Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 39
FIMMTUDAGUR 9. maí 2013 | MENNING | 35
Bandaríska índírokksveitin Yo
La Tengo hefur bæst við dagskrá
tónlistarhátíðarinnar Iceland
Airwaves sem verður haldin í
fimmtánda sinn í haust.
Önnur ný erlend nöfn á hátíð-
inni eru Tape og El Rojo Adios
frá Svíþjóð, Carmen Villain frá
Noregi, Moon King frá Kanada
og Jakob Juhkam Bänd frá Eist-
landi. Á meðal nýrra íslenskra
flytjenda eru Ólafur Arnalds, Sól-
stafir, Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Prins Póló og Samaris. Miðasalan
er í fullum gangi á heimasíðu Ice-
land Airwaves.
Yo La Tengo
á Airwaves
Á AIRWAVES Yo La Tengo spilar á
Iceland Airwaves.
Dionne Warwick stígur á svið í
Eldborgarsal Hörpu 19. júní. Hún
er ein þekktasta söngkona popp-
tónlistarsögunnar. Hún hefur
unnið fimm Grammy-verðlaun,
gefið út 35 breiðskífur sem hafa
selst í yfir eitt hundrað milljón-
um eintaka og hefur átt 85 lög á
topp 100 í Bandaríkjunum, fleiri
en nokkur önnur söngkona.
Warwick er líklega þekktust
fyrir samstarf sitt við tónskáldið
Burt Bacharach og félaga hans,
Hal David. Hún flutti lög þeirra á
borð við I Say a Little Prayer for
You og Do You Know the Way to
San Jose. Miðasala á tónleikana
hefst á Harpa.is og Midi.is á
föstudaginn.
Warwick með
tónleika í júní
DIONNE WARWICK Bandaríska söng-
konan mætir í Hörpu 19. júní.
Barnahjálp SÁÁ verður stofnuð í
dag. Henni er ætlað að verða bak-
hjarl úrræða fyrir börn alkóhól-
ista.
„Börn alkóhólista eru ótrú-
lega mörg. Það er talið að það séu
sex þúsund börn sem þjást vegna
áfengis- og vímuefnafíknar for-
eldra sinna í dag á Íslandi,“ segir
leikarinn Rúnar Freyr Gíslason.
SÁÁ hefur boðið upp á sálfræði-
viðtöl fyrir börn áfengis- og vímu-
efnasjúklinga síðustu fimm ár og
hafa um 600 börn átta til átján ára
nýtt sér þessa þjónustu. SÁÁ leitar
nú til almennings um stuðning til
að geta haldið þessari þjónustu úti.
„Þrír sálfræðingar hafa verið
að sinna þessu og þeir anna ekki
eftirspurn,“ segir Rúnar Freyr.
„Barnahjálpin er upphafið í sókn á
þessu sviði.“
Í tilefni af stofnun Barna-
hjálpar SÁÁ verður haldin
barnahátíð SÁÁ í dag klukkan 15
í Efstaleiti 7 þar sem Pollapönk,
Mikki refur, Lilli klifurmús og
íþróttaálfurinn koma fram. Í kvöld
verður uppistand í Gamla bíói þar
sem landslið grínista stígur á svið.
Miðaverð er 1.500 krónur og renn-
ur óskert til Barnahjálparinnar.
Fjölskyldum í landinu verður
einnig boðið að gerast stuðnings-
foreldrar Barnahjálpar SÁÁ, auk
þess sem hin árlega álfasala er í
fullum gangi. „Við hvetjum alla
til að taka sölufólkinu vel því mál-
efnið er brýnt.“
- fb
Ætlað að verða bakhjarl úrræða fyrir börn alkóhólista
Barnahjálp SÁÁ verður stofnuð í dag. Samtökin leita til almennings um stuðning og halda barnahátíð í Efstaleiti í dag.
POLLAPÖNK
Hljómsveitin
Pollapönk
kemur fram
á barnahátíð
SÁÁ í dag.
➜ Fólk getur farið inn á vef-
inn Saa.is og lagt Barnahjálp
SÁÁ lið.