Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 46
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
„Ég veit ekki hvað verður úr þessu. Hvort
við sendum þetta í næstu Eurovision eða
sönglagakeppnina á Suðureyri,“ segir
Mugison, sem er staddur í sumarhúsi í
Súðavík ásamt KK og Magga Eiríks. Til-
efnið er tónleikar þeirra á laugardags-
kvöld í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
„Við höfum oft hist á góðgerðartón-
leikum og afmælistónleikum og oft djók-
að með að við þyrftum að hittast og grilla
saman. Svo stóðu þeir við stóðu orðin og
bókuðu sumarhús í Súðavík og mættu.
Það er ekkert smá töff,“ segir Mugison.
Spurður hvort ný lög eða plata sé á leið-
inni segir hann það óljóst. „Kannski
kemur engin plata, kannski tuttugu. Við
erum bara búnir að djamma í nokkra
daga en ég myndi gefa þetta út ef ég fengi
að ráða. Ég myndi líka gefa út raunveru-
leikaþættina KK, Maggi og Mugi Live á
netinu,“ segir hann og bætir við að mögu-
legt sé að nýtt efni með þeim verði spilað.
„Við erum ekkert búnir að kíkja á lög hver
hjá öðrum. Við erum bara búnir að
djamma eitthvað nýtt. Ætli það verði
ekki hittaramessa og kannski eitthvað
nýtt ef við þorum.“ - fb
➜ London er uppáhalds-
borgin mín og ég vil helst
aldrei fara þaðan.
➜ Fyrsta lagið sem Mugison
lærði á kassagítar var Hudson
Bay eftir Magga Eiríks.
„Myndirnar voru teknar í París í
janúar eða febrúar. Þetta var mjög
skemmtilegt verkefni og fólkið
sem kom að því var frábært. Pin
Up Studios, þar sem verkefnið fór
fram, er þekkt fyrir „brownies“
kökurnar sínar og ég fæ alltaf
fiðring í magann þegar ég sé að
ég er bókuð hjá þeim því þá veit
ég að ég fæ „brownies“ og góðan
mat,“ segir fyrirsætan Edda Ósk-
arsdóttir, sem sat fyrir á mynda-
syrpu sem birtist í franska tíma-
ritinu Madame Figaro. Edda þykir
efnileg fyrirsæta og hefur starfað
sem slík á vegum Eskimo umboðs-
skrifstofunnar í rúm tvö ár.
Myndirnar fyrir Madame
Figaro tók sænski ljósmyndar-
inn Jimmy Backius og var þetta
stærsta verkefni Eddu fyrir tíma-
rit fram að þessu. Áður hafði hún
setið fyrir á auglýsingum fyrir
fyrirtæki á borð við Aber crombie
& Fitch, Benetton og Harvey
Nichols. Edda segist kunna vel við
sig í fyrirsætustarfinu enda sé það
fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó
í London í hálft ár og það var virki-
lega skemmtilegt. London er uppá-
haldsborgin mín og ég vil helst
aldrei fara þaðan. Starfið er líka
mjög fjölbreytt og skemmtilegt
og þó ferðalögin geti verið þreyt-
andi þá er líka ómetanlegt að fá að
ferðast heiminn og kynnast nýju
fólki og menningu,“ segir hún.
Utan fyrirsætustarfsins stundar
Edda fjarnám á náttúrufræðibraut
við Fjölbrautaskólann í Ármúla.
„Mig langar í læknisfræði eftir
stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö
ár í að vinna og ferðast áður en ég
fer í háskólann, læknisfræðinámið
er svo ofsalega langt.“
Aðspurð segist Edda ekki hafa
mikinn áhuga á tísku og hönnun
en viðurkennir að henni þyki ljós-
myndun heillandi. „Ég hef áhuga
á tónlist og spila á klarinett, en
ég hef aldrei haft mikinn áhuga
á tísku. Ljósmyndun heillar mig
meira en tíska.“ sara@frettabladid.is
Tískuáhuginn lítill
Edda Óskarsdóttir situr fyrir í myndaþætti í franska tímaritinu Madame Figaro.
Hún segir fyrirsætustarfi ð skemmtilegt en hyggur á læknisnám í framtíðinni.
„Við erum bæði alveg rosalega
spennt fyrir þessu ævintýri,“ segir
Ingibjörg Huld Haraldsdóttir en
hún og eigin maður hennar, Hilm-
ir Jensson, hafa skrifað undir árs
samning við Leikfélag Akureyrar.
Ingibjörg útskrifaðist úr fræð-
um og framkvæmd við Lista-
háskóla Íslands árið 2011 og
sest í leikstjórastólinn norðan
heiða. Hilmir er leikari hjá Þjóð-
leikhúsinu. „Við erum bæði frá
höfuðborgar svæðinu en höfum
alltaf talað um að það væri gaman
að flytja út á land í einhvern tíma.
Það verður spennandi að taka þátt
í uppbyggingunni hjá leikfélag-
inu,“ segir Ingibjörg, sem leik-
stýrir verkinu, Sek eftir Hrafn-
hildi Hagalín, hjá leikfélaginu í
haust ásamt því að verða aðstoðar-
leikstjóri í Gullna hliðinu eftir
áramót. Þau Ingibjörg og Hilm-
ir þekkja vel þau Hannes Óla
Ágústsson og Aðalbjörgu Árna-
dóttir, sem nú þegar eru hjá leik-
félaginu. „Það verður bara frábært
að vera með þeim. Ég kem full af
orku úr fæðingarorlofi og hlakka
til vetrarins.“ - áp
Ný andlit hjá Leikfélagi Akureyrar
Leikarahjónin Ingibjörg Huld Haraldsdóttir og Hilmir Jensson eru spennt fyrir því að fl ytja norður.
Djamma saman í sumarhúsi
Mugison, KK og Magnús Eiríksson með tónleika á Ísafi rði á laugardagskvöld.
➜ Leikara parið
Anna Gunn-
dís Guðmunds-
dóttir og Einar
Aðalsteinsson
hefur einnig
verið á Akureyri
í vetur.
SPENNANDI Hjónin Ingibjörg Huld Haraldsdóttir og Hilmir
Jensson eru spennt fyrir vetrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í SUMARHÚSI Mugison, KK og Maggi
Eiríks djamma í sumarhúsi fyrir tónleika á
Ísafirði.
GENGUR VEL
Edda Óskarsdóttir
hefur starfað sem
fyrirsæta í rúm tvö
ár. Hún sat fyrir í
myndaþætti fyrir
franska tímaritið
Madame Figaro.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Það er spínatsjeikinn sem ég fæ
mér á morgnana. Hann inniheldur
spínat, appelsínusafa, mangó og
kirsuberjatómata. Einfalt og gott.“
Harpa Þorsteinsdóttir, knattspyrnukona í
Stjörnunni.
DRYKKURINN
SPENNANDI
KÓSÍKRIMMI!
Fimm gamlingjar komast að því að það er miklu betri
aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum og grípa til sinna
ráða. En leiðin á bak við rimlana reynist þyrnum stráð ...
Steinþór Guðbjartsson
Morgunblaðinu