Fréttablaðið - 23.05.2013, Side 12

Fréttablaðið - 23.05.2013, Side 12
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Stjórnarsáttmáli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks byggir á stefnuyfirlýsingum flokkanna fyrir kosningar. Hér að neðan eru helstu áhersluatriði flokkanna í fjórum helstu málaflokkunum borin saman við stjórnarsáttmálann. ORÐ OG EFNDIR Stefnumál flokkanna og stjórnarsáttmálinn Skuldamál heimilanna Stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leið- rétt. Sett verði lyklalög. Verðtrygging á nýjum lánum verði afnumin. Nýta skattaafslátt og skattfrjálsan séreigna- sparnað til að ná fram sem nemur 20% lækkun höfuðstóls á húsnæðislánum. Sett verði lyklalög. Lántakendur hafi val um verðtryggð og óverðtryggð lán. Verðtrygging verði óþörf. Stjórnarsáttmálinn: „Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007-2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði.“ Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, […] er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða upp- gjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur […]. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingasjóð til að ná markmiðum sínum.“ Heilbrigðismál Endurskoðuð verði áform um byggingu nýs Landspítala, ráðist í endurbætur á núverandi húsnæði. Stofnanir á landsbyggðinni verði efldar. Fólk fái frelsi til að velja þjónustu og fjölbreytni í rekstrarformi verði aukið. Fjölbreyttari rekstrarform skoðuð. Áhersla aukin á heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í kerfinu. Áhersla á forvarnir og heilsueflingu. Stjórnarsáttmálinn: Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. […] Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga. […] Húsakostur Landspítala er óviðun- andi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Umhverfismál Auka langtímasýn á sem flestum sviðum og marka stefnu um landnotkun. Nýta nátt- úruauðlindir af varúð með sjálfbærni að sjónarmiði. Breyta Rammaáætlun í takt við upphaflegar til- lögur sérfræðinga. Stjórnarsáttmálinn: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviðið umhverfisverndar.“ „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að náttúruvernd og náttúru- nýting fari saman. […] Almannaréttur til umgengni um landið, annað en ræktarland, þarf að vera ríkur. Ramma- áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða verður endurskoðuð á grundvelli niðurstaðna faghópa sérfræðinga sem verkefnisstjórn skipaði.“ Atvinnumál Skattkerfið og regluverk um atvinnurekstur verði einfaldað. Nýtt verði ný sóknarfæri í landbúnaði. Nýsköpun verði efld. Ferðaþjónusta verði efld sem grunnatvinnugrein. Sameign þjóðarinnar á auðlindum verði tryggð. Víðtæk sátt um stjórnun fiskveiða. Tryggingagjald lækki. Skattar og vörugjöld lækki. Arðsemi sjávarútvegsins verði aukin. Verðmætasköpun í ferðaþjónustu verði aukin. Dregið úr hindrunum við rekstur fyrirtækja. Stjórnarsáttmálinn: „Gerð verður úttekt á skattkerfinu og skattkerfisbreytingum undanfarinna ára og lagðar fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið […]. Á kjörtímabilinu verður tryggingagjald lækkað, lágmarksútsvar afnumið og tekjuskattskerfið tekið til endurskoðunar.“ „Ríkisstjórnin mun leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.“ „Fallið verður frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.“ „Fiskveiðistjórnunarkerfið verður yfirfarið, meðal annars með tilliti til hagkvæmni, öryggis og kjara sjónmanna og umhverfisverndar. […] Ríkisstjórnin vill efla sátt um framtíðarskipulag greinarinnar. Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu afla- heimilda taki við af varanlegri úthlutun. […] Lög um veiðigjald verða endurskoðuð.“ „Lögð verði áhersla á ákvæði um þjóðareign á auðlindum […].“ FORMENNIRNIR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks á Laugarvatni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekki stjórn hinna stóru verka „Þetta eru óljós orð um ansi margt. Athygli vekur hversu fátt það er sem hönd á festir í þessum stjórnar- sáttmála. Mest áberandi er að það er sama hvort það er í tilviki aðildarumsóknar eða skulda heimilanna, í báðum tilvikum ráða þeir ekki við að koma með skýra framtíðar- stefnu. Í hverju einasta máli er fjallað almennum orðum um álitamálin og svo ákveðið að setja þetta í nefnd.“ Árni Páll segir að ýmislegt í sáttmálanum sé kunnuglegt úr stefnu Samfylkingarinnar, efling ferðaþjónustu og hag- vöxtur byggður á útflutningsaukningu sem og áhersla á að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. „Þar kemur þó enn og aftur fram hvað það vantar að taka afgerandi skref varðandi framtíðarstefnumörkun að þeir treysta sér ekki til að kveða upp úr um að byggður verði nýr Landspítali. Það einkennir þennan sáttmála gegnumsneitt að það er heldur lítið sem hönd á festir og öllum alvöru ákvörðunum er slegið á frest. Þar af leiðandi virðist þetta ekki ætla að verða ríkisstjórn hinna stóru verka.“ Engin útfærsla á stóru málunum „Stjórnarsáttmálinn er mjög almennt orðaður og það kemur mér nokkuð á óvart að sjá þar til að mynda ekki nákvæmari útfærslu á þeim skuldaleiðréttingum sem hafa verið boðaðar. Það er í raun sömu spurningum ósvarað og var ósvarað í kosningabaráttunni. Hið sama má segja um verðtrygginguna sem er skotið inn í einhverja sérfræðinga- nefnd. Ég sé það að það skortir nokkuð á útfærslur á ýmsu.“ Katrín harmar hve þáttur umhverfismála sé rýr, þau ættu með réttu að vera eitt stærsta viðfangsefni allra ríkisstjórna á þeim tímum sem við lifum. „Svo fannst mér áhugavert að sjá sérstaklega rætt um skráningu Íslandssögunnar á fyrstu síðum stjórnarsáttmála. Mér finnst þetta eins og endurómur liðinna tíma. Nú á dögum er yfirleitt talað um að rannsaka Íslandssöguna, en ekki að skrá hana. Yfirleitt er nú talið eðlilegt að stjórnvöld stuðli almennt að rannsóknum, en ekki að þau láti skrá söguna. Ríkisstjórnin er búin að boða mikið samráð við stjórnarandstöðuna og við skorumst ekki undan því, en erum reiðubúin til þess. Við bíðum bara eftir að sjá útfærslurnar á þessum stóru málum.“ Þröng skilgreining á heimilum „Það er margt þarna sem ég vona að verði að veru- leika og við í Bjartri framtíð munum stunda uppbyggi- leg stjórnmál á kjörtímabilinu og reyna að verða að liði. En það er líka margt sem er óljóst og að okkar mati ekki skynsamlegt. Ég held til dæmis að það þurfi að sýna aðhald í ríkisfjármálum og maður á eftir að sjá hvernig þessar skattalækkanir allar koma út í fjárlögunum fyrstu. Það verður mjög athyglisvert að sjá fyrstu fjárlögin. Síðan skilgreinir ríkisstjórnin heimilin mjög þröngt. Hún ætlar að koma til móts við lántakendur en heimilin eru mun stærri hópur en lántakendur og það þarf breiðari nálgun á lífskjarabætur.“ Guðmundur telur afturför að sami ráðherra fari með um- hverfismál og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Mikilvægt sé að umhverfismál séu sjálfstæð og skilin frá nýtingunni. „Þá verður það mjög krefjandi hjá ríkisstjórninni að ætla að koma á efnahagslegum stöðugleika með krónu og án hafta. Það er tilraun sem hefur mistekist allhrapallega á Íslandi og gæti allt eins mistekist aftur. Að minnsta kosti þarf maður að sjá betri útfærslu á þessu, sem mörgu öðru í stjórnar- sáttmálanum, áður en maður segir meira.“ - kóp TELJA MARGT Á HULDU ÁRNI PÁLL ÁRNASON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.