Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 24
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Boudoir-myndatökur hafa lengi verið vinsælar erlendis en ís-lenskar konur hafa verið að taka
við sér síðustu ár. Nú eru svona mynda-
tökur orðnar nokkuð algengar hjá mér,“
segir Anna Ellen Douglas ljósmyndari,
sem rekur Stúdíó Douglas og hefur
sérhæft sig í að taka kynþokkafullar
myndir af konum. Ekkert gott íslenskt
orð er til yfir boudoir að sögn Önnu en
bein þýðing er dyngja. „Boudoir-myndir
eru rómantískar og kynþokkafullar,“
útskýrir Anna, en slíkar myndir segir
hún konur gefa unnustum sínum og
eiginmönnum í morgungjöf, afmælisgjöf
eða á brúðkaupsafmælum. Einnig eru
sumar sem láta taka myndir bara fyrir
sjálfar sig.
En hvernig kom það til að Anna fór
að taka slíkar myndir? „Ég byrjaði á
því að taka listrænar nektarmyndir og
hugsaði þær fyrir sýningar. Síðan fór ég
að fá fyrirspurnir frá konum sem vildu
fá slíkar myndir af sér og komu þá með
undirföt í myndatökur, oft brúðarnær-
föt,“ svarar Anna, sem hefur tekið slíkar
myndir í brátt sjö ár.
Og hvernig taka eiginmennirnir
slíkum gjöfum? „Ég fæ að heyra að þeim
þyki gjöfin æðisleg. Stundum hafi þeir
beinlínis tárast. Sumir verða líka mjög
hissa,“ segir Anna glaðlega. Innt eftir
því hvort enginn þeirra verði feiminn
við að fá svo persónulega gjöf svarar
Anna því neitandi. „Stundum hefur
komið fyrir að þeir hafi
spurt út í ljósmyndarann,
hvort hann hafi verið karl
eða kona,“ segir hún og
hlær.
Anna segir al-
gengt að mynd-
irnar séu hengdar
upp fyrir ofan
hjónarúmið. „Þetta
eru það smekklegar
myndir að þær gætu
alveg hangið frammi
í stofu,“ segir Anna,
en algengara er að
listrænni og ópersónulegri myndirnar
endi þar. „Konurnar fá síðan albúm með
fleiri myndunum úr tökunni. Sumar
þeirra eru mjög persónulegar og eru
meira ætlaðar fyrir pörin sjálf.“
En eru konurnar ekkert feimnar í
myndatökunni? „Þær eru oft stressaðar
fyrir myndatökuna en þegar þær eru
mættar á staðinn og ég er byrjuð að
mynda hverfur stressið. Oft fara kon-
urnar líka í hárgreiðslu og förðun, sem
fer fram á stofunni og tekur klukkutíma.
Þá hefur maður tíma til að spjalla og
kynnast. Þetta verður oft mjög
skemmtilegt.“
Anna tekur að sjálf-
sögðu að sér annars konar
myndatök-
ur, barna-,
fjölskyldu-
og brúðar-
myndir. „Stundum
hef ég tekið myndir í
brúðkaupum kvennanna
sem ég hef tekið myndir
af fyrir morgungjöfina. Þá
þykist ég ekkert þekkja
brúðina,“ segir hún glað-
lega. ■ solveig@365.is
NEKTARMYND
Í MORGUNGJÖF
LJÓSMYNDUN Anna Ellen Douglas ljósmyndari segir æ algengara að konur
láti taka af sér svokallaðar „boudoir“-myndir og gefi unnustum og eigin-
mönnum. Myndirnar eru síðan oft hengdar fyrir ofan hjónarúmið.
LJÓSMYNDARI
Anna Ellen Douglas,
ljósmyndari hjá Studíó
Douglas.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Alltaf eitthvað nýtt
og spennandi
Flott föt fyrir
flottar konur
Stærðir 38-58
Belladonna á Facebook
SUNNUDAG KL. 11:30
Misstu ekki af æsispennandi kappakstri í Formúlu 1.
Allt í beinni útsendingu frá Katalóníu í leiftrandi
háskerpu.
KRAFTUR
Í KATALÓNÍU
Fáðu þér áskrift
512 5100
stod2.is
Í OPINNI DAGSKRÁ.