Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 37
„Ég kynntist túrmerik-drykknum fyrst þegar ég var að berjast við fylgigigt sem ég fékk í kjölfar salmonellu-sýkingar. Þá drakk ég 2-3 glös á dag af þessum bragðgóða drykk. Ég sigraðist á veikindunum á mjög stuttum tíma og tel að túrmerik-drykkurinn hafi klárlega gert sitt í þeim skjóta bata. Ég hef haldið áfram að drekka drykkinn eftir veikindin og hann verður bara betri með hverjum deginum. Ég get í raun vart verið án hans.“ Nú hafa orðið heilmiklar breytingar hjá My Secret. Við fengum hönnuðinn Bjarneyju Hinriksdóttur (www.baddydesign.is) til þess að hanna nýtt útlit á vörumerkið og nýjar umbúðir fyrir drykkina og þykir okkur henni hafa tekist virkilega vel til. Nú eru drykkirnir fáanlegir í 330 ml glerflöskum í stað 300 ml plastflaskna. Auk þess hafa 2ja lítra flöskurnar fengið yfirhalningu. Þá höfum við nú loksins tekið í notkun nýja verksmiðju í Hveragerði þar sem við nýtum jarðgufuna við framleiðsluferlið. Engiferdrykkirnir okkar, sem hlotið hafa alþjóðleg verðlaun, eru hugsaðir sem heilsubætandi drykkir þar sem grunnefnið er hið sígilda og sívinsæla engifer. My Secret-drykkirnir eru eingöngu unnir úr náttúrulegum hráefnum og innihalda engin gervi-, litar- eða rotvarnarefni. Gamla góða leyndarmálið varðveitt í nýjum umbúðum Sigraðist á veikindum með hjálp túrmerik- drykkjarins Björgvin Páll Gústafsson www.mysecret.is „Ég vil þakka My Secret bætta heilsu mína. Mér var bent á að My Secret vörurnar gætu hjálpað mér með að verja magann vegna inntöku háskammta af sterum í æð og annarra aukaverkana sem eru afleiðingar af MS kasti. Ég byrjaði því í október 2011 að drekka My Secret engiferdrykkina, eitt til tvö glös á dag, og fann strax mun á meltingunni og líðan almennt. Snemma árs 2012 prófaði ég svo My Secret túrmerik-drykkinn, þótt hann væri ekki kominn á almennan markað. Og það var heldur betur eitthvað sem „kikkaði“ inn, strax á fyrstu dögunum. Eftir að hafa prófað þennan drykk vil ég ekkert annað, það er ekki flóknara en svo. Heilsan er öll miklu betri og allt í rétta átt, kraftur og úthald skila sér smám saman til baka, minni spasmi í fótleggjum og líffærum, s.s. blöðru, einbeiting er meiri, hlýrra almennt í líkamanum, sætindaþörf og svengdartilfinning mun minni, orka meiri og þannig má áfram telja. Ég fæ ekki umgangspestir sem eru í kringum mig, sef mun betur á nóttunni – en ég hafði ekki sofið heila nótt í tíu mánuði samfleytt áður en ég byrjaði á þessum drykk og varð því virkilega sátt þegar ég náði loks heilli nótt. Ég hef meira jafnvægi og er fljótari að jafna mig eftir áreynslu og er með snöggtum meira af jákvæðri orku. Ég ákaflega þakklát fyrir þennan nýja túrmerik- drykk, hann veitir mér meiri von og það besta er að hann er 100% náttúrlegur og án allra aukaefna, sem er mér afar mikilvægt. Það er von mín að fleiri geti notið góðs af þessum heilsubætandi drykk sem er unninn úr okkar frábæra íslenska hreina vatni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.