Fréttablaðið - 09.05.2013, Síða 42
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 38
FÓTBOLTI K nattspyrnuheimur-
inn tók andköf í gærmorgun þegar
Manchester United tilkynnti að Sir
Alex Ferguson ætti tvo leiki eftir í
starfi hjá félaginu. Hinn 71 árs Skoti
hafði margoft lýst því yfir í vetur
að hungrið væri enn til staðar. Því
benti fátt til annars en Ferguson yrði
í brúnni hjá Englandsmeisturunum á
næstu leiktíð.
„Það skipti mig miklu máli að skilja
við félagið í sem bestu ástandi og ég
tel mig hafa gert það,“ segir Ferguson,
sem ætlaði að hætta vorið 2002 en hélt
áfram þegar til kastanna kom.
„Ég hef velt ákvörðuninni fyrir mér
lengi. Nú er rétti tíminn.“
Ferguson stýrir United í síðasta
skipti í lokaumferðinni gegn West
Brom þann 19. maí. Leikurinn verður
sá 1.500. sem þeir rauðu og hvítu spila
í stjóratíð Ferguson. kolbeinntumi@365.is
Uppbótartímanum lokið
Sir Alex Ferguson lætur af starfi knattspyrnustjóra Manchester United í lok leiktíðar eft ir rúm 26 ár í starfi .
1 Spilaði sem framherji og skoraði 171
mark í 317 leikjum frá 1957 til 1974.
2 Fyrsti stjóri mánaðarins í ágúst 1993.
3 Fagnar fyrsta titlinum þegar United
vann enska bikarinn vorið 1991.
4 Með Cristiano Ronaldo.
5 Hefur unnið í tvo áratugi með þeim
Paul Scholes og Ryan Giggs.
ÞRETTÁN SINNUM ENGLANDSMEISTARI Steve McClaren krýnir hér kónginn á Old
Trafford með viðeigandi og táknrænum hætti. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
FJÖLDI STJÓRA STÓRU
FÉLAGANNA FRÁ 1986
Real Madrid 24
Inter Milan 19
Chelsea 18
Bayern München 14
Juventus 14
Manchester City 14
AC Milan 13
GULLKORN FERGIE
Þetta er ekki starf heldur verk-
efni. Við munum klára það. Trúið
mér. Þegar það gerist mun líf Liver-
pool breytast á dramatískan hátt.
Um slakt gengi liðsins árið 1988
Ef hann væri tommu hærri þá
væri hann besti miðvörðurinn í
Bretlandi. Faðir hans er næstum
tveir metrar á hæð. Spurning hvort
mjólkurpósturinn hafi komið eitt-
hvað við sögu.
Um Gary Neville
Ég sagði alltaf að þegar leik-
maður væri á hátindi ferilsins liði
honum eins og hann gæti klifið
Everest í inniskóm. Þannig var hann.
Um Paul Ince
Þetta var fáránleg tilviljun. Ef ég
myndi reyna þetta hundrað sinnum
eða milljón sinnum aftur tækist það
ekki. Ef svo væri hefði ég haldið
áfram ferli mínum sem leikmaður.
Þegar hann sparkaði skó í andlit Davids
Beckham í klefanum árið 2003
Þeir segja að hann sé gáfaður
maður, er það ekki? Talar fimm
tungumál. Ég er með 15 ára strák frá
Fílabeinsströndinni sem talar fimm
tungumál!
Um Arsene Wenger
Hraði leiksins í dag þýðir að
dómarar verða að vera í standi. Þetta
er ljóður á leiknum hér í landi. Ytra
sérðu dómara í jafngóðu formi og
hundur slátrarans. Nokkrir í úrvals-
deildinni eru í góðu formi. Ekki hann.
Það tók hann 30 sekúndur að áminna
leikmann. Hann þurfti að pústa.
Þetta var fáránlegt.
Um dómarann Alan Wiley
UM TÍÐINDIN
Enginn mun
fara í skóna hans
Ferguson. Þetta
eru sorgleg tíðindi
fyrir ensku knatt-
spyrnuna.
Roy Hodgson, landsliðs-
þjálfari Englands
Ég er ekki að
meðtaka fréttirnar.
Manchester United
án Sir Alex gengur
ekki upp.
Michael Owen, fyrrver-
andi leikmaður United
Félagið stendur
frammi fyrir miklum
vanda– að fylla í
skarð hans. Ég tel
samt að búið sé að
ganga frá því.
Ole Gunnar Solskjær, fyrr-
verandi leikmaður United
Enginn mun
leika afrek hans
eftir. Fyrir tveimur
vikum talaði hann
um að vera í tvö ár
til viðbótar. Þetta er
mikið áfall.
Paul Ince, fyrrverandi
leikmaður United
2
3
4
5
1
ÁTTA FRÁBÆR KAUP FERGUSON
Leikmaður Lið Upphæð
(milljónir punda)
Gary Pallister Middlesbrough 2,3
Roy Keane Nottingham Forest 3,75
Denis Irwin Oldham 0,625
Eric Cantona Leeds 1,2
Ole Gunnar Solskjær Molde 1,5
Peter Schmeichel Bröndby 0,5
Nemanja Vidic Spartak Moskva 7,0
Cristiano Ronaldo Sporting Lissabon 12,2
FÓTBOLTI Elín Metta Jensen skor-
aði fernu í 7-0 stórsigri Vals á
Aftureldingu í 1. umferð Pepsi-
deildar kvenna og varð þar með
fyrsta konan í átta ár til þess að
byrja Íslandsmótið á því að skora
fjögur mörk.
Því hafði engin náð síðan Eyja-
konurnar Bryndís Jóhannes-
dóttir og Elín Anna Steinars-
dóttir skoruðu báðar fjögur mörk
í 12-2 sigri ÍBV á ÍA í fyrstu
umferð 2005.
Elín Metta skoraði ekki bara
þessi fjögur mörk því hún átti
einnig tvær stoðsendingar á
félaga sína. Elín Metta var
markadrottning deildarinnar
í fyrra en þessi 17 ára gamla
stelpa hefur nú skorað 24 mörk í
fyrstu 27 leikjum sínum í deild-
inni. - óój
Besta byrjun
konu í átta ár
ELÍN METTA Óstöðvandi í fyrsta leik á
þriðjudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson
kom inn á sem varamaður og
tryggði Tottenham 2-2 jafntefli
á móti Chelsea á Stamford
Bridge í gærkvöldi í gríðarlega
mikilvægum leik í baráttunni um
sæti í Meistaradeildinni á næstu
leiktíð. Jöfnunarmark Gylfa kom
tíu mínútum fyrir leikslok.
Tottenham er í 5. sætinu,
einu stigi á eftir Arsenal og
þremur stigum á eftir Chelsea,
þegar aðeins tvær umferðir eru
eftir af ensku úrvalsdeildinni.
Fjögur efstu sætin gefa sæti í
Meistaradeildinni.
Chelsea komst tvisvar sinnum
yfir í fyrri hálfleik en Emmanuel
Adebayor hafði í millitíðinni
jafnað metin með frábæru marki.
Brasilíumennirnir Oscar og
Ramires skoruðu mörk Chelsea.
Gylfi Þór hefur þar með skorað
fjögur deildarmörk á tímabilinu
og hafa þau öll komið á síðustu
rúmum tveimur mánuðum. Gylfi
hefur skorað 4 mörk í síðustu tíu
leikjum þrátt fyrir að hafa byrjað
fjóra þeirra á bekknum. - óój
Afar mikilvægt
mark hjá Gylfa
GYLFI FAGNAR Þetta var 7. mark hans
fyrir Tottenham á tímabilinu. MYND/AP
SPORT
HANDBOLTI Esther Viktoría Ragnarsdóttir stóð sig frábærlega með
Stjörnunni í úrslitakeppni N1 deildar kvenna og svo vel að hún spilaði sig inn
í íslenska A-landsliðið. Ester er eini nýliðinn í 22 manna æfingarhópi Ágústs
Jóhannssonar sem tilkynntur var í gær. Ágúst valdi þennan hóp sem tekur
þátt í undirbúningi fyrir umspilsleikina við Tékka sem fara fram í byrjun
júní. Liðið fer á Netbuss Open í Svíþjóð dagana 23.-27. maí þar sem íslensku
stelpurnar mæta Noregi, Svíþjóð og Serbíu, en mótið er liður í undirbúningi
fyrir leikina í júní.
Esther skoraði 37 mörk í 11 leikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni, þar
af 20 mörk í lokaúrslitunum á móti Fram. Hún vakti ekki síst athygli fyrir að
taka oft af skarið í leikjunum, ekki síst þar sem hún var með mikla reynslu-
bolta sér við hlið.
Valskonan Þorgerður Anna Atladóttir gefur ekki kost á sér vegna meiðsla
en hún hefur verið í landsliðinu síðan í september í fyrra og forfallast í
síðustu verkefni vegna bæði meiðsla og anna í skóla. - óój
Esther eini nýliðinn í æfi ngahópi Ágústs
ESTHER VIKTORÍA Stjörnustelpan
spilaði sig inn í landsliðið í úrslita-
keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af
tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun
eins stærsta íþróttavefs heims, bleacherreport.com.
Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardaga-
íþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í
framtíðinni.
Í umfjölluninni er farið lofsamlegum orðum
um Gunnar og þar segir að hann sé eitt
allra mesta efnið í UFC í dag enda enn bara
24 ára gamall. Gunnar þykir svalur, yfir-
vegaður og góður á fótunum og á að mati
þeirra möguleika á því að eiga tíu ár eftir í
sportinu haldi hann heilsu. Gunnar er enn
ósigraður í hringnum.
Gunnar einn af tuttugu
framtíðarmönnum UFC