Fréttablaðið - 23.05.2013, Qupperneq 16
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
GRÍÐARLEGAR SKEMMDIR Í OKLAHOMA
Bjóða túlkunum dvalarleyfi
1 BRETLAND, AP Bretar og Danir ætla að veita hundruðum Afgana dvalarleyfi á næstunni. Fólkið starfaði sem túlkar fyrir herliðin í Afganistan. Þessi áform voru
kynnt í gær. Um 600 túlkar, sem hafa starfað í fremstu víglínu í meira en ár fá fimm
ára dvalarleyfi í Bretlandi. Danir ætla að bjóða öllum túlkum fyrir danska hermenn
dvalarleyfi í Danmörku og í kjölfarið geta þeir sótt þar um hæli, að sögn varnarmála-
ráðherra landsins. Danir hverfa frá Afganistan í ágúst en Bretar á næsta ári.
Handtekinn fyrir 30 ára gamla sprengjuárás
2 ÍRLAND, AP 61 árs gamall Íri, John Downey, hefur verið ákærður fyrir aðild að sprengjuárás í Hyde Park árið 1982, sem varð fjórum hermönnum og sjö hestum
að bana. Það var Írski lýðveldisherinn (IRA) sem bar ábyrgð á tveimur sprengju-
árásum í júlí 1982. Fyrri sprengjunni var komið fyrir í bíl í Hyde Park og hún sprengd
þegar hermenn drottningarinnar marseruðu í átt að Buckinghamhöll. Þar létust
fjórir hermenn og sjö hestar. Tveimur tímum síðar sprakk sprengja í Regent´s Park
sem varð sjö lúðrasveitarhermönnum að bana.
Pussy Riot-meðlimur í hungurverkfall
3 RÚSSLAND Maria Alyokhina, einn meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, er komin í hungur-
verkfall. Hún segir brotið á réttindum sínum, en henni var
meinað að vera viðstödd réttarhöld um það hvort hún fái
reynslulausn úr fangelsinu.
Alyokhina tilkynnti um hungurverkfallið í myndbandi úr
fangaklefa sínum. Hún hefur beðið lögmenn sína um að
taka ekki þátt í réttarhöldunum fyrr en hún fær að vera þar
sjálf. Hún var dæmd í tveggja ára fangelsi í ágúst í fyrra.
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is
MÖGNUÐ STEMNING
Í MÓNAKÓ
Misstu ekki af æsispennandi kappakstri í Formúlu 1. Allt í beinni útsendingu og í
opinni dagskrá frá Mónakó í leiftrandi háskerpu.
SUNNUDAG KL. 11:30
Ert þú með HD sjónvarp? Tryggðu þér aðgang að
frábærri dagskrá í bestu mögulegu myndgæðum.
FÁÐU MEIRA ÚT ÚR SJÓNVARPINU
SÝNT Í
OPINNI DAGSKRÁ
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
14
8
8
1
ÁTTA LÍF ENN Jo McGee faðmar June Simson, nágranna sinn, eftir að sú síðari fann kött sinn standandi á rústum heimilis
hennar í Moore í Oklahoma í Bandaríkjunum. Gríðarlegar skemmdir urðu á húsum í Moore þegar stór fellibylur gekk yfir bæinn
á mánudag. Að minnsta kosti 24 eru látnir, þar af níu börn. NORDICPHOTOS/AFP
HEIMURINN
12 3