Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 30

Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 30
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 26MENNING SPRUNGIN HIMNA Æfingar hófust í gær á gjörningnum Sprengd hljóð- himna vinstra megin. Sömu leik- arar taka þátt í gjörningnum. Frá vinstri: Edda Arnljóts- dóttir, Stefán Jónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Guðný Helgadóttir og John Speight. Stjórnandi er Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Magnús Pálsson er einn áhrifa- mesti listamaður síðustu sex ára- tuga á Íslandi. Hann hefur alla tíð starfað á mörkum leikhúss, tónlistar og myndlistar og er þekktastur fyrir gjörningahverfa skúlptúra á 8. áratug síðustu aldar og gjörninga síðustu þriggja ára- tuga. Sýningin Lúðurhljómur í skó- kassa verður smám saman til fyrir augum áhorfenda í Hafn- arhúsinu vikuna 18. til 25. maí í Listasafni Reykjavíkur, þar sem fimm gjörningar Magnúsar verða endurfluttir í nýrri mynd og einn frumfluttur. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykja- vík en Hanna Styrmisdóttir, list- rænn stjórnandi hátíðarinnar, er jafnframt sýningarstjóri Lúður- hljóms í skókassa, ásamt Jóni Proppé listfræðingi. „Við Magnús höfum spjallað um ýmislegt í gegnum í gegnum tíð- ina,“ segir Hanna. „Í febrúar 2011 bað hann mig um að vinna með sér að sýningu í Kling og Bang 2012. Ég hafði gengið með hug- mynd að yfirlitssýningu á verk- um hans í maganum og ámálgaði hana við hann. Honum leist vel á og við fórum að þróa þetta nánar saman í ársbyrjun 2012 í sam- starfi við Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Reykjavíkur og á tíma- bili Borgarleikhúsið, auk þess sem ég fékk Jón Proppé til liðs við mig við sýningarstjórnina.“ Hanna segir að það kunni að hljóma mótsagnakennt að setja upp yfirlitssýningu á gjörning- um, sem eru í eðli sínu einstakur viðburður sem verður til í augna- blikinu. „Það er því ekki hægt að draga fram gömul verk og raða þeim saman, því þau eru einfaldlega ekki til.“ Hins vegar eru til mjög útfærð handrit að gjörningunum, sem hægt er að hafa til hliðsjónar við endurflutningin. „Magnús hefur hins vegar engan áhuga á því að endurtaka gjörning eins og hann hefur verið gerður áður. Ef við ætluðum á annað borð að endurgera nokkra af hans stærri gjörningum vildi hann nota tækifærið til að fara nánar í saumana á þeim og velta upp nýjum hliðum. Þess vegna fengum við listamenn úr öllum greinum til að taka þátt í endur- gerðinni,“ segir Hanna en alls taka um 150 manns þátt í sýn- ingunni. Eftir Magnús liggja sautján stórir gjörningar frá 1980. Af þeim verðar fimm endurfluttir á sýningunni og einn nýr, Stuna, frumflutt. Hanna segir ýmsar leiðir farnar í endurgerð verk- anna. Í einu þeirra er brot úr sviðsverki sett fram sem sjálf- stæður gjörningur; annað bygg- ir á skúlptúr frá 1980 og verður sett fram sem gjörningur og af honum mun leiða nýr skúlptúr. „Verkin sem urðu fyrir valinu eiga það sameiginlegt að gefa innsýn í hina gífurlega miklu breidd sem einkennir lifandi verk Magnúsar.“ bergsteinn@frettabladid.is Litið yfi r verk sem eru ekki til Lúðurhljómur í skókassa nefnist yfi rlitssýning á gjörningum Magnúsar Pálssonar á Listahátíð í Reykjavík. Fimm af sautján gjörningum Magnúsar 1980 til 2013 verða endurgerðir og nýtt verk frumfl utt. Áherslan lögð á að velta upp nýjum hliðum á gömlum verkum. Á námskeiðinu lærir þú: • Hvað eru blómadropar og hvernig getum við notað þá? • Hvernig eru blómadropar búnir til? • Hvaðan kemur þekkingin? • Hvaða árangurs er að vænta með notkun þeirra? • Hverjir geta notað blómadropa? • Jákvæðir eiginleikar þeirra og virkni Staður & stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.19:30 - 22:30 Verð kr. 5.900.- Skránig í síma 8682880 og nyjaland@gmail.com www.heilsuhusid.is Nýtt námskeið á vegum Heilunarskóla Nýjalands Fimmtudaginn 16. maí STEFANÍA S. ÓLAFSDÓTTIR græðari kennir hvernig nota má blómadropa til að styðja við flest það sem við gerum dags daglega og hvernig þeir hjálpa okkur að ná árangri með andlega og líkamlega líðan okkar. SPRENGD HLJÓÐHIMNA VINSTRA MEGIN Fyrst flutt á Litla sviði Þjóðleikhússins í samstarfi við Alþýðuleikhúsið árið 1991. HANNA STYRMISDÓTTIR Er sýningarstjóri ásamt Jóni Proppé. MAGNÚS PÁLSSON Reynir að finna nýja fleti á gömlum gjörningum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.