Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 8
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NISSAN X-TRAIL SE Nýskr. 08/08, ekinn 41 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.750 þús. Rnr.289999. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/11, ekinn 60 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 6.790 þús. Rnr.270247, Frábært úrval af notuðum bílum á frábæru verði Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI SANTA FE METAN Nýskr. 02/13, ekinn 3 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 120181 TOYOTA PRIUS HYBRID EXE Nýskr. 05/08, ekinn 43 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr.270225. RANGE ROVER SPORT SE Nýskr. 06/08, ekinn 77 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 7.590 þús. Rnr.270266. HYUNDAI i30 COMFORT Nýskr. 01/08, ekinn 104 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.190 þús. Rnr.120165. NISSAN PATROL SE Nýskr. 02/08, ekinn 91 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.820 þús. Rnr.201135. METAN BÍLL kr. 5.490 þús. Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði! ÍTALÍA, AP Skipstjóri Costa Con- cordia skemmtiferðaskipsins, sem strandaði við eyjuna Giglio við Ítalíustrendur í byrjun síðasta árs, verður sóttur til saka fyrir mann- dráp, að valda strandinu og að hafa yfirgefið skipið á meðan farþegar og starfsfólk var þar enn. Dómari samþykkti þessa kröfu saksóknara í málinu í gær, en verjandi mannsins vildi semja án réttar halda. Skipstjórinn Fran- cesco Schettino á því yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi ef hann verður sakfelldur. Saksókn- arar segja að Schettino hafi stýrt skipinu hættulega nálægt landi að kvöldi 13. janúar 2012. Það strand- aði og 32 létust. Hann segist hins vegar vera saklaus og að hann sé gerður að blóraböggli í málinu. Rifið sem skipið strandaði á hafi ekki verið merkt inn á sjó- kort skipsins. Þá segist hann í raun vera hetja, hann hafi með kunnáttu sinni stýrt skipinu eins nálægt höfn og hægt var til þess að auðveld- ara væri að bjarga farþegunum. Lögfræðingur hans fór fram á að ákæru fyrir að hafa yfirgefið skipið yrði vísað frá. Þessu hafnaði dómarinn. Fimm aðrir sakborning- ar í málinu hafa samið um mála- lyktir utan dómstóla. Farþegar hafa greint frá því að brottflutningur þeirra frá skipinu hafi gengið hægt og verið óskipu- lagður. Ekki var hægt að nota alla björgunarbáta þar sem skipið fór nánast alveg á hliðina. Margir þurftu að stökkva af skipinu og synda í land í niðamyrkri. Sérfræðingar sem dómstólar hafa kallað til segja að Schett- ino beri ábyrgð á skipsskaðanum. Þeir segja þó einnig að starfsfólk og fyrirtækið sem átti skipið hafi brotið öryggisreglur sem hafi átt þátt í slysinu. Starfsfólk hafði ekki nægilega mikla þjálfun til að tak- ast á við slys. Skipið liggur enn á strandstað, tæpu einu og hálfu ári eftir strand- ið. Áform um að fjarlægja það hafa dregist á langinn, en til stóð að það yrði farið áður en ferða- mannastraumur sumarsins kæmi til eyjar innar Giglio. thorunn@frettabladid.is Réttarhöld yfir skip- stjóra hefjast í júlí Skipstjóri Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu í byrjun síðasta árs, verður sóttur til saka fyrir manndráp. Hann hefur líka verið ákærður fyrir að valda skip- skaðanum og að yfirgefa skipið. Hann á allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér. ENN Á STRANDSTAÐ Costa Concordia liggur enn við eyjuna, tæpu einu og hálfu ári eftir skipskaðann. Aðstandendur fóru að skipinu og minntust látinna þegar ár var liðið frá slysinu í janúar síðastliðnum. NORDICPHOTOS/AFP FRANCESCO SCHETTINO KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld vilja reyna að hætta alfarið að nota líffæri úr látnum föngum á næstu árum og hafa hafið aðgerðir til að ná fram breyting- um. Nánast allar líffæragjafir koma frá föngum sem eru teknir af lífi. Öðru fólki sem velur að gefa líffæri fjölgar, en það gerist þó hægt. Nú er líf- færagjafakerfi landsins þannig að fjöl- skyldur þurfa að gefa leyfi sitt fyrir líf- færagjöf, jafnvel þótt gjafinn hafi veitt leyfi sitt. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins, Huang Jiefu, segist þó telja litlar líkur á því að kerfið breytist í bráð, en Huang er hönnuður kerfisins. Hefðin í landinu sé sú að fjölskyldan sé sterkari einstaklingnum. Mótmæli frá jafnvel aðeins einum fjölskyldumeð- limi gætu komið í veg fyrir líffæragjöf. Huang segir þó að honum þyki núver- andi kerfi drifið áfram af gróðavon. Það sé bæði ósiðlegt og brjóti gegn mann- réttindum. Gagnrýnendur þessa fyrir- komulags hafa löngum sagt að fyllsta öryggis sé ekki gætt í þessum málum, og fangar séu oft beittir óeðlilegum þrýstingi. - þeb Kínversk stjórnvöld vilja breytingar en fyrrverandi ráðherra er efins: Hætta að taka líffæri úr föngum VIÐSKIPTI Tafir urðu á endur- bótum á lofthreinsibúnaði álvers- ins í Straumsvík þar sem pípur sem álverið hafði pantað frá Kína reyndust gallaðar þegar þær komu til landsins. „Málningunni á talsverðum hluta af þeim búnaði sem fer í loftræstistöðvarnar var ábótavant. Við þurftum því að láta endurmála búnaðinn hér heima,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Alcan á íslandi. Ólafur Teitur segir að þetta hafi kostað álverið talsverða peninga en var ekki tilbúinn til að gefa upp nákvæma upphæð. Þá sagði hann ekki komna niðurstöðu í það hvort álverið fái kostnaðinn bættan. Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Straumsvík upp á síðkastið. Munar þar mestu um að auka á framleiðslugetu álvers- ins úr 190 þúsund tonnum á ári í 205 þúsund tonn. Þá á að efla loft- hreinsibúnað og auka rekstrar- öryggi. Kostnaðurinn við þessar fram- kvæmdir var áætlaður ríflega 60 milljarðar króna og hefur ríflega 50 milljörðum þegar verið varið í verkefnið, þar af 17 milljörðum í fyrra. - mþl Umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir við álverið í Straumsvík: Fengu gallaðar pípur frá Kína STRAUMSVÍK Grænu pípurnar sem umlykja kerskála álversins í Straumsvík eru hluti af lofthreinsibúnaði álversins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 5.009 lifrar- og nýrnaígræðslur voru gerðar í fyrra með líff ærum úr látnum föngum. 7.882 lifrar- og nýrnaígræðslur voru gerðar í heildina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.