góðrar reynslu á Heima-
landi undir Eyjafjöllum vegna
erfið leika vegna eldsumbrota þar.
Þá er ótalið að menn hafa áhyggjur
af kornrækt.
„Á Norðurlandi er töluverð korn-
rækt, sem bændur hafa ekki síst
nýtt sem fóður fyrir nautgripi og
svín. Ef menn geta ekki ræktað í
sumar, og þurfa að kaupa fóður í
staðinn næsta vetur þá bætist það
ofan á allt annað,“ segir Sigurður.
Forystumenn Bændasamtakanna heimsóttu fjölmarga bændur á stóru svæði
daganna 2.-3. maí. Snjór er áberandi mestur í Fljótum, Bárðardal og Svarfaðardal.
Á öðrum svæðum er minni snjór, en þar eru mikil svellalög á túnum. Meðal bæja
sem voru sóttir heim voru Búgarður á Akureyri, Brúnastaðir í Fljótum, Steindyr í
Svarfaðardal, Stóru-Tjarnir í Ljósavatnsskarði, Sandhaugar í Bárðardal, Búvellir í
Aðaldal, Ysti-Hvammur í Jökuldal, Bakkagerði í Jökulsárhlíð og Hjartarstaðir í Hjalta-
staðaþinghá.
VORVERKIN Hér er fjórtán tonna beltagrafa að hreinsa í kringum fjárhúsin á Brúnastöðum í Fljótum. MYND/SIGURÐUR EYÞÓRSSON
Í SVARFAÐARDAL Kornakur Trausta
á Hofsá 8. maí. Girðingarstaurarnir
segja heimamönnum að snjófargrið
á landinu er jafnfallið yfir metri á
dýpt. MYND/TRAUSTI Þ
Frá kr. 99.900
Ótrúleg kjör!
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Bajondillo íbúðarhótelinu þann 28. maí í
13 nætur. Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum.
Ath. mjög takmarkaður íbúða í boði - verð getur hækkað án fyrirvara.
Costa del Sol
28. maí í 13 nætur
Bajondillo ***
Kr. 99.900
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð 13 nætur.
Verð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 109.600.