Fréttablaðið - 23.05.2013, Page 52
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
BÆKUR ★★★ ★★
Börnin í Dimmuvík
Jón Atli Jónasson
JPV-ÚTGÁFA
Bókin Börnin í Dimmu-
vík eftir Jón Atla Jónas-
son lætur ekki mikið
yfir sér. 83 síður í
örsmáu broti og ekki
mikill texti á hverri
síðu. Sagan er þó stór
og víðfeðm, spannar 80 ár í tíma
og óravíddir í huga söguhetjunn-
ar nafnlausu sem fædd er 1918
og rifjar upp æskuárin sitjandi á
kirkjubekk við jarðarför síns eina
bróður.
Uppistaða sögunnar er frá árinu
1930 þegar sögukona er tólf ára
gömul og býr í nafnlausri vík, sem
hún kallar Dimmuvík til þess að
kalla hana eitthvað, á ótilgreind-
um stað á landinu með foreldr-
um sínum og tveimur systkinum.
Það sem kemur atburðarásinni
af stað er fæðing sem um leið er
dauði og setur líf fjölskyldunn-
ar í enn meira uppnám en harðri
lífs baráttunni hefur nokkru sinni
tekist. Þetta andvana barn verður
táknmynd fyrir lífið sem Dimmu-
víkin býður upp á þar sem hung-
ur, myrkur, sorg og skortur á tján-
ingu reisir veggi milli fólks og
allar útgöngudyr virðast lokað-
ar. Þegar ærnar síðan veikjast af
óskilgreindum sjúkdómi og þarf að
skera þær allar virðist enda fátt
bíða nema hungurdauðinn.
Frásögnin er látlaus og einföld í
öllum sínum hryllingi. Við sjáum
þessa eymdarvík og líf fjölskyld-
unnar þar með augum hinnar tólf
ára stúlku sem reynir hvað hún
getur að bjarga því sem bjargað
verður en getur auðvitað engu
bjargað nema sjálfri sér. Það er
barnsdauði sem startar sögunni
og hálft í hvoru á lesandinn von
á að það sé upphafið að drauga-
sögu en hér er ekki beitt neinum
ódýrum trixum af yfirnáttúru-
legum toga, lífsbaráttan sjálf er
nógu mikill hryllingur, þarf ekki
draugagang til. Óhugnaðurinn er
þó alltaf kraumandi undir í text-
anum og í draumum sínum upplif-
ir sögustúlkan ýmislegt sem ekki
þolir dagsljósið. Martraðirnar
eru þó nánast barnaleikur miðað
við raunveruleikann og á köflum
liggur við að lesandinn óski eftir
aðeins minna raunsæi, raunveru-
legur hryllingur er svo margfalt
harðari undir tönn en sá ímyndaði.
Sagan er ágætlega skrifuð og
ógnin sem alltaf vakir rétt undir
yfirborði textans er nánast áþreif-
anleg. Myndirnar sterkar og sann-
færandi og vísa aftur til skálda á
borð við Jón Trausta sem manna
best skrifaði um harðræðið sem
íslensk alþýða bjó við til skamms
tíma. Það vantar þó einhvern
herslumun til að sagan nái að hrífa
mann alveg með sér. Persónurnar
eru hálfgerðar skuggamyndir og
eins og eðlilegt er í frásögn barns
er framferði foreldranna illskilj-
anlegt, sem truflar heildarmynd-
ina af þessu hokurlífi og ástæð-
unum fyrir ráðaleysi fullorðna
fólksins.
Engu að síður er hér á ferðinni
athyglisverð saga sem hollt er
fyrir okkur að lesa og hugsa um á
þessum svokölluðu krepputímum
nútímans.
Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Sterk saga þar sem
lífsbarátta forfeðranna er í brenni-
depli. Vel dregnar myndir sem lifa
lengi í huga lesandans en þokukennd
persónusköpun dregur nokkuð úr
áhrifunum.
Hungurleikar hinir meiriHVAÐ? HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013
Heimildarmyndir
20.00 Heimildarmyndin „Do the math“
verður sýnd í Sláturhúsinu á Egils-
stöðum. Myndin fjallar um vaxandi
hreyfingu fólks sem vill snúa við
neikvæðri þróun loftslagsbreytinga og
berjast gegn jarðefnaeldsneytisiðnaði
sem þau telja megin orsök vandans.
Aðgangur er ókeypis.
Málþing
09.00 Nordens Välfärdscenter NVC
og Norræna félagið á Íslandi bjóða til
málþings um stöðu ungs fólks á vinnu-
markaði og brottfall úr skóla í Norræna
húsinu. Meginþema málþingsins verður
nýútkomin skýrsla „Unge på kanten“
sem unnin var fyrir Norrænu ráðherra-
nefndina. Bjørn Halvorsen verkefna-
stjóri skýrslunnar kynnir niðurstöður
hennar ásamt Jenny Tägtström. Nánari
upplýsingar um dagskrána má finna á
norden.is.
Tónlist
20.00 Drengjakór Reykjavíkur heldur
vortónleika í Hallgrímskirkju. Stjórnandi
er Friðrik S. Kristinsson og orgelleikari
Lenka Mátéová.
21.00 Jazzsöngkonan Auður Guðjohn-
sen heldur tónleika á Café Rosenberg.
Á dagskránni eru þekktir og vinsælir
jazzslagarar.
21.00 Tómas Magnús Tómasson fagnar
59 ára afmæli sínu með tónleikum á
Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Meðal
þeirra sem fram koma eru Andrea Gylfa
og Bíóbandið,Gunnar Þórðarson,Egill
Ólafsson, Ásgeir Jónsson og Bítladreng-
irnir blíðu.
22.00 Tónleikar Málmsmíðafélagsins
verða haldnir á Gamla Gauknum. Leikin
verða þekkt þjóðlög kennd við málm,
frá áttunda og níunda áratug síðustu
aldar.
Listamannaspjall
12.15 Björn Roth tekur þátt í hádegis-
spjalli í tengslum við yfirlitssýningu
Magnúsar Pálssonar í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar rifjar hann
upp samstarf föður síns, Dieter Roth,
og Magnúsar.
Fyrirlestrar
12.05 Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri
Ljósmyndasafns Íslands, flytur erindi
sitt Myndsýn Íslendinga? Hugleiðingar
um myndnotkun opinberra aðila, mynd-
birtingu sjálfsmyndar þjóðarinnar og
stöðu íslenskrar samtímaljósmyndunar.
Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn
23. maí kl. 12.05. Fyrirlesturinn er frír
og öllum opin.
Myndlist
17.00 Torfi Ásgeirsson myndlistar-
maður opnar sýningu á verkum sínum
í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í
Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg.
Myndirnar eru málaðar með olíulitum á
striga. Þær eru nostursamlega unnar og
bera vitni um öguð og nákvæm vinnu-
brögð sem krefjast bæði þekkingar á
málaralistinni og úthaldi til að ná fram
settu marki. Allir eru velkomnir.
18.00 Gjörningur Magnúsar Pálssonar
Ævintýr/ Þrígaldur þursavænn verður
fluttur í Hafnarhúsinu. Gjörningurinn er
hluti af yfirlitssýningunni Lúðrahljómur
í skókassa. Ævintýr er byggt á ítalskri
þjóðsögu í endursögn Italo Calvino.
Tónskáldin Atli Ingólfsson og Þráinn
Hjálmarsson nálgast hér verkið út frá
sjónarhóli tónlistarinnar sem fólgin er
í tungumálinu og sem er rauður þráður
í gjörningum Magnúsar. Þrígaldur
þursavænn í útfærslu nemenda Lista-
háskóla Íslands. Verð kr. 2.000. Miðasala
fer fram á midi.is
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
28. maí og 20. júní – síðustu sæti
Ótrúleg kjör!
Costa del Sol
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
57
86
7
Frá 85.900 kr.
Aguamarina
Kr. 85.900
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu
svefnherbergi í 13 nætur.
Verð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð
kr. 99.900 í 13 nætur.
Sértilboð 28. maí.
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu
þann 28. maí í 13 nætur og 20. júní í 11 nætur. Önnur gisting í
boði á ótrúlegum kjörum.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði - verð getur hækkað án
fyrirvara.
Sterkir litir einkenna verk mynd-
listarmannsins Torfa Ásgeirs-
sonar sem opnar sýningu í dag í
Bókasafni Seltjarnarness. Þar eru
íslensk náttúra og birta algeng
grunnstef, einnig kyrrð og tíma-
leysi. Myndir Torfa eru málaðar
með olíulitum á striga.
Torfi er fæddur á Húsavík
1960. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
árið 1981 og útskrifaðist frá málara-
deild Myndlista- og handíðaskóla
Íslands árið 1988. Hann hefur sýnt
víða, meðal annars í Ásmundar-
sal og Safnahúsinu á Húsavík. Þá
hefur hann tekið þátt í samsýning-
um, meðal annars í Hafnarhúsinu í
Reykjavík árið 1995.
Allir eru velkomnir á opnun sýn-
ingarinnar, hún er opin alla virka
daga milli klukkan 10 og 19, nema
föstudaga frá 10 til 17. Aðgangur er
ókeypis.
Íslensk náttúra og
birta algeng grunnstef
Torfi Ásgeirsson myndlistarmaður opnar sýningu
í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafni
Seltjarnar ness við Eiðistorg, í dag klukkan 17. Þar
eru olíumálverk á striga.
OLÍA Á STRIGA Ein myndanna á sýningunni í Bókasafni Seltjarnarness.
Staður og stund nefnast nýir
þættir sem eru á dagskrá Rásar
1 á föstudögum klukkan 15.25.
Umsjónarmaður þáttanna er
Svavar Jónatansson ljósmyndari
en hann hefur áður stýrt þátt-
unum Vestur um haf, Liðast um
landið, Við frostmark og nú síðast
Leitinni, sem lýkur göngu sinni í
lok maí.
Í Stað og stund verða fjöl-
breyttar frásagnir, þar sem til-
viljanir augnablika blandast for-
tíð og sögu í gegnum upplifun
umsjónarmannsins og viðmæl-
enda hans.
Meðal efnis má nefna
Flugvallar útópíu í Berlín, fiðlu-
leik í lest meðfram Balaton-vatni,
hættuför Rússa á Vatnajökli og
útlaga í Utah.
Staður og
stund á Rás 1
SVAVAR JÓNATANSSON Stýrir nýjum
þáttum á Rás 1.
JÓN ATLI JÓNASSON Frásögnin er látlaus og einföld í öllum sínum hryllingi, segir
í dómi, myndirnar sterkar og sannfærandi og vísa aftur til skálda á borð við Jón
Trausta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN