Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 19
FIMMTUDAGUR 9. maí 2013 | SKOÐUN | 19
Nú þegar úrslit alþingiskosninga
liggja fyrir er ljóst að þau fyrirtæki
sem gerðu kannanir og birtu niður-
stöður þeirra í aðdraganda kosninga
geta öll verið sátt við frammistöðu
sína enda voru niðurstöður kann-
ana í vikunni fyrir kosningar mjög
nálægt hinum endanlegu úrslit-
um. Könnun Capacent sem birt var
föstudaginn 26. apríl var til dæmis
mjög nærri úrslitum kosninganna
og var frávik könnunarinnar að
meðaltali aðeins 0,7 prósentu stigum
frá úrslitunum. Sama sáum við í for-
setakosningum á síðasta ári þar sem
að niðurstaða mælinga Capacent
var mjög nærri hinum endanlegu
úrslitum.
Skoðanakannanir spila mikilvægt
hlutverk í lýðræðissamfélagi. Líkt
og George Gallup, upphafsmaður
þeirrar aðferðafræði sem enn er
notuð við kannanir, benti á sínum
tíma á, þá eru kannanir fyrst og
fremst „rödd fólksins“, tækifæri
almennings til að koma skoðunum
sínum á framfæri til stjórnvalda
og fyrirtækja. Án þátttöku fólks-
ins eru engar kannanir mögulegar
og erum við hjá Capacent þakklát
þeim rúmlega 9.200 Íslendingum
sem tóku þátt í okkar könnunum í
aðdraganda kosninga og lögðu þann-
ig sitt af mörkum til að koma rödd
þjóðarinnar á framfæri.
Fyrir tíma George Gallups
reyndu þeir sem framkvæmdu
skoðanakannanir að ná til sem
flestra svarenda á meðan niðurstöð-
ur Gallups byggðu á slembi úrtaki
sem var lýsandi fyrir þýðið. Það
vakti mikla athygli þegar Gallup
spáði rétt fyrir um úrslit banda-
rísku forsetakosninganna með sinni
aðferð árið 1936. Tímaritið Liter-
ary Digest, sem þá var eitt virtasta
tímarit landsins, spáði hins vegar
rangt fyrir um úrslitin þrátt fyrir
að hafa fengið svör frá rúmlega
tveimur milljónum svarenda.
Eitt af því sem hefur verið nokk-
uð til umræðu fyrir þessar kosn-
ingar er hvort netkannanir séu jafn
áreiðanlegar og kannanir í gegnum
síma. Gagnaöflun vegna skoðana-
og markaðskannana á sér í aukn-
um mæli stað í gegnum netið þótt
símakannanir, heimsóknarkannanir
og póstkannanir séu jafnframt not-
aðar. Það sem skiptir mestu máli í
þessu sambandi er ekki aðferðin við
öflun gagnanna heldur það að vera
annars vegar með slembiúrtak sem
endurspeglar þýðið og hins vegar
eins gott svarhlutfall og kostur er.
Gagna öflun í gegnum netið hefur
ýmsa kosti umfram hefð bundnar
símakannanir. Má þar nefna að
svarandi getur svarað þegar honum
hentar, gefið sér meiri tíma til að
íhuga svör og áhrif spyrils eru ekki
til staðar.
Í umræðunni hefur borið á því að
ruglað sé saman könnunum þar sem
fagfyrirtæki nota netið við gagna-
öflun og könnunum þar sem spurn-
ingar eru lagðar fyrir óskilgreindan
hóp á heimasíðum fyrirtækja. Hér
er í raun um að ræða svipað dæmi
og í bandarísku forsetakosningun-
um árið 1936. Þó svo að þúsundir
sjálfvaldra svarenda myndu svara
könnun á heimasíðu fyrirtækis er
ekki hægt að alhæfa út frá slíkri
niðurstöðu um þjóðina almennt.
Capacent gerir reglulega mæl-
ingar á málefnum líðandi stundar
og birtir þjóðinni. Eitt af því sem
er mælt og birt mánaðarlega eru
væntingar fólks til framtíðarinn-
ar, eða svokölluð Væntingavísitala
Capacent Gallup. Í gegnum árin
hefur það sýnt sig að væntingar
fólks hafa risið í kosningamánuði
en við sáum þá þróun fyrir kosn-
ingarnar 2003, 2007 og 2009. Það
er hins vegar athyglisvert að fyrir
þessar kosningar lækkar Væntinga-
vísitalan lítillega í kosningamánuð-
inum, sem gæti bent til þess að fólk
hafi dregið úr væntingum sínum
til nýrra valdhafa. Í árlegum mæl-
ingum okkar á trausti til stofnana
í íslensku samfélagi merktum við
dvínandi traust til lykilstofnana
eftir hrun, þ.m.t. til alþingis, en
traust til þess hefur síðan haldist
svo til óbreytt sl. fjögur ár. Athygl-
isvert verður að sjá hvort ný ríkis-
stjórn og nýtt þing nær að byggja
upp traust gagnvart almenningi.
Áframhald á almennri og góðri þátt-
töku landsmanna í skoðanakönnun-
um gerir okkur meðal annars kleift
að fylgjast með því en, Capacent
lítur á það sem mikilvægt hlutverk
í íslensku samfélagi að koma skoð-
unum þjóðarinnar á framfæri.
KANNANIR
Einar
Einarsson
framkvæmdastjóri
rannsóknasviðs
Capacent
dr. Tomas
Bjarnason
rannsóknarstjóri
Capacent
➜ Það er hins vegar at-
hyglisvert að fyrir þessar
kosningar lækkar Væntinga-
vísitalan lítillega ...
Rödd þjóðarinnar
ÞRÓUN VÆNTINGAVÍSITÖLU CAPACENT GALLUP FRÁ 2003 TIL 2013
160
140
120
100
80
60
40
20
0
feb
. ‘0
3
ma
r. ‘
03
ap
r. ‘
03
ma
í ‘0
3
jún
. ‘0
3
júl
. ‘0
3
ág
. ‘0
3
sep
t. ‘
03
ok
t. ‘
03
nó
v. ‘
03
de
s. ‘
03
jan
. ‘0
4
feb
. ‘0
4
ma
r. ‘
04
ap
r. ‘
04
ma
í ‘0
4
jún
. ‘0
4
júl
. ‘0
4
ág
. ‘0
4
sep
t. ‘
04
ok
t. ‘
04
nó
v. ‘
04
de
s. ‘
04
jan
. ‘0
5
feb
. ‘0
5
ma
r. ‘
05
ap
r. ‘
05
ma
í ‘0
5
jún
. ‘0
5
júl
. ‘0
5
ág
. ‘0
5
sep
t. ‘
05
ok
t. ‘
05
nó
v. ‘
05
de
s. ‘
05
jan
. ‘0
6
feb
. ‘0
6
ma
r. ‘
06
ap
r. ‘
06
ma
í ‘0
6
jún
. ‘0
6
júl
. ‘0
6
ág
. ‘0
6
sep
t. ‘
06
ok
t. ‘
06
nó
v. ‘
06
de
s. ‘
06
jan
. ‘0
7
feb
. ‘0
7
ma
r. ‘
07
ap
r. ‘
07
ma
í ‘0
7
jún
. ‘0
7
júl
. ‘0
7
ág
. ‘0
7
sep
t. ‘
07
ok
t. ‘
07
nó
v. ‘
07
de
s. ‘
07
jan
. ‘0
8
feb
. ‘0
8
ma
r. ‘
08
ap
r. ‘
08
ma
í ‘0
8
jún
. ‘0
8
júl
. ‘0
8
ág
. ‘0
8
sep
t. ‘
08
ok
t. ‘
08
nó
v. ‘
08
de
s. ‘
08
jan
. ‘0
9
feb
. ‘0
9
ma
r. ‘
09
ap
r. ‘
09
ma
í ‘0
9
jún
. ‘0
9
júl
. ‘0
9
ág
. ‘0
9
sep
t. ‘
09
ok
t. ‘
09
nó
v. ‘
09
de
s. ‘
09
jan
. ‘1
0
feb
. ‘1
0
ma
r. ‘
10
ap
r. ‘
10
ma
í ‘1
0
jún
. ‘1
0
júl
. ‘1
0
ág
. ‘1
0
sep
t. ‘
10
ok
t. ‘
10
nó
v. ‘
10
de
s. ‘
10
jan
. ‘1
1
feb
. ‘1
1
ma
r. ‘
11
ap
r. ‘
11
ma
í ‘1
1
jún
. ‘1
1
júl
. ‘1
1
ág
. ‘1
1
sep
t. ‘
11
ok
t. ‘
11
nó
v. ‘
11
de
s. ‘
11
jan
. ‘1
2
feb
. ‘1
2
ap
r. ‘
12
ma
í ‘1
2
jún
. ‘1
2
júl
. ‘1
2
ág
. ‘1
2
sep
t. ‘
12
ok
t. ‘
12
nó
v. ‘
12
de
s. ‘
12
jan
. ‘1
3
feb
. ‘1
3
ma
r. ‘
13
ap
r. ‘
13
Kosningar Kosningar
Kosningar
Kosningar