Fréttablaðið - 23.05.2013, Síða 22
23. maí 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Halla Hrund Pétursdóttir, landslagsarkitekt FILA, hjálpar
þér við að skipuleggja draumagarðinn þinn.
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
Næringarspítalar eru skrýtnir staðir. Lífs-
hættulega vannærð börn liggja um allt og
halda ekki höfði. Sum börnin enduðu hér
eftir að hafa drukkið óhreint vatn heima
sem olli endurteknum magakveisum og
niðurgangi. Hjá öðrum var ekki nóg til að
borða á heimilinu. Sum komu í kjölfar þess
að hafa fengið malaríu eða aðra sjúkdóma.
Á einum slíkum spítala horfir áhyggju-
full amma fast á mig. Ég brosi skakkt á
móti, stödd í Búrkína Fasó sem ég hafði
grínast með að kalla Fjarskanistan þar
sem fæstir vissu hvar það væri. Höfuð-
borgin héti í ofanálag Ouagadougou, sem
ég hafði gert fimm tilraunir til að læra að
stafsetja. En hér er ég nú, stödd á sjúkra-
húsi sem heimsforeldrar UNICEF styðja
og fyrir framan mig er hlýleg kona að slig-
ast af áhyggjum. Ömmubarnið hennar, lítil
stúlka, er skelfilega vannært. Ljóst er að
hún á ekki mikið eftir. Sem betur fer eru
börnin í kring öll að braggast.
Um kvöldið á ég erfitt með að sofna.
Hvað verður um þá litlu? Og hvernig á
ég að miðla því til fólks heima að það
sem gerist hér komi því við? Að þökk sé
mánaðar legu framlagi almennings megi
gera hluti sem annars hefði ekki verið
hægt að gera, til dæmis hjálpa börnunum
á sjúkrahúsinu?
Ouagadougou heimsins eru mörg: Staðir
sem vekja upp framandleika og virðast í
órafjarlægð en eru oft miklu nær en við
höldum. Staðir þar sem bæði glatt og leitt
fólk býr; fólk sem þarf að borða og sofa og
verður áhyggjufullt þegar börn þess veikj-
ast. Á endanum er þetta ekki flókið: Öll
erum við eins inni við beinið og hvert upp
á annað komið. Sum okkar eru aflögufær,
önnur ekki. Það hlýtur að teljast skynsam-
legt að þau sem geta deilt með sér komi
öðrum til aðstoðar.
Á hverjum degi eru kraftaverk unnin
víða um heim. Baráttan gegn barnadauða
hefur sem dæmi skilað ótrúlegum árangri
og barnadauði minnkað um þriðjung á sl.
10 árum. Viti menn, litla stúlkan sem var
í lífshættu á spítalanum braggaðist á end-
anum og fékk að fara heim til sín. Meðferð
hennar kostaði 12.500 krónur.
Ouagadougou
HJÁLPARSTARF
Sigríður Víðis
Jónsdóttir
upplýsingafulltrúi
UNICEF á Íslandi
➜ Um kvöldið á ég erfi tt með að
sofna. Hvað verður um þá litlu? Og
hvernig á ég að miðla því til fólks
heima að það sem gerist hér komi
því við?
M
argt í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar
bendir til að hún geti staðið undir því markmiði
sínu að hefja „nýja sókn í þágu lands og þjóðar“.
Nýja stjórnin boðar lækkun skatta á fólk og fyr-
irtæki og einfaldara skattkerfi sem letur fólk ekki
til að bjarga sér. Hún ætlar að vinda ofan af misráðnum breyt-
ingum á fiskveiðistjórnarkerfinu og endurskoða ramma áætlun
um virkjanir og náttúruvernd þannig að mat sérfræðinga en ekki
pólitík ráði virkjana kostum.
Hún boðar víðtækt samráð og
sátt við aðila vinnumarkaðarins,
pólitískan stöðugleika í fjár-
festingarumhverfinu, afnám
gjaldeyrishaftanna og að íslenzkt
efnahagslíf njóti trausts á ný,
bæði innanlands og erlendis.
Allt ætti þetta að geta stuðlað
að því að koma hjólum atvinnulífsins í hraðari snúning á ný.
Ef ríkisstjórnin ætlar að ná árangri þarf hún að opna íslenzkt
efnahagslíf upp á gátt og tryggja samkeppnishæfni þess á alþjóð-
legum vettvangi. Um slíka stefnu eru höfð falleg orð í kaflanum
um utanríkismál. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni er hins vegar
alls ekki í þeim anda, heldur frekar þeirra „þjóðmenningarlegu“
hughrifa frá Hriflu-Jónasi sem óneitanlega svifu yfir vötnum á
fundarstað verðandi landsfeðra á Laugarvatni í gær.
Þeir stefna til dæmis ekki að því að Ísland eignist stöðugan,
alþjóðlegan gjaldmiðil. Gera á hlé á viðræðum um raunhæfasta
möguleikann á slíku, aðild að Evrópusambandinu, og ekkert
kemur í staðinn. Án markmiðs um nýjan gjaldmiðil verður erfið-
ara að komast út úr höftunum. Þó má segja að það sé jákvætt að
í stefnuyfirlýsingunni sé dyrunum í Evrópumálunum ekki skellt
alveg í lás, heldur skilin eftir ofurlítil rifa.
Ríkisstjórnin ætlar heldur ekki að gera neitt til að efla sam-
keppni í landbúnaðinum og lækka þannig matarverð. Í upp-
talningu um skatta og gjöld sem á að lækka er ekkert talað um
ofurtollana á búvörur. Það á að halda áfram að moka peningum
almennings í óhagkvæmt landbúnaðarkerfi og framsóknarmaður
í landbúnaðarráðuneytinu mun passa gamla kerfið eins og margir
aðrir á undan honum.
Svo er mikið vafamál að markmið stjórnarinnar um að ná
peningum út úr erlendum kröfuhöfum þjóni markmiðinu um aukið
traust íslenzks efnahagslífs á alþjóðavettvangi. Kröfuhafarnir eru
nefnilega fjárfestar líka, þótt hræfuglsstimplinum hafi verið klínt
á þá, og vilja ekki láta fara illa með sig frekar en aðrir fjárfestar.
Hætt er við að margir sem létu loforð um skuldaleiðréttingu
ráða atkvæði sínu í kosningunum verði fyrir vonbrigðum með
stjórnarsáttmálann. Skuldaleiðréttingin er ekki í hendi, óútfærð
og ótímasett. Ef peningarnir frá kröfuhöfum skila sér ekki á að
stofna sérlegan leiðréttingarsjóð, en ekki hefur verið útskýrt
hvaðan peningarnir í honum eiga að koma.
Miklar vonir eru bundnar við nýja ríkisstjórn, ekki sízt hjá fólki
sem er athafnasinnað og vill nýta tækifærin í íslenzku efnahags-
lífi. Af þeim sökum er talað fullmikið um starfshópa og nefndir
í stefnuyfirlýsingunni; það ætti að vera meiri áherzla á skjótar
aðgerðir. Og nýir húsbændur í stjórnarráðinu ættu fremur að
beina augum út í heim en heim að Hriflu.
Ný ríkisstjórn vill blása til sóknar:
Hrifla og
heimurinn
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Engar nefndir, enga starfshópa
Oft hefur verið rætt um mikilvægi
þess að stjórnmálamenn mæli skýrt
og standi við orð sín. Hið fyrra hefur
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, ábyggilega haft í
huga þegar hann hélt ræðu á lands-
fundi flokksins í febrúar. Þar sagði
hann eftirfarandi um það hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði
að taka á stjórn landsins ef
hann kæmist til valda: „Eng-
ar nefndir, enga starfshópa,
engar tafir, aðeins aðgerðir
í þágu heimilanna.“ Trauðla
verður þó lesið út úr stjórnar-
sáttmálanum að Bjarna
sé hitt ofarlega í huga,
þetta með efndirnar. Þar
er að finna fyrirheit um
stofnun sex starfshópa og
aragrúa nefnda. Og aðgerðirnar í þágu
heimilanna eru settar í nefnd. Og
verðtryggingin líka. Og ýmislegt fleira.
Engar nefndir, enga starfshópa varð
því að fullt af nefndum og nokkrum
starfshópum.
Kannski málamiðlun
Nú gæti einhver bent á það að
stjórnarsáttmáli sé málamiðlun
tveggja flokka og þess vegna sé
ekki endilega hægt að tala um
að svíkja gefna stefnu þótt allt
úr henni fari ekki inn í stefnu
ríkisstjórnar. En mikil
hlýtur þá krafa
Fram-
sóknar-
flokks-
ins að
hafa
verið um margar nefndir og starfs-
hópa fyrst þetta varð málamiðlunin.
Eða ekki.
Athyglisverður fundur
Flokksstjórn Samfylkingarinnar
fundar laugardaginn 1. júní. Þar á
meðal annars að leggja línurnar fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar að ári.
Ljóst er hins vegar að nokkru
púðri verður eytt í að gera upp
nýyfirstaðnar kosningar. Mesta
fylgistap Íslandssögunnar mun
ábyggilega kalla á eina eða tvær
ræður og þeir sem gagnrýndu
formanninn, Árna Pál
Árnason, í kjölfar þeirra,
hafa þarna tækifæri til að
koma sjónarmiðum sínum
á framfæri.
kolbeinn@frettabladid.is