Fréttablaðið - 23.05.2013, Side 41

Fréttablaðið - 23.05.2013, Side 41
 | FÓLK | 5TÍSKA Beckham var ekki aðeins fótboltastjarna held-ur tískugoðsögn. Hann skipti um hárgreiðslu reglulega og ungir menn hermdu eftir. Hann hefur þótt einarður fylgjandi tískustrauma auk þess sem hann hefur lagt línur fyrir aðra. Beckham hefur átt ágætan feril sem fyrirsæta meðfram knattspyrnustarfinu. Hann virðist nú stefna enn meir inn í tískuheiminn og sögur segja að hann muni einbeita sér að sinni eigin fatalínu. Í tilefni þess að Beckham stend- ur á tímamótum er við hæfi að rifja upp nokkur augnablik úr tískuheimi kappans. AF EINUM VETTVANGI Á ANNAN TÍSKA David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik sem atvinnumaður í fótbolta. Þar með hverfur afar litríkur knattspyrnumaður af vellinum. Hann hefur þó ekki síður verið líflegur utan vallar frá því hann steig fram í sviðsljósið á tíunda áratugnum og gera má ráð fyrir að stjarna Beckhams muni áfram skína á öðrum vettvangi. ÁRIÐ 1995 David Beckham við upp- haf ferils síns. Ljósu strípurnar vöktu mikla lukku og urðu vinsælar meðal karl peningsins á þessum tíma. EKKI ALLTAF SMART Tískan hljóp stundum með Beckham í gönur. Hér er hann klæddur í leður frá toppi til táar líkt og eiginkonan Victoria árið 1999. FLOTT HJÓN Beckham- hjónin voru afar flott til fara í Óskars partýi Vanity Fair í fyrra. FYRIRSÆTA Beckham hefur gert það gott sem fyrirsæta. Hér situr hann fyrir í auglýsingu fyrir undirfatalínu Emporio Armani árið 2009. VIÐ KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Beckham- hjónin mættu prúðbúin í brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar Middleton í apríl 2011. FJÖLSKYLDU- FAÐIR Hvunndags ber David oftar en ekki húfur á höfði. Hér er hann ásamt sonum sínum Cruz, Romeo og Brooklyn. Hvað er jazzballett? Ókeypis 2ja vikna kynningarnámskeið í jazzballett. Kennt er 2x í viku, 60.mín. í senn. Í boði eru fjórir námskeiðshópar þ.e. fyrir 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Nánari upplýsingar á www.jsb.is og í síma 5813730. Skráning í námskeið er á www.jsb.is Fyrstur kemur – fyrstur fær Ókeypis jazzballett- námskeið! Fyrstur kemur - fyrstur fær www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Rafræn skráning er á www.jsb.is, upplýsingar í síma 581 3730 Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára,10-12 ára, 13-15 ára og 16+ Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir svigrúm til sköpunar og frelsi til tjáningar. Forskóli fyrir 4-5 ára Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir börn á aldrinum 4-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Jazzballettnám Skemmtilegt og uppbyggjandi dansnám Innritun fyrir haustönn er hafin á www.jsb.is Kennslustaðir: Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. takið eftir ókeypis!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.