Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 64
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 Vítanýting í Pepsi-deildinni í fyrstu fjórum umferðunum PEPSI DEILDIN 2013 ÚRSLIT Þór/KA - Valur 2-2 1-0 Embla Grétarsdóttir, sjm (14.), 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (29.), 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (33.), 2-2 Svava Rós Guðmundsdóttir (76.). ÍBV - Þróttur 4-0 1-0 Bryndís Jóhannesdóttir, víti (34.), 2-0 Vesna Smiljkovic (40.), 3-0 Sigríður Lára Guðnadóttir (84.), 4-0 Bryndís Jóhannesdóttir, víti (88.). FH - Afturelding 4-1 1-0 Ashlee Hincks (22.), 2-0 Teresa Marie Rynier (28.), 3-0 Ashlee Hincks (32.), 3-1 Sigríður Birgis- dóttir (72.), 4-1 Guðrún Höskuldsdóttir (91.). Breiðablik - Selfoss 4-1 1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (8.), 2-0 Rakel Hönnudóttir (11.), 2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (32.), 3-1 Björk Gunnarsdóttir (52.), 4-1 Hlín Gunnlaugsdóttir (68.) Stjarnan - HK/Víkingur 6-0 1-0 Danka Podovac (17.), 2-0 Danka Podovac (42.), 3-0 Danka Podovac (46.), 4-0 Megan Manthey (52.), 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (57.), 6-0 Danka Podovac (87.). STAÐAN Stjarnan 4 4 0 0 18-1 12 Breiðablik 4 4 0 0 12-4 12 ÍBV 4 2 1 1 14-8 7 Selfoss 4 2 1 1 5-5 7 Valur 4 1 2 1 12-6 5 Þór/KA 4 1 2 1 8-6 5 Afturelding 4 1 1 2 3-11 4 FH 4 1 1 2 6-11 4 Þróttur 4 0 0 4 0-11 0 HK/Víkingur 4 0 0 4 6-21 0 Útilegumaðurinn - Þar sem grasið er grænna Knaus, þýsk gæðahjólhýsi í 50 ár Frí sólarsella fylgir öllum Knaus hjólhýsum dagana 23. til 30. maí Nú er tíminn að festa sér nýtt hjólhýsi fyrir sumarið. Sölumenn okkar í samningsskapi. Tökum notaða ferðavagna uppí nýja. Ti bl oðsvagn: Knaus Sport 450 UF Verð aðeins kr. 3.295.000 FIMLEIKAR Fimleikasamband Íslands hefur valið tíu einstaklinga til að til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemborg 26. maí til 2. júní næstkomandi. Fimleikakeppnin er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni. Keppt verður í fimleikum á tveimur dögum. Fyrst er keppt í liðakeppni og fjölþraut og síðar eru úrslit á einstökum áhöldum fara fram. Í gegnum tíðina hafa fimleikar verið mjög sigursælir á Smáþjóðaleikunum. Í Mónakó 2007 unnust átján verðlaun, þar af sjö gull, og á Kýpur 2009 unnust níu verðlaun, þar af tvö gull, en fimleikar voru ekki með á leikunum 2011. Fimleikafólk fer á smáþjóðaleikana THELMA RUT Er í hópnum sem fer til Lúxemborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Dominiqua Alma Belany, Grótta Hildur Ólafsdóttir, Fylkir Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Ármann Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerpla Pálmi Rafn Steindórsson, Gerpla Róbert Kristmannsson, Gerpla Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerpla Valgarð Reinhardsson , Gerpla Hópurinn FÓTBOLTI Mario Götze verður ekki klár í slaginn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu á laugardaginn vegna meiðsla. Götze fór meiddur af velli í síð- ari undanúrslitaleik Dortmund og Real Madrid. Hann reyndi að vera með á æfingu liðsins í gær en án árangurs. Leikurinn hefði orðið sá síðasti hjá Dortmund áður en hann söðl- ar um í sumar. Eins og frægt er orðið gengur Götze í raðir Bayern München að leiktíðinni lokinni. „Ég get ekki lýst því hve mikil vonbrigðin eru að geta ekki hjálp- að liði mínu í þessum mikilvæga leik,“ segir Mario Götze. - ktd Ekki með á Wembley SPORT 2 6 5 73 1 4 2013 2/7 28,6% 2012 12/14 85,7% 2011 6/6 100% 2010 87,5%7/8 2009 5/7 71,4% 2008 6/6 100% FÓTBOLTI Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, var hetja sinna manna þegar hann varði víti Blik- ans Árna Vilhjálmssonar rétt fyrir leikslok í 1-0 sigri FH á Breiða- bliki í Kópavogi. Róbert var einn af þremur markvörðum sem vörðu vítaspyrnu í 4. umferðinni en hinir voru Bjarni Þórður Halldórs son hjá Fylki og David Preece hjá Keflavík. Nú er svo komið að fjórar síð- ustu vítaspyrnur hafa ekki skil- að marki og vítanýtingin í fyrstu fjórum umferðunum er því aðeins 28,6 prósent. Það er ekki nóg með að fimm vítaspyrnur hafi mislukkast held- ur hafa þessir tveir leikmenn sem hafa náð að skora út víti í sumar, Kristinn Freyr Sigurðsson hjá Val og Jóhann Birnir Guðmundsson hjá Keflavík, báðir klikkað á víti. Blikar hafa klikkað á báðum sínum vítum og hafa ekki skorað úr vítaspyrnu síðan 22. maí 2011. Finnur Orri Margeirsson klikkaði á eina víti liðsins í fyrra og það má giska á að þjálfarinn Ólafur Kristjáns son skipuleggi víta- keppnir á næstu æfingum. Valur og Keflavík hafa líka fengið tvö víti og Fylkismenn fengu sitt fyrsta víti í síðasta leik. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir vítaspyrnur og nýtingu þeirra frá því að deildin innihélt fyrst tólf lið sumarið 2008. Þar sést að víta- skytturnar hafa farið vel af stað undanfarin ár og sumarið í ár sker sig mikið úr. Ekki er þó hægt að alhæfa um allar vítaskyttur deildarinnar þrátt fyrir þessa slöku byrjun því aðeins fjögur af tólf liðum Pepsi- deildarinnar hafa fengið víti. Nú er að sjá hvort hin átta liðin komi nú til bjargar og rífi nýtinguna eitthvað upp í næstu umferðum. ooj@frettabladid.is Vítin eru til vandræða Vítaskyttur Pepsi-deildarliðanna hafa aðeins skorað úr tveimur af sjö vítaspyrnum sem dæmdar hafa verið í fyrstu fj órum umferðunum í sumar. Þetta er langversta byrjun vítaskyttna síðan deildin varð tólf liða 2008. FIMMTÍU PRÓSENTA NÝTING Valsarinn Kristinn Freyr Sigurðsson hefur tekið tvö af sjö vítum Pepsi-deildarinnar til þessa. Hann skoraði á móti Fylki en skaut í stöngina á móti Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ➜ Vítin í sumar 2013 1. Kristinn F. Sigurðsson, Valur á móti Fylki– mark 2. Sverrir I. Ingason, Breiðabliki á móti ÍBV– stöng 3. Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík á móti Víkingi– mark 4. Kristinn F. Sigurðsson, Val á móti Fram– stöng 5. Viðar Ö. Kjartansson, Fylki á móti Keflavík– varið 6. Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík á móti Fylki– varið 7. Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki á móti FH– varið VÍTIN Í FYRSTU 4 UMFERÐUNUM 2008-2013 HANDBOLTI Eitt ljótasta brot sem sést hefur í þýska handboltanum í áraraðir átti sér stað í leik Hamburg og Füchse Berlin á þriðjudag. Aðeins 37 sekúndum fyrir leikslok gerði Torsten Jansen, leikmaður Hamburg, sér lítið fyrir og skallaði Ivan Nincevic, leik- mann Berlin, fast í andlitið. Hamburg var að vinna leik- inn örugglega og hegðunin óskiljanleg. Nincevic lá eftir rotaður og fossblæddi úr honum. Í fyrstu var óttast að hann væri með brotið kinnbein en svo var ekki. Hann fékk þó alvarlegan heilahristing og stóran skurð á andlitið. „Það var risastór hola á andlitinu á honum,“ sagði Igor Vori, leikmaður Hamburg, eftir leikinn, en Nincevic fékk fimm sentimetra skurð í andlitið. „Ég er kominn með ör fyrir lífstíð. Þetta var hræðilegt fyrir fjölskylduna. Mamma mín fékk taugaáfall og eiginkona mín grét stans- laust,“ sagði Nincevic, en hann lá lengi hreyfingar- laus á vellinum og tók síðan kippi sem litu illa út. - hbg Fékk risastóra holu í andlitið IVAN NINCEVIC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.